Fréttablaðið - 11.10.2006, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 11.10.2006, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 11. október 2006 11 UMHVERFISMÁL Hitaveita Suður- nesja (HS) og Ferðamálasamtök svæðisins undirrituðu í gær samning um verndun umhverfis og náttúru á Reykjanesskaga auk varðveislu og viðhalds á 22 fornum þjóðleiðum sem liggja um skagann. Meðal þess sem kemur fram í samningnum er að mannvirki hitaveitunnar utan þéttbýlis verði eins lítið áberandi og mögulegt er. Harpa Sævars- dóttir, talsmaður HS, segir samninginn vera hluta af þeirri viðleitni HS að vinna enn frekar í umhverfismálum á svæðinu. - þsj Hitaveita Suðurnesja: Samningur um verndun náttúru HANDSALA SAMNING Ellert Eiríksson, stjórnarformaður HS hf., og Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja, í gær. STJÓRNMÁL Hörður Guðbrandsson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 3.-4. sæti í prófkjöri Samfylkingar- innar í Suður- kjördæmi, en prófkjörið fer fram 4. nóvember. Hörður hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir Samfylk- inguna, nú síðast sem forseti bæjarstjórnar Grindavíkur frá 1999-2006 utan eins árs. Þá var hann í stjórn Samtaka sveitar- félaga á Suðurnesjum og Sorp- eyðingarstöð Suðurnesja frá 2002-2004. - ss Prófkjör Samfylkingarinnar: Býður sig fram í 3.-4. sæti HÖRÐUR GUÐBRANDSSON STJÓRNMÁL Nýverið samþykktu sveitarstjórnarfulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Samfylking- ar að setja bæði Villinganesvirkj- un og Skatastaðavirkjun inn í aðalskipulag sveitarfélagsins. Dag- inn eftir samþykktina lýsti Anna Kristín Gunnarsdóttir alþingis- maður, sem einnig skipar sæti á framboðslista Samfylkingarinnar, því yfir að hún væri alfarið á móti öllum hugmyndum um virkjanir í jökulsánum. Stjórn VG í Skagafirði telur það lýsa tvískinnungi að samþykkja eitt á sveitarstjórnarfundi og koma svo í fjölmiðla og segjast á móti viðkomandi gjörningi. - hs Stjórn VG í Skagafirði ályktar: Tvískinnungur frambjóðanda STJÓRNMÁL Allir nítján frambjóðendurnir í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjör- dæmi hafa skrifað undir yfirlýsingu um að kaupa ekki auglýsingar í prófkjörsbar- áttunni. Kristján Guðmunds- son, formaður kjördæmis- ráðs Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, segist ekki vita til þess að þetta hafi verið gert með þessum hætti áður. „Það er vissulega margt á gráu svæði í svona löguðu en við erum að miða við miðla á borð við dagblöð, tímarit, sjónvarp, útvarp, flettiskilti og fleira því um líkt.“ Kristján segir gríðarlegan kostnað við próf- kjörsbaráttu kominn út í öfgar og segir að sumir hugsi sig tvisvar um að fara í prófkjör vegna þess. „Það voru auðvitað skiptar skoðan- ir um þetta en engin hávær mótmæli.“ Frambjóðendur munu fá kost á því að kynna sig og sín stefnumál í landsblaði Samfylkingar- innar og kjördæmisblaði sem munu bæði koma út í október. Einnig er öllum frjálst að gefa út bæklinga og dreifibréf að sögn Kristjáns, sem telur ekki ósennilegt að þetta sé það sem koma skuli. „Það er ógerningur fyrir fólk að standa persónulega bak við svona og því verður það óbeint háð styrktaraðilum, sérstaklega fyrir- tækjum.“ - sdg MERKI SAMFYLKINGARINNAR SETT UPP Prófkjör Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fer fram 4. nóvember og sækjast 19 frambjóðendur eftir sæti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KRISTJÁN GUÐMUNDSSON Nýmæli í prófkjörsbaráttu Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi: Óheimilt verður að kaupa auglýsingar LÖGREGLUMÁL Lögregla þurfti að hafa afskipti af tveimur ungum piltum, 16 og 17 ára gömlum, í fyrrinótt þegar deilur þeirra vegna kvennamála urðu til þess að annar piltanna greip exi og hótaði hinum líkamsmeiðingum með henni. Hann stóð ekki við stóru orðin en lögreglan handtók piltinn og lagði hald á vopnið. Móðir piltsins sótti hann á lögreglustöð eftir að honum var runnin mesta reiðin og telst málinu lokið. - þsj Lögreglan í Reykjavík: Piltur hótaði öðrum með exi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.