Fréttablaðið - 11.10.2006, Page 24
[ ]Haustin eru góður tími til helgarferða innanlands. Hægt er að leigja sumarbústaði fyrir sanngjarnt verð eða bregða sér í menningarferð til dæmis til Akureyrar, Ísafjarðar eða Reykjavíkur.
Icelandexpress býður upp á
skipulagða ferð til Luxemburg
dagana 13.-16. október.
Föstudaginn 13. október er flogið
kl. 15.15 til Frankfurt Hahn, þar
sem áæltunarbíll mun flytja far-
þega á Hotel Nobilis, fjögurra
stjörnu hótel í miðbæ Luxemburg
þaðan sem stutt er í verslanir og
veitingahús.
Laugardag geta ferðalangar
nýtt til að skoða sig um í borginni
en á sunnudag er boðið upp á sigl-
ingu á Mósel með leiðsögumani,
Farþegum gefst kostur að skoða
bæi á leiðinni. Þetta er einstakt
tækifæri fyrir þá sem vilja
smakka á vínuppskerunni.
Mánudagur er frjáls en lagt
verður af stað til Frankfurt Hahn
kl. 17.00 og flogið til Íslands kl.
20.20. Sjá nánar á www.icelandex-
press.is
Helgarferð til Luxemburg
Express ferðir bjóða upp á ferð til Lux-
emburg um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Miðasala á Iceland Airwaves
hefur gengið vonum fram á
erlendum sölustöðvum Ice-
landair.
Sölumet hefur verið slegið hjá Ice-
landair í Skandinavíu, það er Nor-
egi, Svíþjóð og Danmörku. Ákvörð-
un hefur verið tekin um að senda
stærri flugvél til og frá London til
að anna eftirspurn. Þá er næstum
því uppselt á Airwaves í Banda-
ríkjunum.
Miðasala hefur aukist í Finn-
landi og í fyrsta sinn hefur ferð á
hátíðina verið skipulögð í Japan.
Sala í Þýskalandi og Frakklandi er
aftur á móti svipuð nú og í fyrra.
Um það bil helmingur inn-
lendra miða hefur þegar selst, en
miðað við aðsókn á hátíðina síðast-
liðin tvö ár má búast við að þeir
seljist upp. Frá þessu er greint á
heimasíðu Icelandair, það er www.
icelandair.is.
Nánar um dagskrána á www.
icelandairwaves.com
Airwaves eftirsótt
Leik- og söngkonan Juliette Lewis kom
fram með hljómsveit sinni Licks á síð-
ustu Airwaves hátíð. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Álfheiður Steinþórsdóttir
sálfræðingur kennir flughrædd-
um að sigrast á ótta sínum á
námskeiðum sem haldin eru á
vegum Icelandair.
„Flughræðslunámskeiðið er fyrir
alla sem upplifa að kvíði truflar þá
áður en haldið er í flug,“ segir Álf-
heiður Steinþórsdóttir, en hún er
einn af leiðbeinendum á námskeið-
um sem haldin eru fyrir flug-
hrædda. „Þessi kvíði getur verið
frá því minnsta yfir í það versta.
Allt frá því að vont veður eða töf á
flugi veldur óróleika yfir í að fólki
kvíðir fyrir flugferðinni margar
vikur fyrir og festir varla svefn.“
Á námskeiðunum kennir Álf-
heiður fólki að takast á við kvíðann
sem fylgir því að fljúga. „Nám-
skeiðin eru í raun tvískipt. Ég kenni
flughræddum að ná tökum á kvíða
og stjórna honum og fer líka í
hvernig breyta má ranghugsunum
sem fólk hefur varðandi áhættuna
við að fljúga. Síðan fer Páll Stef-
ánsson flugstjóri yfir allt sem teng-
ist sjálfu fluginu. Hann fer yfir
hversu mikið vélin þolir, öll þau
hljóð sem heyrast, af hverju ókyrrð
er aldrei hættuleg þó hún sé óþægi-
leg, breytilegt veður og fleira. Páll
tekur fyrir ytri aðstæður og ég tek
fyrir innri aðstæður.“
Álfheiður segir kvíða fólks oft
magnast við aðstæður sem það
þekkir ekki til. „Fólk hefur tilhneig-
ingu til, af því það er kvíðið og
hefur ekki þekkingu á því sem er
að gerast, að túlka allt sem gerist á
leiðinni sem hættu. Ókyrrð er tengd
við eitthvað hættulegt og fólk spyr
sig „þolir vélin þetta, hrapar hún?“.
Einnig ef fólk finnur einhverja lykt
„getur þá verið að það sé kviknað
í?“. Ef það er áhyggjusvipur á flug-
freyjunni þá veit hún að það er ekki
allt í lagi og vélin þarf að nauð-
lenda. Allar þessar túlkanir byggj-
ast oft á því að maður veit ekki
hvað er um að vera.“
Námskeiðið sjálft tekur fjögur
kvöld og endar á flugferð til ein-
hvers af áætlunarstöðum Ice-
landair í Evrópu. Með í ferðinni eru
Álfheiður og Páll og þau leiðbeina
fólki alla ferðina. Farið er yfir þau
hljóð sem heyrast og annað er teng-
ist vélinni og Álfheiður æfir með
flughræddum að bregðast við
kvíða. „Eftir þessa flugferð eru
nemendurnir orðnir sérfræðingar í
flugi,“ segir Álfheiður. „Það er
áberandi hvað fólki líður miklu
betur með að ferðast eftir þessi
námskeið. Margir tala meira að
segja um sem þeir séu að öðlast
nýtt frelsi.“
Næstu námskeið verða haldin
16., 19., og 24. október og 1. nóvem-
ber. Flugferðin er farin 3. nóvem-
ber. Skráning á námskeiðin fer
fram á skrifstofum Icelandair.
johannas@frettabladid.is
Tökum náð á flughræðslu
Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur segir flughræðslu vera þungan bagga að burð-
ast með, en sem betur fer er flughræðsla eitthvað sem má ná tökum á.
FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Norðurljósin
seld
TÍMARITIÐ ASTRONOMY Í
BANDARÍKJUNUM ER BYRJAÐ AÐ
AUGLÝSA NORÐURLJÓSAFERÐIR
TIL ÍSLANDS Í MARS Á NÆSTA
ÁRI.
Eitt stærsta stjörnufræðitímarit
heims, Astronomy, stendur fyrir
norðurljósaferðum til Íslands í
mars á næsta ári. Fólkið kemur
til landsins 16. mars og dvelur
hér í 5 nætur. Innifalið í ferðinni
er flug til og frá landinu, rúta og
fimm nætur á Hótel Nordica í
Reykjavík og er morgunmatur
innifalinn en ferðin kostar alls
150 þúsund krónur. Farið verður
í dagsferð um borgina, Bláa lónið
og Gullfoss, Geysir og Þingvellir
skoðaðir. Þá mun fólkið hlýða á
stjörnufræðifyrirlestra og fara út
fyrir bæinn til að skoða norður-
ljósin.
Þá er bara að vona að það verði
heiðskýrt þegar ferðalangana ber
að garði. - jóa
Tímiritið Astronomy auglýsir ferðir
til Íslands þar sem megintilgangur-
inn er að skoða norðurljósin.
Ferðafélagið Útivist hefur
ákveðið gjaldskrá í skálum
félagsins fyrir árið 2007.
Almennt gistiverð í skálum Útivist-
ar í Básum, Strúti og á Fimmvörðu-
hálsi verður 2.000 krónur á næsta
ári en 1.700 krónur í skálunum við
Sveinstind, í Skælingum og við
Álftavötn. Verð til félagsmanna í
Útivist verður 1.200 krónur fyrir
nóttina í öllum skálum.
Miðað er við að tekjur af skálum
standi straum af rekstri þeirra og að
áfram sé hægt að sinna góðu við-
haldi þeirra en rekstrarafkoma sé
sem næst núlli.
Töluverð aðsókn er að skálum
Útivistar yfir vetrartímann. Sér-
staklega er vert að benda á skálann
við Strút sem hentar sérlega vel
hvort heldur ferðast er á jeppum,
vélsleðum eða á gönguskíðum. Búið
er að undirbúa skálana fyrir vetur-
inn og læsa þeim en þeir sem hyggj-
ast nýta þá í vetur geta bókað gist-
ingu á skrifstofu félagsins og er
þeim þá afhendur lykill að viðkom-
andi skála.
Skálavarsla verður hins vegar í
Básum til 15. október en vegna mik-
illar aðsóknar er ferðamönnum bent
á að bóka gistingu. Síminn á skrif-
stofu Útivistar er 562 1000, hún er
opin frá 10-17 alla virka daga.
Skálar Útivistar til
útleigu í vetur
Skálinn við Strút hentar þeim sem ferðast á jeppum, vélsleðum eða gönguskíðum
yfir veturinn. til Würzburg
s: 570 2790 www.baendaferdir.is
Þýskaland er land jólamarkaðanna og bjóðum við nú jólaferð til Würzburg
sem er einstaklega heillandi borg og skartar sínu fegursta í desember.
Hrein upplifun er að fara á jólamarkaðina sem geyma ótal jólagjafahug-
myndir; bragða á jóladrykknum „Glühwein“ og jólastemmingin eykst á
hverju horni. Úrval veitingastaða er gott, hótelið þægilegt og staðsett
miðsvæðis. Spennandi skoðunarferð til Rothenburg ob der Tauber.
í Þýskalandi
30. nóvember - 3. desember 2006
7. - 10. desember 2006
14. - 17. desember 2006
Verð kr. 64.900 á mann í tvíbýli
Innfalið: Flug, skattar, gisting í tveggja manna herbergi á 3* hóteli
með morgunverði í 3 nætur, ferðir milli flugvallar og hótels,
skoðunarferð til Rothenburg ob der Tauber og íslensk fararstjórn.
K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A