Fréttablaðið - 11.10.2006, Side 25

Fréttablaðið - 11.10.2006, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 11. október 2006 3 Icelandair rekur skrifstofu í Tokýó með um átta starfs- mönnum. Þar er unnið að því hörðum höndum að auka ferðamannastraum frá Jap- an til Íslands. Áhugi Japana á Íslandi hefur aukist mjög á síðustu árum en ekki er síður áhugavert að skoða hvað Tókýó hefur að bjóða ferða- manninum þrátt fyrir að ennþá sé ekki boðið upp á beint flug þangað frá Íslandi. Blaðamaður Fréttablaðsins fékk að slást í för með hópi átta hressra flugþjóna og -freyja auk þriggja flugmanna sem flugu til Tókýó til að sækja tæplega tvö hundruð Japana á leið til Íslands í leit að náttúru, hreinu lofti og norður- ljósum, eitthvað sem lítið er til af í Japan. Þegar lítill tími er fyrir hendi þarf góða skipulagningu til að fá sem mest út úr heimsókn sinni. Nokkrir staðir í borginni eru ein- kennandi og þess verðir að skoða þegar tíminn er knappur. Fiskmarkaðurinn Tsukiji Nauðsynlegt er að vakna snemma til að ná stemningu þessa risastóra fiskmarkaðar. Hann hefst í dögun en klukkan sjö stendur hann sem hæst. Markaðurinn er í stórri vöruskemmu og snemma morg- uns má sjá þegar túnfiskinum er landað af skipunum og hann boð- inn upp. Það er frábær skemmtun að rölta milli sölubása þar sem ægir saman öllu mögulegu og ómögulegu sjávarfangi, bæði spriklandi fersku og þurrkuðu. Skemmtilegt við þessa upplif- un er að ferðamenn eru fáir og maður fær japanska stemningu í æð. Japanar eru yfirmáta hrein- látir og af lyktinni að dæma væri varla hægt að segja að þetta væri fiskmarkaður, sem segir kannski mest um ferskleika vörunnar sem verið er að bjóða. Í kringum markaðinn eru veit- ingastaðir og sölubásar sem selja allt frá risastórum og girnilegum engiferrótum til þurrkaðrar loðnu. Tilvalið er eftir heimsókn á mark- aðinn að setjast á einn af veitinga- stöðunum og fá sér sushi að hætti Japana þar sem kokkurinn tilreið- ir bitana á örskotsstundu með berum höndum og setur fyrir framan þig. Það er ekki erfitt að fara út að borða í Tókýó því sú merkilega hefð viðgengst þar að hafa útstill- ingar úr vaxi af öllum réttum mat- seðilsins í glugga veitingastaðar- ins. Á ferð með Hato Bus Þó að almenningssamgöngur í Tókýó séu skilvirkar og alls ekki erfitt að átta sig á þeim getur samt tekið nokkurn tíma að koma sér sjálfur á milli staða. Góð lausn fyrir ferðalanga á hraðferð er að taka túristastrætó um borgina til að sjá það helsta sem hún hefur upp á að bjóða. Nauðsynlegt er að komast í útsýnisturn til að gera sér grein fyrir gríðarlegri stærð borgarinn- ar. Tókýó-tower er þar tilvalinn valkostur eða hið glæsilega Ropp- ongi Hills sem státar af íburðar- miklum arkitektúr, dýrum veit- ingastöðum og verslunum. Keisarahöllin er ekki opin almenningi, en hins vegar er vel þess virði að doka við og smella mynd af voldugum útveggjum hins keisaralega garðs. Asakusa Kannon-musterið er elsta búddamusterið í Tókýó. Það er einnig vinsæll ferðamanna- staður enda hefur risastór mark- aður sprottið upp við hlið muster- isins þar sem seldir eru minjagripir, allt frá furðulegum musteriskökum til fallegra kím- ónóa. Í verslunarhugleiðingum Tókýó þykir dýr borg. Þar er hins vegar hægt að gera reifarakaup á raftækjum. Besti staðurinn til þess arna er Akihabara-hverfið þar sem nánast allar verslanir bjóða upp á raftæki á góðu verði. Þetta er all sérstakt hverfi og það eina í borg- inni þar sem leyfist að prútta. Ginza-hverfið er hverfi hinna ríku og fallegu. Þar eru allar merkjavörubúðirnar og líklega er skemmtilegra að skoða en kaupa enda verðið himinhátt. Betri kaup er líklega hægt að gera í hinu eril- sama Shibuya-hverfi. Þar má sjá hvernig ungir, hipp og kúl Tókýó- búar klæða sig. Þar er einnig fjöldi veitinga- og skyndibitastaða, allt frá McDonalds til hefðbundinna japanskra súpubara þar sem þú ert boðinn velkominn af öllu starfs- fólkinu með hrópum og köllum. Tókýóbúar eru yfirmáta kurt- eisir og borgin er mjög hrein og falleg. Stærðin getur verið hálf yfirþyrmandi en vingjarnlegt fólk- ið og fjölmargir áhugaverðir stað- ir gera borgina vel þess virði að heimsækja. solveig@frettabladid.is Tókýó á einum degi Það er frábær upplifun að heimsækja fiskmarkaðinn Tsukiji. Hér sést hluti af ótrúlegu magni af túnfiski sem verslað er með á markaðnum. Akihabara-hverfið í Tókýó er all sérstakt. Þar er hægt að fá rafmagnstæki í miklu úrvali og á góðu verði. Þetta er eini staðurinn í Tókýó þar sem leyfist að prútta. Tókýó er gríðarstór borg. 13 milljónir búa í borginni sjálfri en 33 milljónir á svæðinu í kring. Í bakgrunni sést Fuji-fjall sem er vafalaust eitt það þekktasta í heimi. Gatnamótin fyrir framan Shibuya-lestarstöðina eru ein þau annasömustu í heimi. Mikill fjöldi verslana er í hverfinu sem er mjög vinsælt meðal ungra Japana. Þar er hægt að finna fatabúðir á mörgum hæðum sem selja eingöngu föt fyrir unglingsstúlkur en auk þess ægir saman miklum fjölda lífsstílsverslana, raftækjaverslana og karókísöngstaða. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Sími: 50 50 600 • www.hertz.is Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta Vika í Evrópu ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 25 46 05 /2 00 6 16.600 Ítalía kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. 13.200 Spánn kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. 19.400 Holland kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. 17.900 Bretland kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. 24.200 Danmörk kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. BORGARTÚNI 29 | 105 REYKJAVÍK | ICELAND | WWW.EXIT.IS | TEL. +354 562 2362 | FAX. +354 562 9662 // Sjálfboðastörf Guatemala, Costa Rica, Peru, Indland og Suður Afríka Að vinna að sjálfboðastörfum er krefjandi starf en um leið spennandi tækifæri til þess að kynnast framandi menningu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.