Fréttablaðið - 11.10.2006, Page 28
11. október 2006 MIÐVIKUDAGUR6
Sportbíladagur Audi reyndist
lærdómsríkur en umfram allt
bráðskemmtilegur.
Það er þungbúinn rigningarmorg-
unn á sænsku eyjunni Gotlandi.
Fyrir utan móttökuhús, gert úr
segldúkum, standa rúmlega tut-
tugu Audi-bílar og bíða þess eins
að verða keyrðir. Við erum stödd á
kappakstursbrautinni Gotland-
ring, þar sem sportbíladagur Audi
fer fram.
Sportbíladagurinn er hluti af
akstursupplifunardagskrá Audi.
Hægt er að kaupa dag, ýmist á
kappakstursbraut eða sértilbúinni
þrautabraut, og njóta handleiðslu
atvinnuakstursleiðbeinenda til að
læra að stjórna bílum við aðstæð-
ur sem þú kynnist ekki á hverjum
degi.
Að þessu sinni standa okkur
fjórir bílar til afnota; TT sportbíll-
inn, RS4, S6 og S8. Allir eru þeir
fjórhjóladrifnir, hver öðrum flott-
ari og hver öðrum kraftmeiri. Til
glöggvunar fyrir þá sem ekki eru
Audi-sérfræðingar heita grunnút-
gáfur bílanna „A“, til dæmis A6.
Kraftmeiri og sportlegri útgáfa
hans heitir svo S6 og þegar búið er
að bæta enn við aflið og aksturs-
eiginleikana heita þeir orðið „RS“,
líkt og RS4 er kraftmesta útgáfa
A4.
Það kann að virðast undarlegt
en þetta þýðir að TT-bíllinn var sá
kraftminnsti á svæðinu svo miklu
munaði, „aðeins“ 250 hestöfl.
Dagurinn byrjar á kynningu á
starfsfólkinu, bílunum og braut-
inni og síðan er farið í bílana, tveir
þátttakendur í hvern. Við byrjum
á S6 með 435 hestafla V-10 mótor
og höldum á þann hluta brautar-
innar þar sem fyrsta kennslu-
stundin fer fram. Leiðbeinandinn
keyrir með okkur í gegnum kafl-
ann og útskýrir hvaða línu sé best
að taka til að halda hraða án þess
að missa grip.
Síðan var komið að okkur að
prófa og þrátt fyrir að keilur hafi
verið settar við inn- og útgangs-
punkta í hverri beygju þurfti
nokkrar tilraunir til að ná línunni
fumlaust. Ef ekki var bremsað á
réttum stöðum eða farið of geyst í
kröppustu beygjurnar byrjaði bíll-
inn að renna á blautu malbikinu og
ESP-stöðugleikakerfið greip af
manni völdin. Þannig var hægt að
komast að því smátt og smátt
hversu langt er hægt að ganga.
Fyrir næstu þraut fórum við í
TT-bílana. Hún gekk út á að sviga
á milli keila og aftur var markmið-
ið að halda ferð án þess að bíllinn
skrikaði. Bragðið reyndist að slá
af bensíninu rétt áður en kröppustu
beygjurnar voru teknar. Þá flyst
þunginn á framhjólin og bíllinn
lætur betur að stjórn.
Þriðja þrautin var bremsuæf-
ing. Í henni keyrðum við 450 hest-
afla S8 með V-10 mótor á fullri
ferð að merki þar sem við kloss-
bremsuðum og stýrðum bílnum í
gegnum hindrun á meðan ABS-
kerfið sá um að hægja á bílnum.
Hljómar einfalt, en ákveðni og
yfirvegaðar hreyfingar eru frum-
skylirði þess að ekki fari illa.
Síðasta þrautin var svo að kom-
ast í gegnum krappa beygju með
því að bremsa niður og gefa aftur
í og hér skipta tímasetningar og
aksturslínur öllu máli. Fyrir þessa
þraut fengum við 420 hestafla RS4
með V-8 mótor, langsportlegasta
bílinn sem við prófuðum þann
daginn og þann eina beinskipta.
Leiðbeinandinn okkar var ekk-
ert yfir sig hrifinn af frammistöð-
unni, en um leið og ég fann að
hægt var að komast upp með
meira hliðarskrið á þessum bíl en
hinum án þess að stöðugleikakerf-
ið tæki af manni völdin var mér
alveg sama - þetta var of gaman til
að fara hægar.
Eftir skemmtilegasta skóla-
morgun sem ég hef upplifað, og
athyglisverðasta hádegismat sem
ég hef séð lengi, var komið að því
að nýta allt sem við höfðum lært.
Þátttakendur skiptu sér niður í
fjóra hópa, þrír bílar í hverjum
hópi og einn leiðbeinandi á undan.
Með smá bili fóru hóparnir inn á
brautina og áttu að fylgja sínum
leiðbeinanda fast eftir.
Ég bjóst við að aksturinn mundi
byrja rólega til að hita fólk upp en
þess í stað var allt gefið á fullt og
adrenalínið náði strax tökum á
manni. Veðrið hafði skánað til
muna og eftir nokkra hringi var
aksturslínan í brautinni farin að
þorna. Þá gafst meira rúm fyrir
hraða en um leið og maður fór út
fyrir línuna tók ESP af manni
völdin.
Í hverjum bíl voru tveir þátt-
takendur og hver þátttakandi
keyrði fjóra hringi í hverri bíla-
tegund, alls sextán hringi. Eftir 32
hringi var okkur þakkað fyrir dag-
inn í talstöðinni og þvert á vilja
okkar lögðum við bílunum og
afhentum lyklana. Fyrsta, og von-
andi ekki síðasta, degi mínum á
kappakstursbraut var lokið. Ég
efast ekki um að ég eigi eftir að
búa lengi að þeim ráðum og brögð-
um sem okkur voru kennd, en
minningin um hraðann, bílana og
þennan skemmtilega akstur á
samt eftir að ylja mér meira á
komandi mánuðum.
Ef þú hefur áhuga á að upplifa
slíkan dag skaltu skella þér beint á
vefslóðina www.audi.de/driving
og kanna hvað er í boði þar. Ég á
örugglega eftir að gera það fljót-
lega sjálfur. einareli@frettabladid.is
Skemmtilegur skóladagur
Í hringakstrinum í loki dags. Einbeitingin
skín úr augunum og hnúarnir hvítna
undan dauðahaldinu um stýrið. Hér
þýðir ekkert að ætla sér að skipta um
útvarpsstöð.
S6 í brautinni. Í stuðaranum eru 10 LED-
perur sem vísa til jafnmargra strokka
undir húddinu.
Í upphafi dags. Bílarnir bíða í „pitstopp-
inu“ eftir ökumönnum. Eins og sjá má
er brautin rennandi blaut og sleip.
RS4 lítur við fyrstu sýn út eins og lítill og
sætur fjölskyldubíll en er í raun magn-
aður sportbíll sem stórskemmtilegt er
að keyra, mikið öflugri en TT.
Tveir TT-bílar í hringakstrinum í lok dags.
Hraðinn var frá 70 og upp í 140 kíló-
metra á klukkustund á beinu köflunum.
Í bremsuþrautinni á S8, sem má lýsa sem lúxuskerru með fítonskraft og pinnskarpa sportbílaeiginleika. LJÓSMYNDIR: EINAR ELÍ MAGNÚSSON
Daewoo lyftarar
Partur-Spyrnan-Lyftarar • Eldshöfða 10 • 110 Reykjavík • Sími: 585-2500 • Fax: 567-9557
Gæði á góðu verði
Jeppadekk
Vagnhöfða 6 • Sími 577 3080
31" heilsársdekk
verð frá kr. 12.900
www.alorka.is
Sendum frítt um land allt!
Við míkróskerum og neglum!
Úrval af stærðum upp í 33"
Opið á laugardögum 9-13
M
IX
A
•
fít
•
6
0
4
9
7
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
• SUMARDEKK • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
• HEILSÁRSDEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA
• OLÍS SMURSTÖÐ • BREMSUKLOSSAR
• BÓN OG ÞVOTTUR • PÚSTÞJÓNUSTA
ALLT Á EINUM STAÐ
SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN
SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066