Fréttablaðið - 11.10.2006, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 11.10.2006, Qupperneq 34
MARKAÐURINN Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Hluthafar í FL Group hafa hagnast vel upp á síðkastið en bréf félags- ins hafa stigið upp um 45 prósent frá því í byrjun ágúst. Þetta þýðir að markaðsvirði FL hefur farið úr 125 milljörð- um króna í 181 milljarð sem er hækkun um rúmar 800 milljónir króna á dag. Ætla má að óinnleystur gengishagnað- ur fjögurra stærstu hluthafanna nemi samanlagt yfir 35 milljörðum króna. Oddaflug, félag í eigu forstjór- ans Hannesar Smárasonar, hefur hagnast mest eða um rúma ell- efu milljarða króna en hagnaður Baugs, annars stærsta eiganda FL, er um rúmir tíu milljarðar króna. Magnús Kristinsson og Kristinn Björnsson urðu einnig stórir hlut- hafar í FL Group í sumar þegar FL Group keypti hluti þeirra í Straumi-Burðarási í skiptum fyrir ný hlutabréf í FL á genginu 18,52. Miðað við þau viðskipti er gengis- hagnaður þeirra félaga rétt tæpir átta milljarðar króna, en hagnað- urinn verður enn meiri ef horft er aftur til ágústbyrjunar. Gengi Straums er aftur á móti tíu prósentum lægra en það var þegar þeir seldu. Um miðjan ágúst stóð verðmæti FL í 125 milljörðum króna en eigið fé var þá um 119 milljarðar þannig að félagið var nálægt upplausnar- virði. „Við erum tiltölulega ódýrir miðað við mörg önnur fyrirtæki sem við berum okkur saman við. Við erum nánast að fara á pari,“ sagði Hannes Smárason þá. Hannes benti á að FL gæti verið áhuga- vert fyrir marga fjárfesta sökum dulinna verðmæta í dótturfélaginu Icelandair Group og er líklegt að hækkun á gengi FL að undanförnu hafi helst skýrst af væntingum um mikinn söluhagnað á Icelandair. Nú sést að hagnaður FL við sölu og skráningu verður um 26 milljarðar króna. Aðrir þættir kunna einnig að skýra þá hækkun sem orðið hefur, til dæmis innherjaviðskipti Oddaflugs og Baugs á dögun- um. Óinnleystur gengishagnaður af kaupum Hannesar á bréfum fyrr í september nemur um 400 milljónum króna. Þá hafa innlend hlutabréf hækkað mikið á síðustu vikum en FL er einn umsvifamesti fjárfestirinn á innanlandsmarkaði og heldur utan um kjölfestuhluti í Glitni og Straumi. Í þessu sambandi er vert að hafa það í huga að sömu aðilar „töpuðu“ einnig gríðarlegum fjárhæðum fyrr á árinu þegar gengi FL lækk- aði um 30-40 prósent. Gróði og tap í öllu þessu samhengi er því bara á pappírunum þegar allt kemur til alls. 11. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Verslanakeðjan Mk One, sem selur tískufatnað á lágvöruverði, tapaði einum milljarði króna fyrir skatta á fyrstu sextán mánuðunum undir stjórn Baugs. Baugur tók félagið yfir fyrir rétt tæpum tveimur árum. Mikil samkeppni meðal smásala á ódýrari tískufatnaði hefur leitt til verðlækkunar og mikils vaxtar verslanakeðjunnar Primark sem hefur reynst fyrirtækjum á borð við Mk One óþægur ljár í þúfu. Þá hafa breskir neytendur dregið úr neyslu undanfarin misseri. Eigendur Mk One hafa brugð- ist við þessu tapi með því að ráða inn nýtt stjórnendateymi undir forystu Dominic Galvin. - eþa Mk One tapar JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Baugur, annar stærsti hluthafinn, græðir um tíu milljarða. MAGNÚS KRISTINSSON Hann og Kristinn Björnsson hafa hagnast vel eftir að þeir seldu FL bréf sín í Straumi. Hannes yfir 11 milljörðum ríkari á pappírunum Gengishagnaður stærstu hluthafa FL Group hleypur á 35 milljörðum eftir snarpar gengishækkanir. Markaðsvirði FL hefur hækkað um 800 milljónir á dag. HANNES SMÁRASON Græðir ellefu milljarða. Sala á Icelandair leikur stórt hlutverk í þeim hækkunum sem hafa orðið á FL. UT-dagurinn verður haldinn í annað sinn 8. mars næstkomandi. Fyrir deginum standa forsætis- og fjármálaráðuneyti. Samhliða setja AP-sýningar upp stórsýn- ingu í upplýsingatækni undir heitinu Tækni og vit 2007 sem stendur til 11. mars. UT-dagurinn verður haldinn í Salnum í Kópavogi en sýningin Tækni og vit verður í Fífunni. Aðaláhersla UT-dagsins verð- ur á rafræna þjónustu, skilríki og innkaup, meðal annars með tilliti til hvernig slík tækni getur aukið sjálfsafgreiðslu í þjónustu opin- berra stofnana. „Ýmsar hindr- anir hafa verið á vegi stofnana sem haft hafa hug á að koma á sjálfsafgreiðslu en unnið er að því að ryðja þeim helstu úr vegi, þannig að framtíðin er björt í þessum efnum,“ segir forsætis- ráðuneytið. Tækni og vit 2007 er svo fag- sýning tækni- og þekkingar- iðnaðar, haldin í samstarfi við forsætis-, fjármála-, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, Samtök iðn- aðarins, Háskólann í Reykjavík, Orkuveitu Reykjavíkur og TM Software. Lögð verður áhersla á að kynna það sem hátækni- og þekkingar- fyrirtæki hafa upp á að bjóða og skapa umræðu um þennan hluta íslensks athafnalífs. Fjöldi fyr- irtækja og stofnana tekur þátt í sýningunni, en jafnframt verða í tengslum við hana aðrir viðburð- ir, svo sem veiting viðurkenn- inga fyrir framlag fyrirtækja til tækniþróunar og atvinnusköpun- ar hér á landi. - óká Áhersla verður lögð á rafræna þjónustu UT-dagurinn verður haldinn í annað sinn 8. mars. Á sama tíma hefst stórsýningin Tækni og vit 2007. Í FÍFUNNI Í KÓPAVOGI Upplýsingatækni- sýningin Tækni og vit 2007 verður haldin í Fífunni í Kópavogi í mars næstkomandi, en UT-dagurinn, sem forsætisráðuneytið stendur að, verður í Salnum í Kópavogi. Markaðurinn/Hari Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) segir flest benda til að hagvöxtur muni minnka á næst- unni í helstu hagkerfum heims. Kanada og Brasilía eru þar und- anskilin en líkur benda til að hag- vöxtur þar muni aukast. Samanteknir hagvísar sem OECD styðst við benda til að hagvöxtur sjö stærstu hagkerf- anna innan OECD hafi dregist saman um 0,1 punkt á milli mán- aða í ágúst, samkvæmt staðli sem stofnun notar til útreikninganna. Þetta er fimmti mánuðurinn í röð sem hagvöxtur í löndunum dregst saman. - jab Hagvöxtur minnkar Sjóklæðagerðin 66°Norður opn- aði nýlega fjórðu verslun sína í Riga, höfuðborg Lettlands. Fyrirtækið hefur verið að hasla sér völl í Lettlandi en auk versl- ananna fjögurra rekur það tvær verksmiðjur í landinu. Halldór Eyjólfsson, forstjóri 66°Norður, segir í fréttatilkynningu að vel hafi gengið að komast inn á lett- neska markaðinn. Söluaukning hafi orðið um þrjátíu prósent á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. Í tilkynningunni segir jafn- framt að útflutningur á íslensk- um útivistarfatnaði hafi að sama skapi aukist mikið. Í dag séu vörur félagsins seldar í tíu lönd- um og sókn á erlenda markaði sé helsti vaxtarbroddur fyrirtæk- isins. Rekstur fyrirtækisins hafi gengið vel undanfarið og búist við að veltan aukist um tæp þrjá- tíu prósent frá fyrra ári. Um þrjú hundruð manns starfa hjá Sjóklæðagerðinni - 66°Norður sem rekur tíu verslanir hér á landi undir nöfnum 66°Norður og Rammagerðarinnar. - hhs VERSLUN 66°NORÐUR Í LETTLANDI Sjóðklæðagerðin 66°Norður opnaði nýlega fjórðu verslun sína í Riga, höfuðborg Lettlands. Vöxtur hjá 66°Norður ������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������ ���������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������� ������������������������������ �������������������������������������� ������������������������������������ ������������������������ ���������������������������������������������������������� ���������������������������������������� ������������������������������������������������������������������������� �������������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������������ ���������������������������� ���������������������������������������������������� ����� ������������������������������������������������� ���������� ������������� �������������������� ����������������� H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 2 0 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.