Fréttablaðið - 11.10.2006, Síða 36
MARKAÐURINN 11. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR6
Ú T L Ö N D
Stjórnir bílaframleiðendanna
Renault og Nissan eru sagðar
horfa til þess að bjóða banda-
ríska bílaframleiðandanum Ford
til samstarfs um bílaframleiðslu
í Bandaríkjunum eftir að slitnaði
upp úr viðræðum við General
Motors (GM) í síðustu viku.
Ford er í lítið betri stöðu en
GM en fyrirtækið skilaði 123
milljóna dala eða rúmu 8,4 millj-
arða króna tapi á öðrum fjórð-
ungi ársins. Til að bæta afkom-
una hefur fyrirtækið ákveðið að
segja upp allt að 39.000 starfs-
mönnum og loka 16 verksmiðjum
í Bandaríkjunum fyrir árið 2008.
Þá er búist við að fyrirtækið
muni tilkynna í næsta mánuði
hvort afráðið verði að selja dótt-
urfyrirtæki þess sem framleiða
Volvo, Jaguar, Land Rover og
Aston Martin í næsta mánuði til
þess að snúa rekstrinum til betra
horfs.
Stjórn Ford hefur neitað að tjá
sig um umleitanir Carlos Ghosn,
forstjóra Nissan og Renault, sem
telur samstarf þriggja bílafram-
leiðenda ákjósanlegan kost til
að saxa á markaðshlutdeild jap-
anska bílaframleiðandans Toyota
í Bandaríkjunum.
Kirk Kerkorian, einn stærsti
hluthafinn í GM, lýsti yfir mik-
illi óánægju með að viðræður
við Renault og Nissan runnu út
í sandinn í síðustu viku. Hann
hefur nú hætt við að auka við
hlut sinn í GM og er sagður íhuga
að selja hlut sinn í fyrirtækinu.
- jab
CARLOS GHOSN Forstjóri Nissan og
Renault, Carlos Ghosn, er sagður hafa
boðið stjórn Ford samstarf á sviði bílafram-
leiðslu í Bandaríkjunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Renault og Nissan
ræða við Ford
Hlutur japanska olíufé-
lagsins Inpax í olíuvinnslu í
Azadeganhéraði í Íran hefur
minnkað talsvert frá því sem
upphaflega var áætlað. Hlutur
olíufélagsins, sem er í eigu
japanska ríkisins, átti að vera
75 prósent en nú lítur út fyrir
að hann verði einungis 10 pró-
sent.
Þetta er þvert á það sem
forsvarsmenn Inpex sam-
þykktu þegar þeir skrifuðu
undir samkomulag um olíu-
vinnslu á svæðinu fyrir fimm
árum. Inpex mun engu að síður hafa samþykkt
minni sneið af kökunni þar sem fjármögnun verk-
efnisins hefur ekki gengið sem skyldi.
Kostnaður við uppbygg-
ingu á olíuvinnslusvæðinu í
Azadeganhéraði er gríðarhár
enda talinn geta numið um 2
milljörðum bandaríkjadala
eða tæpum 138 milljörðum
íslenskra króna. En talsvert
er í húfi því reiknað er með
að hægt verði að dæla um 26
milljörðum tunna af hráolíu af
svæðinu.
Til greina hefur komið að
framkvæmdin færist á hend-
ur þriðja aðila, hugsanlega
til Frakka. Þetta mun þó ekki
koma í veg fyrir að Japanar geti flutt inn olíu frá
Íran þegar olíuvinnsla verður komin á fullt skrið á
Azdegansvæðinu. - jab
SAMNINGARNIR UNDIRRITAÐIR Hlutur Japana í
olíuvinnslu í Azadeganhéraði hefur minnkað verulega
frá því skrifað var undir samkomulag þess efnis árið
2001. Markaðurinn/AFP
Japanar bera skarðan hlut frá borðiSala á hringitónum fyrir far-
síma mun dragast saman um 20
prósent á þessu ári miðað við
síðasta ár og eru blikur á lofti
um að sá mikli vöxtur sem
verið hefur í þessum geira
sé á enda. Þetta kemur
fram í skýrslu breska
markaðsrannsóknafyrir-
tækisins MusicAlly í síðustu viku.
Velta á hringitónamarkaðnum
nam 177 milljónum punda eða 22,6
milljörðum króna í Bretlandi á síð-
asta ári. Salan hefur minnkað tals-
vert á þessu ári og er búist við álíka
samdrætti næstu fjögur árin. Verði
það niðurstaðan má búast við að
samdrátturinn nemi um 100 millj-
ón pundum eða 12,8 milljörðum
króna á tímabilinu. Að sögn
Steves Myall, talsmanns
fyrirtækisins, er ástæðuna
fyrir samdrættinum meðal
annars að finna í því að
ýmsir agnúar fylgja kaupum
á hringitónum fyrir farsíma.
Þar á meðal eru bakreikning-
ar að áskrift að hringitónum,
sem komi illa við suma. En
helsta ástæðan fyrir minni sölu á
hringitónum eru vinsældir farsíma
með mikið innra minni sem geta
geymt tónlist á þjöppuðu formi.
Þetta hefur gert það að verkum að
farsímaeigendur hafa hlaðið tónlist
úr tónlistarsafni sínu í heimilistölv-
unni yfir í farsímann og gert lög úr
sarpi sínum að hringitóni. - jab
Markaður með hringitóna mettur
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Erlendum fjárfestum líkar best
að stunda viðskipti sín í Bretlandi
og leggja fjármuni í verkefni þar
í landi af öllum löndum í Evrópu.
Þetta segir í niðurstöðum nýlegr-
ar skýrslu, sem ráðgjafafyrir-
tækið Ernst & Young hefur tekið
saman um fjárfestingar í Evrópu
á fyrri helmingi ársins.
Í skýrslunni kemur fram að
erlendir fjárfestar lögðu til fé í
1.432 verkefna í Evrópu á tíma-
bilinu. Þetta er 288 verkefnum
meira en á sama tíma í fyrra.
Í skýrslunni segir að erlend-
ir fjárfestar frá öllum heims-
hornum hafi lagt fjármagn til
315 verkefna í Bretlandi. Þar af
voru 133 verkefni í Lundúnum.
Fjárfestingarnar voru næstum
því helmingi fleiri en verkefni af
þessum toga í Evrópu og hæsta
hlutfallið í álfunni.
Erlendir fjárfestar settu næst-
mesta fjármagnið í verkefni í
Frakklandi. En talsvert ber á milli
því fjármagn var sett í 181 verk-
efni þar í landi. Þýskaland var
þriðja í röðinni, Spánn í fjórða
sæti en Belgía í því fimmta en
63 verkefni þar í landi voru fjár-
mögnuð af erlendum fjárfestum.
Á sama tíma drógust fjárfest-
ingar saman í nokkrum löndum á
milli ára, meðal annars í Póllandi,
Ungverjalandi, Rússlandi og í
Tékklandi.
Meirihluti þeirra fjárfesta
sem settu fjármagn í verk-
efni í Bretlandi eru búsettir í
Bandaríkjunum. Í skýrslunni
kom hins vegar fram að indversk
fyrirtæki hafa aukið fjárfesting-
ar sínar í Bretlandi stórum á
síðastliðnum árum.
BRESKA ÞINGHÚSIÐ Í LUNDÚNUM
Fjárfestingar erlendra aðila jukust í Evrópu á
milli ára. Mesta aukningin varð í Lundúnum
í Bretlandi. MARKAÐURINN/GETTY IMAGES
Fjárfestum líst
best á Bretland
Langflestir erlendir fjárfestar settu fjármagn í verkefni í
Bretlandi, sem trónir yfir önnur lönd.
Stjórnendur rússnesku álfyrir-
tækjanna Rusal og Sual og for-
stjóri svissneska álfyrirtækis-
ins Glencore greindu frá því í
Moskvu í Rússlandi á mánudag
að fyrirtækin hefðu ákveðið að
sameinast um álframleiðslu.
Með sameiningunni hefur Alcoa
verið velt úr sessi sem stærsti
álframleiðandi í heimi.
Orðrómur þess efnis heyrðist
fyrr í sumar en forstjórar fyrir-
tækjanna neituðu að tjá sig um
hugsanlegan samruna.
Rusal á 66 prósent í samein-
uðu félagi en fyrirhugað er að
skrá það í kauphöll Lundúna í
Bretlandi innan 18 mánaða.
Eftir samninguna verður kan-
adíska fyrirtækið Alcan þriðja
stærsta fyrirtækið í þessum
geira í heim. Richard Evans,
forstjóri þess, sagði í samtali
við breska ríkisútvarpið að þrátt
fyrir að sætaskipti hafi orðið á
stærstu álfyrirtækjum í heimi
þá bæru Alcoa og Alcan enn
höfuð og herðar yfir hið nýja
sameinaða fyrirtæki á sviði
álbræðslu.
Samstarf Rusal og Sual er
síður en svo nýtt af nálinni en
fyrirtækin hafa um nokkurn tíma
unnið saman að álframleiðslu-
verkefnum í NV-Rússlandi.
Þá er Rusal, sem lengi var
þriðja stærsta álfyrirtæki í
heimi, eitt þeirra fyrirtækja
sem sýnt hefur áhuga á að reisa
álver á Norðurlandi. - jab
HÆSTRÁÐENDUR
ÁLRISANNA Viktor
Vekselberg, stjórnarfor-
maður Sual, rússneski
auðkýfingurinn Oleg
Deripaska, stjórnar-
formaður Rusal, og
Ivan Glencore, forstjóri
Glencore, tókust í
hendur á blaðamanna-
fundi í Moskvu á
mánudag þegar sam-
starfið var innsiglað.
MARKAÐURINN/AP
Nýr álrisi veltir
Alcoa úr fyrsta sæti