Fréttablaðið - 11.10.2006, Síða 36

Fréttablaðið - 11.10.2006, Síða 36
MARKAÐURINN 11. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR6 Ú T L Ö N D Stjórnir bílaframleiðendanna Renault og Nissan eru sagðar horfa til þess að bjóða banda- ríska bílaframleiðandanum Ford til samstarfs um bílaframleiðslu í Bandaríkjunum eftir að slitnaði upp úr viðræðum við General Motors (GM) í síðustu viku. Ford er í lítið betri stöðu en GM en fyrirtækið skilaði 123 milljóna dala eða rúmu 8,4 millj- arða króna tapi á öðrum fjórð- ungi ársins. Til að bæta afkom- una hefur fyrirtækið ákveðið að segja upp allt að 39.000 starfs- mönnum og loka 16 verksmiðjum í Bandaríkjunum fyrir árið 2008. Þá er búist við að fyrirtækið muni tilkynna í næsta mánuði hvort afráðið verði að selja dótt- urfyrirtæki þess sem framleiða Volvo, Jaguar, Land Rover og Aston Martin í næsta mánuði til þess að snúa rekstrinum til betra horfs. Stjórn Ford hefur neitað að tjá sig um umleitanir Carlos Ghosn, forstjóra Nissan og Renault, sem telur samstarf þriggja bílafram- leiðenda ákjósanlegan kost til að saxa á markaðshlutdeild jap- anska bílaframleiðandans Toyota í Bandaríkjunum. Kirk Kerkorian, einn stærsti hluthafinn í GM, lýsti yfir mik- illi óánægju með að viðræður við Renault og Nissan runnu út í sandinn í síðustu viku. Hann hefur nú hætt við að auka við hlut sinn í GM og er sagður íhuga að selja hlut sinn í fyrirtækinu. - jab CARLOS GHOSN Forstjóri Nissan og Renault, Carlos Ghosn, er sagður hafa boðið stjórn Ford samstarf á sviði bílafram- leiðslu í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Renault og Nissan ræða við Ford Hlutur japanska olíufé- lagsins Inpax í olíuvinnslu í Azadeganhéraði í Íran hefur minnkað talsvert frá því sem upphaflega var áætlað. Hlutur olíufélagsins, sem er í eigu japanska ríkisins, átti að vera 75 prósent en nú lítur út fyrir að hann verði einungis 10 pró- sent. Þetta er þvert á það sem forsvarsmenn Inpex sam- þykktu þegar þeir skrifuðu undir samkomulag um olíu- vinnslu á svæðinu fyrir fimm árum. Inpex mun engu að síður hafa samþykkt minni sneið af kökunni þar sem fjármögnun verk- efnisins hefur ekki gengið sem skyldi. Kostnaður við uppbygg- ingu á olíuvinnslusvæðinu í Azadeganhéraði er gríðarhár enda talinn geta numið um 2 milljörðum bandaríkjadala eða tæpum 138 milljörðum íslenskra króna. En talsvert er í húfi því reiknað er með að hægt verði að dæla um 26 milljörðum tunna af hráolíu af svæðinu. Til greina hefur komið að framkvæmdin færist á hend- ur þriðja aðila, hugsanlega til Frakka. Þetta mun þó ekki koma í veg fyrir að Japanar geti flutt inn olíu frá Íran þegar olíuvinnsla verður komin á fullt skrið á Azdegansvæðinu. - jab SAMNINGARNIR UNDIRRITAÐIR Hlutur Japana í olíuvinnslu í Azadeganhéraði hefur minnkað verulega frá því skrifað var undir samkomulag þess efnis árið 2001. Markaðurinn/AFP Japanar bera skarðan hlut frá borðiSala á hringitónum fyrir far- síma mun dragast saman um 20 prósent á þessu ári miðað við síðasta ár og eru blikur á lofti um að sá mikli vöxtur sem verið hefur í þessum geira sé á enda. Þetta kemur fram í skýrslu breska markaðsrannsóknafyrir- tækisins MusicAlly í síðustu viku. Velta á hringitónamarkaðnum nam 177 milljónum punda eða 22,6 milljörðum króna í Bretlandi á síð- asta ári. Salan hefur minnkað tals- vert á þessu ári og er búist við álíka samdrætti næstu fjögur árin. Verði það niðurstaðan má búast við að samdrátturinn nemi um 100 millj- ón pundum eða 12,8 milljörðum króna á tímabilinu. Að sögn Steves Myall, talsmanns fyrirtækisins, er ástæðuna fyrir samdrættinum meðal annars að finna í því að ýmsir agnúar fylgja kaupum á hringitónum fyrir farsíma. Þar á meðal eru bakreikning- ar að áskrift að hringitónum, sem komi illa við suma. En helsta ástæðan fyrir minni sölu á hringitónum eru vinsældir farsíma með mikið innra minni sem geta geymt tónlist á þjöppuðu formi. Þetta hefur gert það að verkum að farsímaeigendur hafa hlaðið tónlist úr tónlistarsafni sínu í heimilistölv- unni yfir í farsímann og gert lög úr sarpi sínum að hringitóni. - jab Markaður með hringitóna mettur Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Erlendum fjárfestum líkar best að stunda viðskipti sín í Bretlandi og leggja fjármuni í verkefni þar í landi af öllum löndum í Evrópu. Þetta segir í niðurstöðum nýlegr- ar skýrslu, sem ráðgjafafyrir- tækið Ernst & Young hefur tekið saman um fjárfestingar í Evrópu á fyrri helmingi ársins. Í skýrslunni kemur fram að erlendir fjárfestar lögðu til fé í 1.432 verkefna í Evrópu á tíma- bilinu. Þetta er 288 verkefnum meira en á sama tíma í fyrra. Í skýrslunni segir að erlend- ir fjárfestar frá öllum heims- hornum hafi lagt fjármagn til 315 verkefna í Bretlandi. Þar af voru 133 verkefni í Lundúnum. Fjárfestingarnar voru næstum því helmingi fleiri en verkefni af þessum toga í Evrópu og hæsta hlutfallið í álfunni. Erlendir fjárfestar settu næst- mesta fjármagnið í verkefni í Frakklandi. En talsvert ber á milli því fjármagn var sett í 181 verk- efni þar í landi. Þýskaland var þriðja í röðinni, Spánn í fjórða sæti en Belgía í því fimmta en 63 verkefni þar í landi voru fjár- mögnuð af erlendum fjárfestum. Á sama tíma drógust fjárfest- ingar saman í nokkrum löndum á milli ára, meðal annars í Póllandi, Ungverjalandi, Rússlandi og í Tékklandi. Meirihluti þeirra fjárfesta sem settu fjármagn í verk- efni í Bretlandi eru búsettir í Bandaríkjunum. Í skýrslunni kom hins vegar fram að indversk fyrirtæki hafa aukið fjárfesting- ar sínar í Bretlandi stórum á síðastliðnum árum. BRESKA ÞINGHÚSIÐ Í LUNDÚNUM Fjárfestingar erlendra aðila jukust í Evrópu á milli ára. Mesta aukningin varð í Lundúnum í Bretlandi. MARKAÐURINN/GETTY IMAGES Fjárfestum líst best á Bretland Langflestir erlendir fjárfestar settu fjármagn í verkefni í Bretlandi, sem trónir yfir önnur lönd. Stjórnendur rússnesku álfyrir- tækjanna Rusal og Sual og for- stjóri svissneska álfyrirtækis- ins Glencore greindu frá því í Moskvu í Rússlandi á mánudag að fyrirtækin hefðu ákveðið að sameinast um álframleiðslu. Með sameiningunni hefur Alcoa verið velt úr sessi sem stærsti álframleiðandi í heimi. Orðrómur þess efnis heyrðist fyrr í sumar en forstjórar fyrir- tækjanna neituðu að tjá sig um hugsanlegan samruna. Rusal á 66 prósent í samein- uðu félagi en fyrirhugað er að skrá það í kauphöll Lundúna í Bretlandi innan 18 mánaða. Eftir samninguna verður kan- adíska fyrirtækið Alcan þriðja stærsta fyrirtækið í þessum geira í heim. Richard Evans, forstjóri þess, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að þrátt fyrir að sætaskipti hafi orðið á stærstu álfyrirtækjum í heimi þá bæru Alcoa og Alcan enn höfuð og herðar yfir hið nýja sameinaða fyrirtæki á sviði álbræðslu. Samstarf Rusal og Sual er síður en svo nýtt af nálinni en fyrirtækin hafa um nokkurn tíma unnið saman að álframleiðslu- verkefnum í NV-Rússlandi. Þá er Rusal, sem lengi var þriðja stærsta álfyrirtæki í heimi, eitt þeirra fyrirtækja sem sýnt hefur áhuga á að reisa álver á Norðurlandi. - jab HÆSTRÁÐENDUR ÁLRISANNA Viktor Vekselberg, stjórnarfor- maður Sual, rússneski auðkýfingurinn Oleg Deripaska, stjórnar- formaður Rusal, og Ivan Glencore, forstjóri Glencore, tókust í hendur á blaðamanna- fundi í Moskvu á mánudag þegar sam- starfið var innsiglað. MARKAÐURINN/AP Nýr álrisi veltir Alcoa úr fyrsta sæti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.