Fréttablaðið - 11.10.2006, Síða 38

Fréttablaðið - 11.10.2006, Síða 38
MARKAÐURINN 11. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR8 F R É T T A S K Ý R I N G Greiningardeildir viðskiptabankanna spá almennt góðum hagnaði félaga í Kauphöll Íslands fyrir þriðja ársfjórðung. Tvenn stórtíðindi gætu gerst á ársfjórðungnum; að Kaupþing setji hagnaðarmet á einum árs- fjórðungi og heildarhagnaður fyrirtækja í Kauphöll fari yfir eitt hundrað milljarða króna á fjórðungnum í fyrsta sinn. Við gerð þessarar fréttar er stuðst við afkomuspár Glitnis og Landsbankans en Kaupþing birtir sínar tölur í dag og er því aðeins stuðst við nokkur fyrirtæki úr spá bankans. GÓÐ SKILYRÐI FYRIR BANKA Það er orðin hálfgerð klisja að tala um ofur- hagnað fjármálafyrirtækjana en staðreyndin er einfaldlega sú að heildarhagnaður þeirra heldur bara áfram að vaxa og vaxa. Innkoma Existu á hlutabréfamarkað og góð skilyrði hjá fjármálafyrirtækjum veldur því að met- hagnaður verður á rekstri þeirra á þriðja ársfjórðungi. Tekjur bankanna koma aðallega úr þremur áttum; hreinar vaxtatekjur, þóknanatekjur og fjárfestingatekjur. Þar sem síðasti ársfjórð- ungur var einkar góður á hlutabréfamarkaði, eins og sýndi sig í fimmtán prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar, ætti gengishagnaður að vera áberandi í uppgjörum banka og annarra fjármálafyrirtækja. Glitnir spáir því að heildarhagnaður þeirra fimmtán félaga sem bankinn horfir til verði samanlagður 94 milljarðar króna. Þar af er hagnaður fjármálafyrirtækja áætlaður um 84 milljarðar. Landsbankinn reiknar með minni heildarhagnaði sextán félaga eða rúmum 74 milljörðum króna, þar af nemi hagnaður fjármálafyrirtækja yfir 68 milljörðum króna. Alls auka fyrirtækin hagnað sinn um 70 pró- sent á milli ára, miðað við spá Landsbankans, en ef Exista er tekið með í reikninginn nemur aukningin 130 prósentum. Hér sést því berlega að lítið þarf upp á til að hagnaður allra fyrirtækja fari yfir eitt hundrað milljarða króna á þriðja ársfjórð- ungi. Ef spádómar Glitnismanna rætast þá næst það takmark, enda spáir Glitnir ekki fyrir eigin afkomu. MET FALLA Kaupþing er í sérflokki hvað öll fyrirtæki snertir en meðaltalsspá hinna bankanna fyrir bankann hljóðar upp á 35,2 milljarða. Þegar haft er í huga að Kaupþing, Glitnir, Landsbankinn og Straumur skiluðu saman- lagt 31 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs er um allverulega upphæð að ræða. Að vísu munar miklu á spám Glitnis og Landsbankans gagnvart Kaupþingi, tæpum 8,3 milljörðum króna. Burðarás á hagnað- armet á einum ársfjórðungi sem var sett á öðrum árshluta árið 2005 þegar félagið skilaði tæplega tuttugu milljarða hagnaði eftir góða sölu á Eimskipafélaginu. Þetta met stendur ekki lengur óhaggað. Íslandsmetið í hagnaði á einu ári á Exista, sem skilaði fimmtíu milljarða króna hagnaði í fyrra en þá var félagið reyndar óskráð. Víst er að þetta met fellur einnig þar sem hagnað- ur Kaupþings á fyrstu níu mánuðunum stefn- ir í það að verða 67 milljarðar króna. Fyrir árið í heild er bankanum spáð hagnaði upp á 78,4 milljarða króna en til samanburðar liggur hagnaður Glitnis og Landsbankans á bilinu 33-34 milljarðar fyrir sama tímabil. Gengishagnaður af sölu hlutabréfa í Existu og skráning þess á markað myndar stóran hluta hagnaðar Kaupþings á þriðja ársfjórð- ungi en einnig ættu hlutabréfamarkaðir hér innanlands og á hinum Norðurlöndunum að gefa vel af sér. Áfram er reiknað með áfram- haldandi vexti þóknanatekna hjá bankanum en að vaxtatekjur dragist saman frá öðrum ársfjórðungi sökum minnkandi verðbólgu. Exista, félag sem hefur verið tengt Kaupþingi sterkum böndum, skilar einn- ig góðu búi á þriðja ársfjórðungi en tveir af stærstu eignarhlutum félagsins, bréf í Bakkavör og Kaupþingi hækkuðu snarpt á fjórðungnum. Markaðsaðilar spá félaginu 22,2 milljarða hagnaði á þriðja ársfjórðungi en Exista tapaði yfir þremur milljörðum á fyrri hluta ársins. DREGUR ÚR HREINUM VAXTATEKJUM Glitni og Landsbankanum er einnig spáð góðu gengi á þriðja ársfjórðungi en þar sem enginn „óvæntur glaðningur“ fellur til eins og hjá FRÁ FJÖLMENNUM AFKOMUFUNDI GLITNIS Í SÍÐUSTU VIKU Samkvæmt spám greiningardeilda verður Kaupþing í sérklassa á þriðja ársfjórðungi og er búist við að hagnaður bankans verði 35 milljarð- ar króna. Rekstraraðstæður voru almennt fjármálafyrirtækjum hagstæðar á þriðja ársfjórðungi og taka þau mestan hluta hagnaðar til sín. MARKAÐURINN/GVA Nást 100 milljarðar króna í hús? Fjármálafyrirtæki munu taka mesta hagnaðinn til sín nú þegar afkomutölur fara að birtast á nýjan leik. Kaupþing verður í sérflokki og slær hagnaðarmet Burðaráss og Existu gangi spár markaðsað- ila eftir. Eggert Þór Aðalsteinsson rýnir í afkomuspár viðskiptabankanna og telur ekki loku fyrir það skotið að heildarhagnaður verði rúmir 100 milljarðar. M E Ð A L T A L S S P Á R M A R K A Ð S A Ð I L A U M A F K O M U F É L A G A Á 3 . Á R S F J Ó R Ð U N G I * Kaupþing 35.203 Exista 22.245 Glitnir 7.691 Landsbanki 6.174 FL Group 5.634 Straumur 5.210 Avion Group 4.658 Actavis 2.095 Bakkavör 1.698 Tryggingamiðstöðin 1.160 Mosaic Fashions 1.117 Atorka Group 575 Vinnslustöðin 394 Össur 348 Icelandic Group 188 Marel -12 Alfesca -219 Dagsbrún -1.982 Heildarhagnaður 90.481 * Byggt á afkomuspám Glitnis og Landsbank- ans. Auk þess hefur Kaupþing gefið út spár fyrir Actavis, Alfesca, Bakkavör, Marel, Vinnslustöðina og Össur. Allar tölur í milljón- um króna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.