Fréttablaðið - 11.10.2006, Side 46

Fréttablaðið - 11.10.2006, Side 46
■■■■ { sendum grýluna heim } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■6 Lars Lagerbäck er fæddur 16. júlí 1948. Hann tók við stjórn sænska landsliðsins eftir EM 2004. Árið 1997 var Lagerbäck ráðinn sem aðstoðarmaður Tommy Söderberg og frá árinu 2000 og fram yfir EM 2004 stýrðu þeir Lagerbäck og Söderberg lið- inu í samein- ingu. Söder- berg hætti sem landsliðsþjálf- ari eftir EM 2004 og tók við ungmennaliði Svía og eftir það hefur Lagerbäck stýrt liðinu einn. Lagerbäck þykir mjög rólegur maður og oft á tíðum full róleg- ur að margra mati. Hann mátti t.d. sæta töluverðri gagnrýni á HM í sumar fyrir að bregðast ekki nógu skjótt við þegar illa gekk. Fjölmiðlar í Svíþjóð gagnrýndu Lagerbäck töluvert fyrir að nota Christian Wilhelmsson lítið og þá sérstaklega í leiknum gegn Þjóð- verjum, þar sem Svíar töpuðu 2-0, en þá kom Wilhelmsson ekki inn á fyrr en á 68. mínútu. Lagerbäck hefur tilkynnt að hann muni hætta sem landsliðs- þjálfari Svía eftir EM 2008. - dsd Yfirvegaður þjálfari Lars Lagerbäck þykir mjög snall þjálfari og hefur náð góðum árangri með landsliðið. Pétur Hafliði Marteinsson var val- inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina tvo gegn Lettum og Svíum en þurfti því miður að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla. Frétta- blaðið náði tali af Pétri og spurði hann um íþróttamenninguna í Sví- þjóð. „Svíþjóð er mikil íþróttaþjóð. Fótboltinn er vinsælasta íþróttin en Svíar eiga heimsmeistara í ótrúlega mörgum íþróttum. Íþróttamenning- in er eiginlega mögnuð og það er mikil mótsögn í henni hér í Svíþjóð, það má enginn standa upp úr í Sví- þjóð en hins vegar eru þeir góðir í öllum íþróttum. Ég held að það sé svo rík hefð hér í Svíþjóð að krakk- ar eru aldir upp í íþróttum og þeir hafa haft fyrirmyndir í svo mörgum íþróttum um árin.“ „Svíar tala töluvert um að það muni vanta ákveðna lykilmenn í leiknum, Ljungberg er meiddur, Linderoth á von á barni og verður bara á fæðingardeildinni og svo er Ibrahimovic ekki með, eins og frægt er orðið. Fjölmiðlar segja einnig að Íslendingar séu mjög misjafnir og að Svíar eigi að vinna þennan leik en aðrir hræðast leikinn,“ sagði Pétur og hann var alveg klár á því hver helsti styrkleiki sænska liðsins væri. „Það er geysileg breidd í sænska liðinu, t.d. kom Johan Elmander inn í sænska liðið fyrir Ibrahimovic í síðasta leik og stóð sig frábærlega. Elmander er allt öðruvísi leikmaður og það verður allt öðruvísi spil hjá liðinu. Sænska liðið spilar mjög vel sem lið og menn leggja sig mikið fram hver fyrir annan. Vissulega er ekki sami glans yfir liðinu þegar stjörnur þess eru ekki með en samt sem áður eru þetta allt strákar sem hafa verið í hópnum lengi og þekkja þetta leikkerfi. Þó að Svíar spili ekkert rosalega vel þá lenda þeir sjaldan í vand- ræðum vegna þess að þeir eru svo stöðugir,“ sagði Pétur um sænska liðið. „Eiður er okkar stærsta stjarna en við erum með mjög góða leikmenn í flestu stöðum. Við erum t.d. með tvo mið- verði sem spila í ensku úrvalsdeild- inni í hverri viku, svo erum við með Brynjar Björn sem hefur bæði spilað í ensku úrvalsdeildinni og í fyrstu deildinni og svo erum við með stráka sem hafa verið að spila mikið í Skandinavíu. Það sem hefur vantað er kannski bara það að við höfum meiri trú á því sem við erum að gera og finnum okkar takt. Ég vil meina að ef við tökum leikmann fyrir leikmann þá eru Svíarnir ekk- ert mikið betri einstaklingar heldur en við en hins vegar eru þeir mikið betri liðsheild og hafa sýnt það í gegnum tíðina,“ sagði Pétur um íslenska liðið. Pétur sagði að vissulega væri leiðinlegt að missa af þessum leik. „Þessi leikur hefur kannski sérstaka þýðingu fyrir mig þar sem ég hef spilað í Svíþjóð og búinn að búa lengi hérna en þetta er bara eitt- hvað sem maður verður að taka. Að sjálfsögðu hefði ég viljað taka þátt í þessum leik,“ sagði Pétur sem spáir Íslendingum 2-1 sigri í dag. „Ég held að íslensku strákarnir hljóti að mæta í þennan leik eins og grenjandi ljón og mæta Svíunum af hörku. Svíar koma í þennan leik fullir sjálfstrausts en ég held að þeir séu samt sem áður hræddir við að mæta Íslendingum.“ - dsd Svíar eru hræddir Pétur Hafliði Marteinsson hefur leikið í Svíþjóð í nokkur ár en missir af þessum leik vegna meiðsla. Pétur Marteinsson fagnar marki sem hann skoraði gegn Færeyingum. Pétur getur því miður ekki tekið þátt í leiknum í dag vegna meiðsla. Pétur Hafliði Marteinsson var í liði Hammarby sem sigraði Malmö. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.