Fréttablaðið - 11.10.2006, Page 50
MARKAÐURINN
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Eggert Þór Aðalsteinsson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Jón Skaftason, Óli
Kristján Ármannsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Anna Elínborg Gunnarsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG:
ritstjorn@markadurinn.is og auglysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf.
dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
eggert@markadurinn.is l haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l
jonab@markadurinn.is l jsk@markaðurinn.is l olikr@markadurinn.is
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
11. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR12
S K O Ð U N
Margir atvinnurekendur nýta
þann kost að fá umsagnir um
umsækjendur starfa og algengt
er að hringt sé í fyrrverandi
vinnuveitendur til að fá upp-
lýsingar. Umsagnir geta þjónað
ágætum tilgangi en nauðsynlegt
er að fá leyfi umsækjanda til
að hringja í umsagnaraðila og
fyrrverandi vinnuveitendur því
oft eru þeir ekki búnir að segja
upp stöðu sinni og málið því á
viðkvæmu stigi.
Margir atvinnurekendur í
Bretlandi og Bandaríkjunum
eru hræddir við að gefa umsagn-
ir eða meðmæli um fyrrverandi
starfsmenn, nema helstu upplýs-
ingar um starf þeirra og vinnu-
tíma, vegna hættu á að vera
lögsóttir. Samkvæmt lögum í
Bandaríkjunum þarf fyrrver-
andi atvinnuveitandi aðeins að
gefa upp upplýsingar um dag-
inn sem starfsmaður var ráðinn,
daginn sem hann varð viðskila
við fyrirtækið, hvaða stöðu hann
gegndi og síðustu mánaðarlaun
hans. Þá ráðleggja lögfræðingar
fyrirtækjum þar að halda sig við
þá lýsingu.
Í tímaritinu Personnel Journal
er tekið dæmi af starfsmanni
sem réði sér einkaspæjara til
þess að finna út hvað fyrrverandi
atvinnuveitandi hefði um hann
að segja. Atvinnuveitandinn
sagði hann vera gagnslausan,
siðgæðisvitund hans væri ábóta-
vant og að hann væri fjand-
samlegur umhverfi sínu. Ekki
þarf að spyrja að leikslokum, en
starfsmaðurinn kærði atvinnu-
veitandann fyrrverandi fyrir
ærumeiðingar og róg og fékk
greiddar 1,9 milljónir dala í sinn
hlut.
Réttmæti og áreiðanleiki
umsagna eru ekki mikil. Þrátt
fyrir það eru umsagnir mikið
notaðar og í tímaritinu HR
Focus völdu starfsmannastjórar
umsagnir og meðmæli sem
aðra besta aðferð af níu aðferð-
um við að velja starfsmenn. Á
Íslandi hafa ekki verið sett lög
um hvað atvinnurekandi má eða
má ekki gefa upp í umsögnum
um starfsmenn en auðvelt er að
auka áreiðanleika og réttmæti
umsagna með því að búa til form.
Með stöðluðu formi með upplýs-
ingum um starfsmenn er hægt
að einblína á persónueinkenni
sem nauðsynleg
eru fyrir starfið
þar sem áhersla
er lögð á stað-
reyndir frekar
en huglægt mat
á aðilum.
Sif Sigfúsdóttir
MA í mannauðs-
stjórnun.
Umsagnir um
starfsmenn
U M V Í Ð A V E R Ö L D
Þó árið 2006 sé enn ekki liðið,
hefur það verið áhugavert fyrir
vogunarsjóði. Eftir fremur lit-
laust ár 2005, var upphaf þessa
árs gott, og byrjaði reyndar með
sprengikrafti en í maí gekk vog-
unarsjóðum illa ásamt mark-
aðnum í heild þegar mikið fall
varð á verðbréfamörkuðum. Með
nokkrum sanni má segja að upp-
haf erfiðleikanna megi rekja til
gengisfalls íslensku krónunnar,
en þegar svokallaðir hávaxta-
gjaldmiðlar eins og krónan og
nýsjálenski dollarinn snarlækk-
uðu fór að bera á merkjum þess
að fjárfestar væru að missa
„lystina“ á áhættu. Í maí sl. kom
svo skellurinn, þegar markað-
ir féllu mikið og vaxtamarkaðir
(e. emerging markets) snarféllu.
Nærtækasta dæmið er Tyrkland,
sem féll um 25 prósent og ofan á
lækkun markaða kom 10 prósenta
gengisfall tyrknesku lírunnar,
þannig að í einu vetfangi misstu
erlendir fjárfestar 35 prósent af
tyrkneskum eignum sínum.
Þessar hræringar leiddu til
þess að fjárfestar í vogunarsjóð-
um töpuðu á fjárfestingum sínum
í þeim og þá heyrðust raddir þess
efnis að vogunarsjóðir ættu ekki
að falla svona með mörkuðunum
heldur geta verndað gegn slík-
um áföllum. En málið er ekki
svona einfalt. Ef vogunarsjóð-
ir hefðu viljað hagnast á slíku
falli, hefðu þeir þurft að setja
skortstöðu á markaðinn fyrr á
árinu, sem hefði þýtt minni hagn-
að þeirra í uppsveiflunni sem á
undan gekk. Flestir þeirra komu
sér í skortstöðu er markaðurinn
byrjaði að hreyfast niður á við.
Þessi tímasetning er ansi erfið
og hefur verið líkt við að reyna
að grípa hárbeittan hníf í frjálsu
falli. Þessar skyndilegu mark-
aðshreyfingar leiddu til nokkurs
taps hjá vogunarsjóðum. Við hér
hjá Asset Alliance rekum sjóða-
sjóð, sem er með fjárfestingar í
sjóðum í Austur-Evrópu, sem m.a.
fjárfesta í Tyrklandi. Á meðan
markaðurinn féll um rúmlega
20 prósent í maí náðum við að
vernda fjárfesta frá 80 prósent-
um af fallinu, þannig að lækkun
sjóðasjóðs okkar var ekki nema
4 prósent í mánuðinum. Þessi lág-
mörkun taps í fallandi markaði er
gott dæmi um það meginhlutverk
vogunarsjóða að vernda fjárfesta
gegn áhrifum slíkra sveiflna og
græða í hækkandi sem lækkandi
mörkuðum yfir lengri tíma litið,
en með sanni má segja að erfitt
er að vernda fjárfesta algjörlega
þegar svona snöggar leiðrétting-
ar verða.
Nýliðið sumnar var frek-
ar flatt og flestir bjuggust við
betri tíð í haustbyrjun. En þá
komu nýjar slæmar fréttir, er
einn vogunarsjóður, Amaranth,
tapaði á stuttum tíma nær helm-
ingi eigna sinna, um 200 milljörð-
um íslenskra króna, vegna stórra
og illa verndaðra stöðutekna í
gasi, en þessi eignalækkun
nemur um fimmföldu verðmati
á Icelandair Group samkvæmt
fréttum. Amaranth er svokall-
aður multi-strategy sjóður, sem
fjárfestir í öllum mörkuðum,
með það að markmiði á ná stórri
og góðri áhættudreifingu fyrir
fjárfesta. Eftir langt tímabil mik-
ils hagnaðar sjóðsins, tókst illa
til með áhættudreifinguna, þar
sem áhættumörkin sem sjóður-
inn þurfti að takmarka sig við
voru hækkuð jafnt og þétt, og
yfirmenn leyfðu sjóðateyminu að
taka stórar stöður sem í raun
var ekki hægt að vernda. Þegar
markaðurinn fór á móti stöðum
þeirra þurfti Amaranth að selja
inn í fallandi markað, en vegna
stærðar þeirra dró það markað-
inn enn frekar niður. Keppinautar
þeirra notuðu tækifærið og tóku
stöður á móti þeim og skortuðu
markaðinn sem enn frekar flýtti
falli Amaranth, á meðan keppi-
nautarnir græddu. Nú er verið að
loka sjóðnum þar sem fjárfestar
vilja út og þar með er rúmlega
400 milljarða króna sjóður allur
og er það mesti skellur meðal
vogunarsjóða síðan Long Term
Capital Management féll fyrir
rúmum átta árum. Þegar Long
Term Capital Management féll
féllu markaðir með þar sem
stöður þeirra sem þeir þurftu að
losna úr drógu markaði alls stað-
ar með sér. Það að þetta gerðist
ekki núna, heldur tók JP Morgan
fjárfestingarbankinn og vogun-
arsjóðurinn Citadel á sig allar
stöður Amaranths, er dæmi um
það hversu fjármálamarkaðir
eru mun stöðugri nú til dags en
fyrir átta árum. Þrátt fyrir þetta
fall Amaranth og erfitt ár stend-
ur vogunarsjóðageirinn sig vel
innan fjármála og er orðinn að
viðurkenndum fjárfestingarkosti
sem stærstu fjárfestar heims
fjárfesta í til þess að fá áhættu-
dreifingu og afköst af fjármagni
sínu umfram afköst markaðar-
ins, eða svo kallað alpha. Það
sem fjárfestar geta þó lært af
þessari sögu Amaranth sjóðsins
er að þeir þurfa að horfa á marga
markaði samtímis til að vega
og meta hvar hættan gæti falist
og gæta vel að þeirri áhættu,
sem vogunarsjóðir taka, áður en
þeir ákveða að fjárfesta í þeim
beint eða í gegnum sjóðasjóði.
Amaranth dæmið gefur ekki til-
efni fyrir fjárfesta að hætta fjár-
festingum í vogunarsjóðum, þær
eru mikils virði fyrir eignasöfn
vegna áhættudreifingar, og þá
sérstaklega til að minnka áhrif
frá snöggum sveiflum, líkt og
gerðist í maí síðastliðnum.
Litríkt ár vogunarsjóðanna
Brynjar
Agnarsson,
sölu og
markaðsstjóri Asset
Alliance í London
O R Ð Í B E L G
Með nokkrum sanni má segja að upphaf erfiðleikanna megi rekja til geng-
isfalls íslensku krónunnar, en þegar svokallaðir hávaxtagjaldmiðlar eins og
krónan og nýsjálenski dollarinn snarlækkuðu fór að bera á merkjum þess að
fjárfestar væru að missa „lystina“ á áhættu.
„Það munu allir kokkar í eldhúsum Íslands gleðjast,“ voru orð
landbúnaðarráðherra þegar kynntar voru tillögur til lækkunar
matarverðs. Það er væntanlega rétt, en kyndarar efnahagslífsins
kætast einnig og munu væntalega moka kolum sínum sem aldrei
fyrr og er þó suðumarkinu þegar náð.
Skattalækkanir á matvöru sem kynntar voru eru í sjálfu sér
jákvæðar. Boðun þeirra nú er það hins vegar ekki og fyrri skatta-
lækkanir voru í meira lagi varasamar við núverandi kringum-
stæður. Með vexti efnahagslífsins opnast ýmsir möguleikar fyrir
stjórnmálamenn til endurskoðunar skattkerfisins og margt sem
bendir til að einfaldara og skilvirkara
skattkerfi skili jafn miklu eða meiru til
samneyslunnar. Liður í því væri til að
mynda flatur skattur. Með því að fara
með matvöru í sjö prósenta skatt getur
reynst erfitt að fara í flatan skatt. Það
myndi þýða að hækka þyrfti matarskatt
á ný ef halda á í einfalt kerfi. Slíkt er
pólitískt afar erfitt.
Viðskiptaráð kynnti á sínum tíma
hugmyndir um fimmtán prósenta flat-
an skatt. Þær hugmyndir eru allrar
athygli verðar. Ekki er óhugsandi að
sátt næðist um slíkar tillögur, enda
þótt skattprósentan yrði eitthvað hærri.
Átján prósent eru ekki fjarri lagi. Það
myndi þýða að skattur á matvöru
þyrfti að fara úr sjö prósentum í átján.
Fjármagnstekjuskattur færi úr tíu í
átján. Það yrði erfitt fyrir stjórnmála-
menn að réttlæta fyrri hækkunina, en
auðvelt með þá seinni. Hins vegar þarf
að gæta að því að þeir sem mestan
hag eiga undir fjármagnstekjum eru
jafnframt í bestri aðstöðu til að greiða
atkvæði með fótunum og flytja eignir
sínar úr landi.
Það eru í sjálfu sér allir sammála um
að það þarf að lækka matarverð. Afnám
og einföldun tolla er sennilega besta
og varanlegasta meðalið til þess. 24,5
prósenta virðisaukaskattur er líka hár skattur á nauðsynjavöru.
Hins vegar verður ekki undir það tekið að tímasetningarnar
séu góðar. Ákvörðunar um skattalækkun fer þegar að gæta í
væntingum á markaði og í kauphegðun fólks. Til skamms tíma
dregur úr verðbólgu, en síðan leitar þrýstingurinn útgöngu ann-
ars staðar í hagkerfinu. Tímasetningin er á engan hátt miðuð við
hagsveifluna, heldur við kosningarnar framundan. Með þessum
ákvörðunum tökum við mikla áhættu og gætum misst hagkerfið
úr böndunum þegar hilla tekur undir að við náum tökum á því á
ný. Það er ekki ábyrg stjórnun efnahagsmála.
Við teflum á tæpasta vað og hætt er við að kæti kokkanna
minnki eitthvað þegar fer að sjóða upp úr pottunum hvað þá
ef einhver brennir sig, en slíkt hendir stundum þegar farið er
óvarlega með eld.
Þenslueinkennin enn í fullum gangi þegar
kosningagleðin tekur völdin.
Þegar kokkarnir
eru þagnaðir
Hafliði Helgason
Til skamms tíma dreg-
ur úr verðbólgu, en
síðan leitar þrýsting-
urinn útgöngu annars
staðar í hagkerfinu.
Tímasetningin er á
engan hátt miðuð við
hagsveifluna, held-
ur við kosningarnar
framundan. Með þess-
um ákvörðunum tökum
við mikla áhættu og
gætum misst hag-
kerfið úr böndunum
þegar hilla tekur undir
að við náum tökum á
því á ný. Það er ekki
ábyrg stjórnun efna-
hagsmála.