Fréttablaðið - 11.10.2006, Síða 66

Fréttablaðið - 11.10.2006, Síða 66
 11. október 2006 MIÐVIKUDAGUR16 Sir Sean Connery er sjálfsagt þekktastur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndum um njósnarann James Bond, þótt hann hafi komið víða við á löngum og farsælum ferli. Connery vann margvísleg störf áður en hann sneri sér að leik- listinni, fægði meðal annars líkkistur, vann sem mjólkurpóstur og síðast en ekki síst fyrirsæta sem átti þátt í að ryðja fyrir hann brautina inn í kvikmyndirnar. Hann var þó lengi að vinna sig upp í áliti og átti erfitt með að fóta sig í kvik- myndaheiminum eftir áralanga velgengni sem njósnari hennar hátignar. Um miðjan níunda áratuginn hlaut Connery hins vegar uppreisn æru með leik í myndum á borð við The Name of the Rose (1986), Highlander (1986) og The Untouchables (1987), en fyrir hana hlaut hann Óskarsverðlaun fyrir aukahlutverk karla. 1. The Untouchables (1987). Lítil sveit innan alríkislögreglunnar einsetur sér að ráða niður- lögum glæpaforingjans Al Capone. Connery er feikisterkur í hlutverki hins heiðvirða Jim Malones. Hreimur hans í myndinni var reyndar seinna valinn sá versti í kvikmyndasögunni af tímaritinu Empire. 2. From Russia With Love (1963). Í annarri myndinni um 007 þarf Bond að kljást við rússnesku leyniþjónustuna. Margt af því sem er kynnt í myndinni, eins og sérstök saga áður en sjálf aðalsagan hefst, átti eftir að liggja til grund- vallar seinni myndum. Af mörgum talin sú besta í seríunni og Connery eitilharður sem Bond. 3. The Hunt for Red October (1990). Rússnesk- ur kafbátur stefnir inn í bandaríska lögsögu og setur samband heimsveldanna í hættu. Fyrsta myndin af fjórum um leyniþjónustumanninn Jack Ryan er sú besta og Connery kemur sterkur inn sem sovéskur skipstjóri þrátt fyrir skoska hreiminn og dularfulla hárkollu. Þess má geta að Connery er nánast ætíð með hártopp í kvikmyndum sínum. 4. The Name of the Rose (1986). Munkur og aðstoðarmaður hans eru fengnir til að rann- saka dularfull dauðsföll í einangruðu klaustri. Sumum þykir þessi aðlögun á samnefndri skáldsögu Umbertos Eco hafa elst illa, en hún þótti stórgóð á sínum tíma og hvað svo sem hverjum þykir stendur Connery sig vel. 5. Highlander (1986). Ódauðlegur maður og erkifjandi hans keppast um að verða dauðlegir. Sé horft framhjá fjarstæðukenndum söguþræði, frönskum hreim Christophers Lambert í hlut- verki Skota og aftur skoskum hreim Connerys sem Spánverja er myndin hin besta skemmtun. Hún gat hins vegar af sér afleitar framhalds- myndir. TOPP5: SEAN CONNERY VISSIR ÞÚ... að söngvarinn Sir Elton John heitir réttu nafni Reginald Kenneth Dwight? að hann fæddist 25. mars 1947 í Pinner á Englandi? að hann var að mestu alinn upp af móður sinni og kvenkyns ættingjum? að hann hóf að spila á píanó fjög- urra ára gamall? að hann hlaut skólastyrk í virtan tónlistarskóla ellefu ára gamall? að fyrsta hljómsveit Dwights hét Bluesology? að árið 1967 breytti hann nafni sínu í Elton John? að þá sama ár hófst samstarf hans við textahöfundinn Bernie Taupin? að hann hefur selt yfir 250 milljónir hljómplatna og diska? að yfir fimmtíu lög hans hafa komist á topp-40 listann? að þetta gerir hann einn af farsæl- ustu tónlistarmönnum allra tíma? að hann var mjög áberandi og hafði mikil áhrif á heim rokktónlistar á áttunda áratugnum? að Elton John var kvæntur en lét hafa eftir sér í Rolling Stones árið 1976 að hann væri tvíkynhneigður? að hann hefur dregið þá staðhæf- ingu til baka og lítur nú á sig sem samkynhneigðan? að árið 1997 var ár mikilla and- stæðna hjá Elton? að það ár hélt hann upp á fimmtíu ára afmæli sitt með pompi og prakt en síðar sama ár missti hann tvo góða vini? að það voru Gianni Versace og Díana prinsessa? að í kjölfar láts Díönu gaf Elton út lagið Candle in the wind með nýjum texta? að lagið rokseldist? að Elton hefur í gegnum árin átt í miklum vandræðum með að takast á við frægðina? að hann hefur átt við fíkniefna- vanda að stríða svo og þunglyndi og búlimíu? að hann hefur verið stutt baráttu gegn alnæmi í fjöldamörg ár? að hann var sleginn til riddara árið 1998? – Mest lesið Þetta gæti tekið tíma Er fasteignin þín ekki í mest lesna fasteignablaðinu? Þegar hægist um á fasteignamarkaði er mikilvægara en nokkru sinni að auglýsa á besta staðnum. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup* lesa 40% fleiri Íslendingar á aldrinum 25–49 ára Allt-fasteignir en Fasteignablað Morgunblaðsins. Vertu viss um að eignin þín nái athygli sem flestra! *Samkvæmt könnun Gallup, maí 2006 F í t o n / S Í A Upplýsingar, viðburðir, afþreying og fréttir Upplýsingar, viðburðir, afþreying og fréttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.