Fréttablaðið - 11.10.2006, Side 67

Fréttablaðið - 11.10.2006, Side 67
MIÐVIKUDAGUR 11. október 2006 23 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.444 +0,41% Fjöldi viðskipta: 413 Velta: 6.618 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 69,70 +1,02% ... Alfesca 4,97 -1,39% ... Atlantic Petroleum 580,00 +1,05% ... Atorka 6,50 -0,61% ... Avion 30,30 -1,62% ... Bakkavör 58,40 -0,17% ... Dagsbrún 5,08 +0,00% ... FL Group 22,90 +0,44% ... Glitnir 20,90 +0,97% ... Kaupþing 884,00 -0,34% ... Landsbankinn 27,00 +1,12% ... Marel 80,00 +0,00% ... Mosaic Fashions 17,20 +0,59% ... Straumur-Burðarás 17,00 +0,00% ... Össur 124,00 +0,00% MESTA HÆKKUN Icelandic Gr. +1,26% Landsb. +1,12% Atlantic Petroleum +1,05 MESTA LÆKKUN Avion -1,62% Alfesca -1,39% Atorka -0,61% Umsjón: nánar á visir.is Evrópska samstæðan EADS, móðurfélag evrópska flugvéla- framleiðandans Airbus, er sögð ætla að segja upp allt að 10.000 manns sem starfa hjá Airbus og loka verksmiðjum í hagræðingar- skyni á næstu fjórum árum. Hvorki liggur fyrir hvar starfs- mönnum verður sagt upp né hvaða verksmiðjum, sem eru 16 talsins í Evrópu, verður lokað. Ákvarðanirnar eru liður í endur- skipulagningu á rekstri Airbus í kjölfar forstjóraskipta hjá félag- inu í fyrradag en þá sagði Christi- an Streiff, forstjóri félagsins, upp starfi sínu eftir að sló í brýnu á milli hans og stjórnar EADS. Louis Gallois, aðstoðarforstjóri EADS, hefur tekið við starfi hans. - jab FORSTJÓRI AIRBUS Stjórn EADS, móður- félags Airbus, er sagt horfa til mikillar endurskipulagningar í rekstri félagsins eftir að Louis Gallois, nýráðinn forstjóri Airbus, tók til starfa í fyrradag. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Hagrætt hjá Airbus Bandaríski verkfræðingurinn og frumkvöðullinn Ray Noorda lést á heimili sínu í Salt Lake City í Utah í Bandaríkjunum á mánudag, 82 ára að aldri. Noorda stofnaði hugbúnaðar- fyrirtækið Novell árið 1983 og er helst minnst fyrir ritvinnsluforrit- ið WordPerfect, sem Novell setti á markað á níunda áratug síðustu aldar en laut í lægra haldi í sam- keppninni við ritvinnsluforritið Word frá Microsoft. Þótt Bill Gates hafi kallað Noorda hinn „fúllynda afa tölvu- heimsins“ var hann mjög í háveg- um hafður innan tölvugeirans. - jab Frumkvöðull látinn RAY NOORDA E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 6 5 9 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.