Fréttablaðið - 11.10.2006, Page 76
11. október 2006 MIÐVIKUDAGUR32
Grínistinn David Walliams, sem
þekktastur er fyrir súrt skop-
skyn sitt í þáttunum Little Brita-
in, varpaði heldur betur
sprengju nýverið þegar hann
sagði að David Hassel-
hoff liti út fyrir að vera
nauðgari. Walliams
vísaði þarna til nýj-
asta myndbands
hans en þar sést
hvar Hassel-
hoff tekur mismunandi
konur á löpp og býður
þeim í bíltúr.
Vinsældir Hassel-
hoff hafa greinilega
ekkert dvínað þrátt
fyrir að aldurinn
sé farinn að fær-
ast yfir þessa
fyrrum hetju
Strandvarð-
anna, því
lagið sem
ber það
skemmti-
lega heiti
Jump in
My Car
er komið
í þriðja
sætið á breskum vinsældalist-
um.
Hasselhoff hikar ekki við að
nota slöngusæti þegar stúlkurn-
ar vilja ekki verða við bónum
hans um nánari kynni. „Mér
finnst eins og Hasselhoff ætli að
nauðga stúlkunum í þessu mynd-
bandi,“ sagði Walliams. Hassel-
hoff hefur margoft lýst því yfir
að hann vilji eignast kærustu en
ekki er víst að þessi yfirlýsing
Walliams eigi eftir að auðvelda
honum leitina.
Kæri Jón
Fögur var hlíðin er Lídó ég leit,
seinna í Tónabæ hlustaði á Slade
Þó að ég sé ekki svipur hjá sjón,
þá sest ég hér niður og skrifa þér
Jón.
Þú ætlar að lát‘ana fara í burtu,
flautana útaf og senda í sturtu.
Hver á að metta munnana
svanga,
Hún er bara tíu mánaða rétt
farin að ganga.
(Viðlag:)
Kæri Jón,
í þig vantar bæði líf og grúf
Þú er ekkert flón,
Ertu kannski að spekúlera að
kaupa RÚV
Í Kastljósi á kvöldin þeir karpa
út í eitt,
Tala og mala og segja ekki neitt
Ímyndið ykkur þá ferlegu kvöð,
Ef hér væri bara ein fréttastöð
(Viðlag:)
Kæri Jón,
í þig vantar bæði líf og grúf
Þú er ekkert flón
Ertu kannski að spekúlera að
kaupa RÚV
(Outro:)
NCB, CNN, BBC,
MBL, FÍH,
LSD,
Vertu bless, NFS.
Eitt vinsælasta lag landsins
um þessar mundir er Kæri
Jón með Sniglabandinu.
Lagið var samið á hálftíma
í beinni útsendingu í Kast-
ljósinu.
Glöggir útvarpshlustendur hafa
eflaust rekið upp stór eyru þegar
lag Sniglabandsins, Kæri Jón,
byrjar að hljóma enda vísar tit-
illinn og textinn í mál sjónvarps-
stöðvarinnar sálugu NFS. Lagið
var samið á hálftíma fyrir sjón-
varpsþáttinn Kastljós en það
voru aðstendendur þáttarins
sem komu með hugmynd sem
þeir félagar þurftu að vinna úr.
„Okkur grunaði aldrei að lagið
yrði svona vinsælt,“ segir Pálmi
Hjartarson, hljómborðsleikari
Sniglabandsins, en meðlimir
þess hafa verið með útvarpsþátt
í allt sumar þar sem hljómsveit-
in býr til lög út frá hugmyndum
hlustenda.
„Við vorum nú svolítið stress-
aðir í byrjun að gera lag um
þetta viðkvæma mál enda er
Kastljós þáttur með mikið áhorf
og það varð að gera þetta
almennilega og án þess að
styggja neinn,“ segir Pálmi en
lagið var samið aðeins hálftíma
áður en bein útsending Kastljóss
hófst.
„Eftir þáttinn lá leið okkar
beinustu leið upp í stúdíó þar
sem við ákváðum að taka lagið
upp og fínpússa það aðeins. Það
er því sú útgáfa sem fólk heyrir
í útvarpinu,“ segir Pálmi og úti-
lokar ekki að lagið muni koma út
á fyrirhugaðri plötu næsta vor.
Sniglabandið fagnar útkomu
nýjustu plötu sinnar, Rúv tops,
um þessar mundir en hún kom út
í síðustu viku. alfrun@frettabladid.is
Ótrúlegar vinsældir Kæra Jóns
SNIGLABANDIÐ Nýbúið að gefa út plötu og fagnar nú vinsældum lagsins sem var
samið á hálftíma.
PÁLMI SIGURHJARTARSON
Hljómborðsleikara Sniglabandsins
grunaði aldrei að lagið Kæri Jón mundi
ná vinsældum meðal landsmanna og
segir að hljómsveitarmeðlimir hafi verið
svolítið stressaðir að semja lag um þetta
viðkvæma mál. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Stjörnurnar virðast hafa gefist
upp á hefðbundnu hjónabandi því
nú hafa tvær virtar leikkonur lýst
því yfir að einkvæni stríði gegn
eðli mannsins.
Sienna Miller reið fyrst á
vaðið þegar hún sagði við fjöl-
miðla að einkvæni væri ekki í
samræmi við dýrslegar hvatir
mannsins. Sienna komst á for-
síður blaðanna þegar hún og Jude
Law skildu eftir að upp komst
um framhjáhald leikarans
með barnfóstrunni.
Skömmu síðar var það
upplýst að Sienna hefði
einnig haldið framhjá
með mótleikara sínum
Daniel Craig þegar þau
léku í kvikmyndinni
Layer Cake. Líkur
sækir líkan heim, eins
og þar segir.
Nú hefur hin sænsk-
ættaða Scarlett
Johansson tekið undir
orð Miller og sagði
nýlega, orðrétt, að ein-
kvæni, stríddi gegn
eðli mannsins. Þessu
lýsti leikkonan yfir
þegar hún sagðist
fara í HIV-próf tvisv-
ar á ári, ekki vegna
þess að hún væri laus-
lát heldur af því að hún
vildi vera ábyrg. Einhverj-
ir kunna þó að segja að
þarna séu þessar tvær
kvenkynsstjörnur að fría
sig allri ábyrgð ef þær gerast
„sekar“ um framhjáhald í sínum
samböndum.
Svo virðist sem stjörnurnar
ætli því að gefa hjónabandinu
langt nef og taka upp kenningar
Darwins, sem taldi manneskjuna
jú vera komna af öpum. Ef að
líkum lætur líður ekki á löngu þar
til fleiri stjörnur lýsa því yfir að
þær séu dýr enda duglegar við að
grípa það á lofti sem þykir flott.
- fgg
Öll dýrin í skóginum...
EKKERT EINKVÆNI Scarlett Johannson
tók málstað Miller upp og sagði að
hún teldi einkvæni hefta hinar dýrslegu
hvatir sem maðurinn hefði.
BESTA DÆMIÐ? Paris Hilton hefur
ekki verið við eina fjölina felld en
samkvæmt kenningum Miller og
Johansson getur hún ekkert gert
að því,
Hilton er
jú bara
dýr.
Rokktóberfestival hefst í kvöld á
Gauki á Stöng og stendur yfir til
laugardags.
Í kvöld verður kvöldvaka
Capone sem ku ekki vera fyrir
viðkvæma og annað kvöld verða
tónleikar með Pétri Ben, Lay Low,
Shadow Parade, Togga og Kalla. Á
föstudagskvöld spila síðan Leaves,
Ske, Wulfgang, Dikta, Telepathet-
ics og Múgsefjun.
Loks verður slegið upp sveita-
balli á laugardagskvöld með Jet
Black Joe á laugardagskvöld.
Weapons sjá um upphitun.
Rokkhátíð
að hefjast
PÉTUR BEN Tónlistarmaðurinn Pétur Ben
spilar á Rokktóberfestival annað kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
Metsöluplata James Blunt, Back
to Bedlam, verður endurútgefin
hinn 7. nóvember með nýjum tón-
leikadisk í kaupbæti. Tónleikarnir
voru teknir upp á Írlandi á síðasta
ári. Á meðal laga eru útgáfu Blunt
af lagið Crowded House, Fall at
Your Feet, og Pixies-laginu Where
Is My Mind? Næsta smáskífa
Blunt, Goodbye My Lover, kemur
út um svipað leyti. Blunt er um
þessar mundir að undirbúa nýja
plötu. „Á fyrstu plötunni samdi ég
allt sjálfur og hugsaði bara um
sjálfan mig sem lagahöfund sem
gæti spilað á gítar og píanó,“ sagði
Blunt. „Núna hef ég tækifæri til
að vinna með hljómsveitinni minni
og þess vegna sé ég betur hvaða
hlutverk hljómsveitin getur spilað
í lagasmíðunum. Hún bætir við
dálítilli fjölbreytni.“
Blunt endur-
útgefinn
JAMES BLUNT Popparinn heimsfrægi
er að undirbúa nýja hljóðversplötu um
þessar mundir.
Kærustuparið Vanessa Paradis og
leikarinn vinsæli Johnny Depp
íhuga að ganga í það heilaga næsta
sumar, samkvæmt bandaríska
blaðinu Daily Express. Athöfnin á
að fara fram í góðra vina hópi í
einbýlishúsi þeirra í Suður-Frakk-
landi. Margir hafa velt vöngum
yfir því af hverju parið, sem eru
búin að vera saman í átta ár og
eiga tvö börn saman, er ekki geng-
ið í hnapphelduna fyrir löngu síð-
an, en Depp mun hafa orðið afhuga
giftingu eftir að hjónaband hans
við tónlistarkonuna Lori Ann gekk
ekki upp og hefur þangað til núna
sagst vantrúaður á hjónaband. En
nú hefur honum snúist hugur og
er víst hamingjusamri sem aldrei
fyrr og ástfanginn upp fyrir haus
af franska söngfuglinum Vanessu
Paradis.
Íhuga
giftingu
HJÓNABANDSHUGLEIÐNGAR Leikarinn
Johnny Depp og franski söngfuglinn
Vanessa Paradis ætla loks að ganga í
það heilaga eftir átta ára samband.
FRÉTTABLAÐIÐ/REUTERS
FYRSTA DÝRIÐ Sienna Miller
var fyrsta stjarnan til að lýsa
því yfir að maðurinn væri dýr
og því væri einkvæni ekki í
samræmi við eðli hans.
Segir Hasselhoff líta út eins og nauðgara
EKKI HRIFINN Walliams telur Hasselhoff
líta út fyrir að hafa eitthvað illt í huga í
nýjasta myndbandi sínu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES
EINS OG NAUÐG-
ARI Hasselhoff
hefur hingað til
verið þekktur fyrir
prúðmennsku en er sagð-
ur líta út eins og nauðgari
í nýjasta myndbandi sínu.