Fréttablaðið - 11.10.2006, Side 78

Fréttablaðið - 11.10.2006, Side 78
Hljómsveitin Mates of State hefur vakið mikla athygli tónlistarmiðla á þessu ári fyrir plötuna Bring it Back. Sveitin er væntanleg á Airwaves og af því til- efni ræddi Steinþór Helgi Arnsteinsson við annan helming sveitarinnar, Jason Hammel. Jason var að vonum ákaflega spenntur fyrir því að koma til Íslands. „Ekki spurning, Reykja- vík er ein af þessum borgum sem þú vonast alltaf eftir að heimsækja vegna þess að þú heyrir svo góða hluti um hana.“ Sjaldan hjónaerjur Jason skipar sveitina ásamt eig- inkonu sinni Kori Gardner en hvernig finnst Jason að vera í hljómsveit með eiginkonunni? „Það er frábært. Að vinna með sínum besta vini er frekar ótrú- legt og samskiptin eru afar opin- ská. Auðvitað koma samt tímar þar sem okkur lendir saman og þá færist það yfir í einkalífið en þessi skörun er óhjákvæmileg,“ svarar Jason en aðspurður segir hann að það fari yfirleitt eftir því hvort sé þrjóskara eða í pirr- aðra skapi hvernig deilumál endi. Jason og Kori eiga auk þess litla stelpu sem ferðast með þeim hvert sem þau fara. „Hún virðist vera nokkuð klár krakki en þetta veldur okkur stöðugum áhyggjum samt sem áður.“ Oft erfitt að tromma og syngja í einu Árið 2000 kom út fyrsta breið- skífa Mates of State, My Solo Project, en í ár kom út fjórða breiðskífa sveitarinnar, Bring it Back, sem er án efa sú plata sveitarinnar sem hlotið hefur mesta hylli gagnrýnenda. „Við ákváðum að kasta öllum formúl- um út um gluggann og fórum í staðin að búa til góð lög. Við unnum mjög hart að þessari plötu en við teljum að við getum gert betur.“ Jason spilar á trommur auk þess að syngja og segir hann að í fyrstu hafi verið erfitt að sam- ræma þessa tvo þætti. „Við þurftum að æfa mikið en núna er þetta aðeins einfaldara.“ Að lokum lofar Jason miklu stuði á Airwaves enda hefur Mates of State sjaldan verið þekkt fyrir annað. Frábært að vera í hjónadúett HJÓNARKORN Jason Hammel og Kori Gardner skipa sveitina Mates of State sem spilar einstaklega skemmtilegt og kröftug hljóðgervlapopp. Nú eru ofurfyrirsætan Kate Moss og rokkarinn Pete Doherty búin að ákveða brúðkaupsdag- inn. Brúðkaupið mun fara fram á partíeyjunni Ibiza 16. janúar á næsta ári, en þann dag verður Moss 33 ára. Frá þessu greinir breska götublaðið Daily Star samkvæmt samtali við frænda Dohertys sem segir rokkarann aldrei hafa verið jafn hamingju- saman og ánægðan með lífið. Brúðkaupið átti að fara fram á þessu ári en þurfti að frestast vegna meðferðar Petes en hann er búin að lofa Kate að hann muni ekki nota heróín aftur. Besta vinkona Kate og fyrr- verandi eiginkona Jude Law, Sadie Frost, verður brúðarmær ásamt dóttur Moss Lila Grace. Brúðkaup í janúar MOSS OG DOHERTY Ætla að gifta sig í janúar á partíeyj- unni Ibiza. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN The Whitest Boy Alive er ein af þeim sveitum sem koma fram á Iceland Airwaves-hátíðinni í ár. Hún er skipuð Norðmanninum Erlend Øye sem er þekktastur fyrir að vera annar meðlimur dúósins Kings of Convenience og þremur Þjóðverjum, en The Whit- est Boy Alive var stofnuð í Berlín þar sem Erlend hefur búið að und- anförnu. Dreams er fyrsta plata sveitarinnar. The Whitest Boy Alive var stofnuð sem danstónlistarsveit, en þróaðist út í hljómsveit sem notast aðeins við hefðbundin hljóðfæri. Hljóðfæraskipanin er gítar, bassi, trommur og hljómborð, en Erlend syngur auk þess sem hann spilar á gítarinn. Það fyrsta sem kom upp í hug- ann þegar ég setti plötuna í spilar- ann og upphafslagið, hið frábæra Burning, fór að hljóma var New Order. Það er eitthvað við þetta lag sem minnir mig mikið á New Order eins og hún hljómaði snemma á ferlinum. Seventeen Seconds með The Cure kemur líka upp í hugann þegar maður hlustar á þessa plötu. Tónlistin á Dreams er frekar einföld og næstum því lágstemmd. Það er mikið um end- urtekningar og takturinn er áber- andi í hljóðblönduninni eins og í danstónlist. Þó að lögin séu sung- in, er söngurinn oft ekki nema fáeinar hendingar sem heyrast af og til í laginu. Í þessari tónlist er grúvið greinilega mikilvægara en melódían. Dreams er fín plata. Þó að hún sé kannski ekki byltingarkennd þá hljómar þetta einfalda, afslappaða og næstum naumhyggjulega sam- bland af grúvi og rokktónlist mjög ferskt og nærandi í dag. Það verð- ur gaman að tékka á sveitinni á Airwaves, en hún verður á Gaukn- um fimmtudagskvöldið 19. október næstkomandi. Trausti Júlíusson Grúvið mikilvægara en melódían THE WHITEST BOY ALIVE DREAMS Niðurstaða: Þessi lágstemmda og afslappaða plata frá nýju hljómsveitinni hans Erlends Øye hefur að geyma ferska blöndu af grúvi og rokktónlist. JACKASS GENGIÐ ER KOMIÐ AFTUR! JOHNNY KNOXVILLE, STEVE-O OG BAM MARGERA FRAMKVÆMA BRJÁLÆÐISLEG ÁHÆTTUATRIÐI. MYNDIN FÓR BEINT Í #1 SÆTI Í USA. FRUMSÝND 13. OKTÓBER. VINNINGAR VERÐA AFHENDIR HJÁ BT SMÁRALIND. KÓPAVOGI. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. 99 KR/SKEYTIÐ. SENDU SMS SKEYTIÐ JA JAF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA FYRIR TVO. VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR FYRIR TVO, DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA! 9 HVERVINNUR! !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 DRAUGAHÚSIÐ ÍSL TAL kl. 6 B.I. 7 ÁRA TEXAS CHAINSAW MASSACRE kl. 8 og 10 B.I. 18 ÁRA TALLADEGA NIGHTS kl. 5.40, 8 og 10.20 JOHN TUCKER MUST DIE kl. 6, 8 og 10 ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 8 og 10.15 VOLVER kl. 5.50 DRAUGAHÚSIÐ ÍSL. TAL kl. 4 og 6 B.I. 7 ÁRA MONSTER HOUSE ENSKT TAL kl. 6, 8 og 10 B.I. 7 ÁRA TALLADEGA NIGHTS kl. 5.30, 8 og 10.25 SÝND Í LÚXUS kl. 8 og 10.25 JOHN TUCKER MUST DIE kl. 6, 8 og 10 CLERKS 2 kl. 10.15 ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 8 GRETTIR 2 ÍSL. TAL kl. 4 DRAUGAHÚSIÐ ÍSL TAL kl. 6 B.I. 7 ÁRA TALLADEGA NIGHTS kl. 8 og 10 CRANK kl. 6 og 10 JOHN TUCKER MUST DIE kl. 8 2 vikur á toppnum í USA! Topp5.is M.M.J kvikmyndir.com EMPIRE EMPIRE V.J.V. Topp5.is DV L.I.B. Topp5.is VARÚÐ! ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA ÆÐISLEGA SPENNANDI ÆVINTÝRAMYND SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. L.I.B. Topp5.is “Ein fyndnasta gamanmynd ársins” HJ - MBL ,,STÓRSKEMMTILEG HRYLLINGSMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SEM KEMUR EKKI Í VEG FYRIR SVEFN HJÁ SMÁFÓLKINU!" F.G. FB

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.