Fréttablaðið - 25.10.2006, Side 23

Fréttablaðið - 25.10.2006, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 25. október 2006 3 Hugmyndir að tækjum og tól- um til að lífga upp á bílinn og gera ökuferðina skemmtilega. Sumir eru þeirrar skoðunar að bíllinn sé eingöngu samgöngu- tæki sem kemur okkur á milli staða. Þeir eru þó vafalaust fleiri sem taka alls kyns þætti með í reikninginn við val á ökutæki til að tryggja að útkoman verði sem best, svo sem hestöfl, eyðslu, almenn þægindi, farangursrými, ljósabúnað og ekki hvað síst hönn- un. Hvað er annars gaman við það að keyra góðan en forljótan bíl? Bíllinn verður að vera glæsilegur að utan sem innan. Vanti eitthvað upp á síðastnefnda þáttinn er auð- vitað alltaf hægt að velja um alls kyns skemmtilega fylgihluti í bíl- inn, bæði til að lífga upp á hann og gera ökuferðina sem ánægju- legasta. - rve Fylgihlutir í bílinn Vasaljós frá Bílanausti. Áttaviti frá Bílanausti. Þráðlaust Sony heyrnar- tól frá Bílanausti. Teningar upp á punt frá Bílanausti. Broskall frá Stillingu. Ilmglös frá Stillingu. Talstöð frá Bílanausti. Radarvari frá Bílanausti. 36 Mercedes-Benz E320 díselbílar lögðu á laugardaginn af stað í langferð frá París til Peking. Ferðinni er ætlað að vekja athygli á sparneytni Benz-díselvéla en ferðin er ekki kappakstur heldur sparakst- urskeppni. Leiðin er 14.000 kíló- metra löng en hún er í grófum drátt- um sú sama og farin var þegar Scipione Borghese sigraði í Beijing- Paris trans-continental kappakstr- inum fyrir 99 árum. Áætlað er að það taki ökumenn- ina 360, sem skiptast á að keyra bílana, 28 daga að komast á leiðar- enda. Það tók Borghese 52 daga að fara sömu vegalengd og til gam- ans má geta að bíll hans eyddi um 33 lítrum á hundraðið. - tg Frá París til Peking Þrír bílanna notast við Bluetec tækni sem á að gera þá enn sparneytnari. 4x4 specialist Fáanleg í flestum stærðum fyrir 15,16,17 og 18” felgur Viðarhöfða 6 - Sími 577 4444 Jeppadekkin frá

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.