Fréttablaðið - 26.10.2006, Side 4

Fréttablaðið - 26.10.2006, Side 4
4 26. október 2006 FIMMTUDAGUR GENGIÐ 25.10.2006 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 118,4238 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 67,94 68,26 127,6 128,22 85,48 85,96 11,463 11,531 10,238 10,298 9,277 9,331 0,5701 0,5735 99,96 100,56 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Hverfisráð miðborgar Reykjavíkur íhugar að láta bera saman tölfræði um ofbeldi í Reykjavík og í öðrum borgum. BORGARMÁL Rannsaka ofbeldi Ný sending af jólasettum frá Panduro Hobby væntanleg eftir helgi SKRIFSTOFUVÖRUR Borgartúni 29 • Sími 515 5170 • Opið virka daga kl. 8-18 og laugardaga kl. 11-16 www.oddi.is BANDARÍKIN, AP Talsmenn Banda- ríkjastjórnar hafa undanfarið reynt að sannfæra landsmenn um réttmæti Íraksstríðsins og að sigur þar sé í augsýn. Segja stjórnmála- skýrendur eina helstu ástæðu þessa vera þingkosningarnar sem nú eru á næsta leiti í Bandaríkjun- um. Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins, hefur undanfarið reynt að útskýra fyrir fréttamönnum hvernig hægt sé að breyta her- bragðinu án þess að hafa áhrif á stefnu hersins í Írak og George W. Bush forseti virðist vera farinn að nota mildara orðalag þegar kemur að áætlun hersins. Þó gengur baráttan hægt og ekki bætir úr skák að samkvæmt tölum varnarmálaráðuneytisins hafa 90 bandarískir hermenn far- ist í Írak það sem af er október- mánuði, en ekki hafa fleiri farist þar á einum mánuði síðan árið 2004. Jafnframt hafa yfir 300 íraskir hermenn farist í október. Bandaríski þjóðaröryggisráð- gjafinn Stephen Hadley sagði nýverið í samtali við fréttamenn að ólíklegt væri að endir yrði bund- inn á átökin í Írak fyrir lok setu Bush í forsetastól, og samkvæmt nýrri skoðanakönnun CNN sjón- varpsstöðvarinnar telja eingöngu 20 prósent Bandaríkjamanna nú að hægt sé að vinna stríðið. Fyrir ári síðan var talan 40 prósent. Þó reyna talsmenn stjórnarinn- ar að sannfæra kjósendur um að Bandaríkin hafi stjórn á atburðun- um í Írak. Á blaðamannafundi sem sjón- varpað var frá Bagdad á þriðjudag tilkynntu bandaríski sendiherrann í Írak og æðsti maður hersins bandarísku þjóðinni að búið væri að ákveða tímasetningar fyrir yfirtöku Íraksstjórnar á öryggis- málum landsins, og yrði það á næstu 12 til 18 mánuðum. Sagði Zalmay Khalilzad sendiherra fasta dagsetningu verða setta fyrir árs- lok. Talsmaður varnarmála Íraks, Mowaffaq al-Rubaie, staðfesti fregnirnar og sagði írösku stjórn- ina hafa samþykkt áætlunina. En í gær kom forsætisráðherra Íraks opinberlega fram og sagði það af og frá að stjórnin hefði sam- þykkt að dagsetja brottför Banda- ríkjahers frá stríðshrjáðu landinu. „Þessi ríkisstjórn er fulltrúi fyrir vilja fólksins og enginn hefur rétt á að þröngva tímasetningum upp á hana,“ sagði Nouri al-Maliki á blaðamannafundi í gær. „Ég er viss um að þetta er ekki opinber stefna Bandaríkjastjórn- ar, heldur afleiðing kosningaher- ferðarinnar og við höfum ekki miklar áhyggjur af henni.“ Um 147.000 bandarískir her- menn eru nú í Írak, sem samsvar- ar um helmingi íslensku þjóðar- innar. smk@frettabladid.is Bush boðar nýjar áherslur í Íraksstríði Stjórnmálaskýrendur segja nýjar áherslur Bush-stjórnarinnar í Írak vera kosn- ingaáróður og að litlar líkur séu á því að bandaríski herinn geti dregið herlið sitt til baka á næstunni, þrátt fyrir yfirlýsingar þar um. Ég er viss um að [tíma- setningin] er ekki opin- ber stefna Bandaríkjastjórnar, heldur afleiðing kosningaherferð- arinnar og við höfum ekki miklar áhyggjur af henni. NOURI AL-MALIKI FORSÆTISRÁÐHERRA ÍRAKS HERMAÐUR KVADDUR Níutíu bandarískir hermenn hafa fallið í Írak það sem af er októbermánuði og er myndin frá jarðarför eins þeirra sem féll 15. október. Fylgi Bandaríkjamanna við stríðið fer ört minnkandi. Alls hefur 2.801 bandarískur hermað- ur fallið í Írak síðan stríðið hófst fyrir 44 mánuðum. BANASLYS Maðurinn sem fannst látinn í ferjunni Norrænu í síðustu viku hafði velt bíl sínum á leið sinni til Seyðisfjarðar. Hann hafði verið skoðaður af lækni á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum en var ekki lagður inn. Tveimur dögum síðar fannst hann látinn. Talið er líklegt að banamein mannsins hafi verið innvortis blæðingar vegna áverka sem hann hlaut í bílveltunni. Hún er nú rannsökuð sem banaslys. Maður- inn hét Þórður Einar Guðmunds- son. Hann var 44 ára og búsettur í Danmörku. Þórður Einar lætur eftir sig þrjár dætur. - tsj, - þsj Fannst látinn í Norrænu: Lést vegna inn- vortis blæðinga ÞÝSKALAND, AP Þýska varnarmála- ráðuneytið lætur nú rannsaka ljós- myndir sem sýna einkennisklædda þýska hermenn í Afganistan stilla sér upp með hauskúpu, sem birtar voru í þýska blaðinu Bild í gær. Á einni þeirra heldur hermaður haus- kúpunni við beruð kynfæri sín. Samkvæmt frétt blaðsins voru myndirnar teknar nærri Kabúl, höfuðborg Afganistans, árið 2003. Ekki kom fram hvernig blaðið komst yfir myndirnar, en í frétt blaðsins er tekið fram að líklegt sé að hauskúpan komi úr „fjöldagröf“ sem mennirnir hefðu fundið skammt frá Kabúl. Eins segir að óvíst sé hvort höfuðkúpan hafi til- heyrt Afgana eða sé frá tímum her- náms Sovétríkjanna í Afganistan. „Það er ljóst að slík hegðun meðal þýskra hermanna er alls ekki ásættanleg,“ hafði Bild eftir Franz Josef Jung varnarmálaráðherra, sem bætti því við að myndirnar væru „andstyggilegar.“ Angela Merkel kanslari sór í gær að þeir hermenn sem hefðu tekið þátt í myndatökunni myndu sæta alvarlegri hegningu. Þýski herinn hefur fundið tvo hermenn sem gætu tengst myndun- um og er nú verið að yfirheyra þá. Annar hefur ekki starfað í hernum síðan árið 2003, en hinn er enn starfandi hermaður. Yfir 2.800 þýskir hermenn eru nú á vegum NATO í Afganistan. - smk Bild birtir ljósmyndir af þýskum hermönnum í Afganistan: Létu mynda sig með hauskúpu HROTTALEGAR MYNDIR Þýska blaðið Bild birti í gær ljósmyndir af þýskum hermönnum með hauskúpu í Afganist- an. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist telja að aukin framlög til íslenskukennslu fyrir innflytjendur á Íslandi feli í sér minni fórnarkostnað heldur en að þurfa að takast á við afleiðingar þess að kenna þessum hópi ekki íslensku. Þetta sagði dómsmálaráð- herra í pallborðsumræðum á málþingi hjá Útlendingastofnun í gær. Flestir fundarmanna tóku í svipaðan streng. Töldu þeir íslenskukunnáttu nauðsynlega fyrir innflytjendur til að aðlagast og eiga möguleika á bættum kjörum. - gar Björn Bjarnason á málþingi: Borgar sig að kenna nýbúum meiri íslensku STJÓRNMÁL Átta taka þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi sem fram fer með póstkosningu 3.-17. nóvember. Alþingismennirnir Kristinn H. Gunnarsson og Magnús Stefánsson félagsmála- ráðherra sækjast eftir fyrsta sætinu og Herdís Á. Sæmundar- dóttir, kennari og varaþingmaður, sækist eftir öðru sæti. Aðrir frambjóðendur eru Albertína Eiríksdóttir umsjónar- maður, G. Valdimar Valdemarsson kerfisfræðingur, Heiðar Þór Gunnarsson, Inga Ósk Jónsdóttir viðskiptafræðingur og Valdimar Sigurjónsson viðskiptalögfræð- ingur. - bþs Framsókn í Norðvestur: Átta gefa kost á sér í prófkjöri LÖGREGLA Lögreglan á Húsavík handtók í fyrrakvöld og fyrrinótt sex menn sem höfðu í sínum fórum 43 lítra af vodka og 14 þúsund sígarettupakka sem talið er að hafi verið smyglað úr rússnesku skipi sem kom með fisk til Raufarhafnar í fyrradag. Að sögn Sigurðar Brynjólfs- sonar hjá lögreglunni á Húsavík voru mennirnir teknir með varninginn annars vegar á Raufarhöfn og hins vegar á leið þaðan vestur eftir þjóðveginum. Málið er ekki að fullu upplýst og voru þrír mannanna enn í haldi í gærkvöld. Meðal hinna grunuðu eru bæði Íslendingar og útlend- ingar. - gar Rússar heimsækja Raufarhöfn: Smygluðu vodka og sígarettum TEHERAN, AP Mahmoud Ahmadin- ejad, forseti Írans, bað þjóðþing landsins um að hafna frumvarpi að lögum um að taka þurfi fingraför af öllum Banda- ríkjamönnum sem ferðast til Írans. „Við eigum í engum vandræð- um með banda- rísku þjóðina. Við erum eingöngu á móti yfirgangi og hroka banda- rískra stjórn- valda,“ sagði Ahmadinejad. „Þrátt fyrir ákvörðun Banda- ríkjastjórnar um að láta taka fingraför af írönskum ferða- mönnum sem koma til Bandaríkj- anna, þá höfum við beðið þing- menn um að grípa ekki til gagnráðstafana.“ - gb Bandaríkjamenn í Íran: Þurfa ekki að sýna fingraför MAHMOUD AHMADINEJAD
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.