Fréttablaðið - 26.10.2006, Page 22

Fréttablaðið - 26.10.2006, Page 22
 26. október 2006 FIMMTUDAGUR22 fréttir og fróðleikur FRÉTTASKÝRING BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON bjorn@frettabladid.is Rjúpan, vinsælasta bráð íslenskra skotveiði- manna, er eini villti hænsnfuglinn sem lifir hér á landi. Hún er einnig nefnd fjallarjúpa, þar sem hún lifir oftar en ekki uppi á heiðum og upp til fjalla. Rjúpan er frekar þéttvaxin með stutta breiða vængi. Yfir varptímann er búningur hennar brúnleitur og verður karrinn, karlfuglinn, grádílóttur en kvenfuglinn guldílóttur. Litaskipti rjúpunnar eru henn- ar aðaleinkenni. Meðal frekari einkenna eru rauður kambur karlfuglsins fyrir ofan augu, en kven- fuglinn er hvítur á kviðnum allt árið. Vetrarbúningur rjúpunnar er hvítur. Hvenær má veiða? Rjúpan er vinsælasti jólamatur Íslendinga. Á öðrum tímum er rjúpan sjaldan á boðstól- um en veiðitímabilið stendur frá 15. október til 22. desember. Rjúpan lifir að miklu leyti á fjalldrapa, grasvíði og berjum og er kjöt rjúpunnar af þeim ástæðum dæmi um náttúrulega „kryddaða“ villibráð. Aðalfæða rjúpunnar yfir sumartímann eru kornsúru- laukar. Hver fylgist með stærð rjúpna- stofnsins? Náttúrufræðistofnun hefur rannsakað íslenska rjúpnastofninn ítarlega á síðustu áratugum. Að mestu hafa rannsóknirnar snúist um að skoða vistfræði og lífsferil rjúpunnar og áhrif veiða á afkomu rjúpnastofnsins frá ári til árs. Nokkuð nákvæm vöktun á rjúpnastofninum fer fram á vegum Náttúrufræðistofnunar og fuglaáhugamanna víða um land. Með vöktuninni á vegum Náttúrufræðistofnunar hafa umfangsmiklar rjúpnarannsóknir verið stundaðar í áratugi. Þessar rannsóknir hafa snúist um að kanna ýmsa þætti í vist- fræði og lífsferli rjúpunnar og einnig áhrif skotveiða á afkomu rjúpnastofnsins. Auk þessara rannsókna hefur Náttúrufræðistofnun séð um að skipuleggja vöktun rjúpnastofnsins og sjá sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar og áhugamenn víða um land um framkvæmd vöktunarinnar. Vöktunin snýst öðru fremur um að hafa yfirsýn yfir rjúpnastofninn til þess að geta brugðist við með réttum hætti ef eitthvað kemur upp á. FBL-GREINING: RJÚPAN OG RANNSÓKNIR Rjúpan eini villti hænsnfuglinn Prófkjör Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík fer fram á morgun og laugardag. Sex þingmenn berjast fyrir pólitísku lífi sínu en mest hefur farið fyrir baráttu Björns Bjarnasonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um annað sætið. Nítján gefa kost á sér, tólf karlar og sjö konur. Sjálfstæðisflokkurinn á níu þing- menn í Reykjavík. Sjö þeirra sækj- ast eftir endurkjöri en Guðmund- ur Hallvarðsson og Sólveig Pétursdóttir kveðja stjórnmálin í vor. Þingmennirnir Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra, Guðlaug- ur Þór Þórðarson, Pétur Blöndal, Sigurður Kári Kristjánsson, Birg- ir Ármannsson og Ásta Möller sækjast eftir endurkjöri og hafa öll rekið áberandi kosningabar- áttu síðustu daga og vikur. Spenna og óvissa ríkir um uppskeru erfið- is þeirra en Geir H. Haarde, for- sætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, þarf ekki að óttast um sína stöðu – hann sækist einn eftir fyrsta sætinu og hefur ekki háð prófkjörsbaráttu. Fjórir aðrir frambjóðendur hafa rekið afar sýnilega baráttu, þau Guðfinna Bjarnadóttir rektor og Illugi Gunnarsson hagfræðing- ur sem bæði sækjast eftir þriðja sæti, Dögg Pálsdóttir hæstaréttar- lögmaður sem stefnir á fjórða sæti og Sigríður Andersen lög- fræðingur sem sækist eftir 5.-7. sæti. Minna hefur farið fyrir bar- áttu annarra. Mat flokksbundinna sjálfstæð- ismanna og annarra áhugamanna um stjórnmál sem Fréttablaðið ræddi við er að það séu einmitt helst fjórmenningarnir sem ógni sitjandi þingmönnum. Möguleikar annarra á að hljóta „öruggt“ sæti séu minni. Konur og ungir karlar Staða kvenna innan Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík var mjög til umræðu fyrir fjórum árum. Þá hlutu tvær konur kosningu í níu efstu sætin, þær Sólveig Péturs- dóttir og Ásta Möller. Ásta skipaði fimmta sætið í Reykjavíkurkjör- dæmi norður og varð varaþing- maður eftir kosningarnar vorið 2003. Hún tók svo fast sæti á Alþingi þegar Davíð Oddsson lét af þingmennsku 2005. Heyra má innan úr flokknum að margir ætli nú að huga betur en síðast að kynjaskiptingu við val á frambjóðendum. Það verði ekki látið spyrjast um reykvíska sjálf- stæðismenn að þeir vilji ekki veg kvenna í stjórnmálum jafnmikinn og karlanna. Á því græða kven- frambjóðendur þó kjósendur horfi ekki síður – og jafnvel heldur – til annarra þátta í fari þeirra og stefnumálum. Auk slælegrar útkomu kvenna síðast vakti helst athygli að þrír ungir karlmenn hlutu góða kosn- ingu. Birgir Ármannsson, Guð- laugur Þór Þórðarson og Sigurður Kári Kristjánsson hlutu allir sæti ofarlega á listum og þingmennsku í framhaldinu. Allir vilja þeir halda störfum sínum og eru nú kjörtímabilinu reyndari. Baráttan um annað sætið Barátta Björns og Guðlaugs Þórs um annað sætið í prófkjörinu (sá er hlýtur það skipar efsta sætið á öðrum hvorum framboðslistanum í vor) hefur verið fréttnæmust og helst til umræðu í heitum pottum og á kaffistofum. Pétur H. Blöndal sækist raunar eftir 2.-3. sæti en í vangaveltum um annað sætið hafa sjónir manna síður beinst að honum. Klippt og skorið má segja að eldri flokksmenn muni kjósa Björn en þeir yngri Guðlaug Þór. Ályktun Sambands ungra sjálf- stæðismanna gegn íslenskri leyni- þjónustu, fundur Geirs H. Haarde með Birni í Valhöll og nafnlaus kvörtun vegna flokksskrár eru nefnd til marks um hörkuna í bar- áttu Björns og Guðlaugs Þórs. Ályktunin hefur verið sögð hafa beinst gegn Birni, fundurinn til að sætta hann og flokksskrármálið til að sverta Guðlaug. Sjálfstæðis- maður sem hefur fylgst grannt með prófkjörum flokksins um ára- bil segir að þrátt fyrir áhuga afmarkaðra hópa á málum sem þessum, hafi þau lítið að segja þegar upp er staðið. Þorri flokks- manna líti til verka, stefnu og stöðu manna en ekki upphlaupa nokkrum dögum fyrir prófkjör. Upphlaup ráða ekki úrslitum UTAN KJÖRFUNDAR Um 7.500 greiddu atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir fjórum árum. Þótt eiginleg kosning fari fram á morgun og á laugardag hafa þegar nokkur hundruð manns greitt atkvæði utan kjörfundar. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR FRAMKVÆMD Kosið er í Valhöll á morgun en á sjö kjörstöðum á laugardag. Kosn- ingu lýkur klukkan sex á laugardag og er þá fyrstu talna að vænta. Félagsbundnir sjálfstæðismenn sem orðnir eru sextán ára mega kjósa sem og stuðningsmenn flokksins sem hafa undirritað inn- tökubeiðni fyrir lok kjörfundar. 7.499 kusu í prófkjörinu fyrir fjórum árum. NÍTJÁN TAKA ÞÁTT 1. sæti Geir H. Haarde forsætisráðherra. 2. sæti Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarsson alþingismaður. 2.-3. sæti Pétur H. Blöndal alþingismaður. 3. sæti Ásta Möller alþingismaður. Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. Illugi Gunnarsson hagfræðingur. 3.-5. sæti Birgir Ármannsson alþingsmaður. Steinn Kárason umhverfishagfræðingur. 4. sæti Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður. Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður. 5.-7. sæti Sigríður Andersen lögfræðingur. 6. sæti Jóhann Páll Símonarson sjómaður. Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur. Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. 7.-8. sæti Vilborg G. Hansen landfræðingur. 8. sæti Marvin Ívarsson byggingafræðingur. 9. sæti Grazyna M. Okuniewska hjúkrunarfræðingur. Þorbergur Aðalsteinsson, sölu- og markaðsstjóri. > Hlutfall Íslendinga yfir kjörþyngd á aldrinum 15-74 ára Svona erum við 57 % 39 % KARLAR KONUR Heimild: Hagstofa Íslands Valið á lista Helstu dagsetningar 27.-28. október Sjálfstæðis- flokkurinn í Reykjavík. 28.-29. október Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi. 31. október Póstkosningu Samfylkingar í Norðaustur- kjördæmi lýkur. 1. nóvember Póstkosning VG í Norðausturkjördæmi hefst. Lýkur 15. nóv. 3. nóvember Póstkosning Framsóknarflokks í Norð- vesturkjördæmi hefst. Lýkur 17. nóvember. 4. nóvember Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Suð- vesturkjördæmi og Samfylk- ingin í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi. 11. nóvember Samfylkingin í Reykjavík og Sjálfstæðis- flokkurinn í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi. 15. nóv Póstkosningu vinstri- grænna í Norðausturkjör- dæmi lýkur. 17. nóvember Póstkosningu Framsóknarflokks í Norð- vesturkjördæmi lýkur. 25. nóvember Sjálfstæðis- flokkurinn í Norðausturkjör- dæmi. 2. desember vinstri-græn í Reykjavík og Suðvesturkjör- dæmi. – Vel lesið Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni Áhugasamir auglýsendur vinsamlegast hafið samband í síma 5505844 | orn.geirsson@365.is Einblöðungar - bæklingar - blöð - umslög Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni Notaðu mest lesna* blað landsins til að dreifa kynningarefni til þinna viðskiptavina *Gallup maí 2006
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.