Fréttablaðið - 26.10.2006, Page 26
26. október 2006 FIMMTUDAGUR26
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 6.500 +0,25% Fjöldi viðskipta: 267
Velta: 3.106 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 67,00 -0,45% ... Alfesca
5,02 +0,40% ... Atlantic Petroleum 605,00 +0,00% ... Atorka
6,44 -0,31% ... Avion 34,30 +0,00% ... Bakkavör 60,10 +1,52% ...
Dagsbrún 5,03 -0,40% ... FL Group 24,00 +1,27% ... Glitnir 23,60
+0,43% ... Kaupþing 865,00 +0,47% ... Landsbankinn 26,90
-0,37% ... Marel 80,00 -1,24% ... Mosaic Fashions 17,00 -0,59% ...
Straumur-Burðarás 17,30 +0,58% ... Össur 127,50 +0,79%
MESTA HÆKKUN
Bakkavör 1,52%
FL Group 1,27%
Össur 0,79%
MESTA LÆKKUN
Marel 1,24%
Exista 0,90%
Mosaic 0,59%
Dow Jones, hin kunna bandaríska
hlutabréfavísitala, fór í fyrsta skipti
yfir tólf þúsund stig í síðustu viku
eftir nær fjögurra ára samfelldar
hækkanir á bandarískum mörkuð-
um. Til eru sérfræðingar sem spá
henni enn ofar. James Glassman,
sem skrifaði metsölubókina „Dow
36,000“ árið 1999, spáir því að vísi-
talan fari í 36.000 stig í síðasta lagi
eftir fimmtán ár. Hann segir að
hlutabréf séu hreinlega betri kostur
en skuldabréf til lengri tíma.
Charles Kadlec, annar metsölu-
höfundur, gengur ennþá lengra. „Ég
er enn sannfærðari en ég var fyrir
fimm árum að við erum að hefja
mikið góðæristímabil og að Dow
muni rísa í 100 þúsund stig um miðj-
an þriðja áratug þessarar aldar,“
segir hann í samtali við fréttaveit-
una Bloomberg.
Meginforsendur Kadlecs fyrir
áframhaldandi hækkunum eru
aukin framleiðni í bandaríska hag-
kerfinu, fjárfestingar þeirra sem
eru af „baby-boom“ kynslóðinni,
lægri skattar, hófleg verðbólga og
lítill stríðsrekstur. Kadlec bendir á
að fyrir utan síðasttalda þáttinn hafi
forsendur hans gengið eftir.
Miðað við útreikninga Glass-
mans þarf Dow Jones að hækka um
7,6 prósent að meðaltali á ári þannig
að vísitalan verði orðin þrefalt
hærri árið 2021. Árleg meðaltals-
ávöxtun hennar hefur verið fimm
prósent frá árinu 1928 en tólf pró-
sent á ári undanfarna þrjá áratugi.
Hækki vísitalan um tólf prósent á
ári gengur spádómur Kadlecs eftir.
En þeir sem hafa farið eftir
ráðum þessara manna kunna þeim
kannski litlar þakkir fyrir fyrri ráð.
Þegar bækur þeirra komu út árið
1999 voru hlutabréfamarkaðir á
mikilli uppleið. Aðeins ári síðar
greip mikill skjálfti um sig meðal
fjárfesta þegar netbólan sprakk og
tveimur árum eftir útgáfu bókanna
hafði Dow Jones-vísitalan hrunið
um 29 prósent.
Glassman bendir á að spádómur
sinn hafi ekki verið rangur; hann
hafi bara verið aðeins fljótur á sér,
enda reiknað með að vísitalan myndi
þrefaldast á tímabilinu frá 1999 til
2005. „Einn lærdómur sem draga
má af 12 þúsund stiga takmarkinu
er sá að til lengri tíma eru hlutabréf
ótrúlega stöðug. En til skemmri
tíma eru hlutabréf afar, afar hættu-
leg,“ segir Glassman við Bloom-
berg.
eggert@frettabladid.is
Sér Dow Jones í 36 þúsund
stigum í síðasta lagi 2021
Til að Dow Jones nái 36.000 stigum þarf 7,6 prósenta ávöxtun á ári. Annar sér-
fræðingur spáir hlutabréfavísitölunni í 100 þúsund stigum árið 2025.
HVAÐ ER DOW JONES?
Dow Jones-vísitalan er ein elsta
hlutabréfavísitala heims en hún hefur
verið reiknuð frá 1896. Samanstendur
hún af 30 bandarískum fyrirtækjum
sem eru rótgróin framleiðslu- og iðn-
aðarfyrirtæki. Þau endurspegla ekki
bandarískan hlutabréfamarkað og því
má segja að vísitalan gefi ekki góða
mynd almennt af hlutabréfaverði í
Bandaríkjunum. Vægi fyrirtækjanna
er ekki í samræmi við markaðsvirði
þeirra þar sem vísitalan er reiknuð
sem einfalt meðaltal af verði hluta-
bréfa fyrirtækjanna en ekki verðmæti
félaganna eins og oftast tíðkast.
Heimild: Hálffimm fréttir Kaupþings
18.10.2006.
Bandaríska fyrirtækið Barr
Pharmaceuticals lauk í gær form-
lega við kaupin á króatíska sam-
heitalyfjafyrirtækinu PLIVA.
Barr, sem keppti við íslenska
samheitalyfjafyrirtækið Actavis
um að eignast PLIVA, er þar með
orðið þriðja stærsta samheita-
lyfjafyrirtæki í heiminum með
starfsemi í 30 löndum og um átta
þúsund starfsmenn. Hefði Actavis
haft betur í slagnum væri fyrir-
tækið nú í sömu stöðu, þriðja
stærst á sínu sviði í heiminum.
Actavis reyndi svokallaða
fjandsamlega yfirtöku á PLIVA,
gegn vilja stjórnenda fyrirtækis-
ins, en fyrirtækið var ekki tilbúið
að greiða jafnhátt verð og Barr
sem greiddi fyrir 2,5 milljarða
bandaríkjadala, eða yfir 170 millj-
arða íslenskra króna. Yfirtöku-
ferlið sjálft kostaði hins vegar
Actavis tæplega 2,3 milljarða
króna þegar upp var staðið.
Núna skoðar Actavis hins vegar
aðra kosti og íhugar smærri yfir-
tökur. Róbert Wessman, forstjóri
fyrirtækisins, segir 10 til 20 fyrir-
tæki í siktinu, aðallega í Evrópu,
og boðar fréttir af kaupum fyrir
áramót. Fyrirtækið telur kostnað-
inn við slaginn um PLIVA ásætt-
anlegan miðað við umfang verk-
efnisins og burði félagsins. - óká
HÖFUÐSTÖÐVAR PLIVA Í ZAGREB Króatíska samheitalyfjafyrirtækið PLIVA er nú form-
lega hluti af Barr í Bandaríkjunum.
Formlega lokið við kaupin á PLIVA
Barr Pharmaceuticals er þriðja stærsta á sínu sviði. Actavis skoðar aðra kosti.
FL Group hefur undirritað lána-
samning að jafnvirði um 21,5 millj-
arða króna til fjármögnunar á hluta
af hlutafjáreign FL Group í Glitni.
Lánið er til þriggja ára með endur-
greiðslu höfuðstóls í lok lánstíma.
Ítalska bankasamstæðan UniCred-
it Group, með milligöngu þýska
bankans Bayerische Hypo- und
Vereinsbank AG, leiddi lántökuna
sem var í formi sambankaláns.
FL Group átti í upphafi árs rétt
um 10 prósent hlutafjár í Glitni en
jók hann í 27,6 prósent í vor og
sumar. Haft er eftir Hannesi
Smárasyni, forstjóra FL Group, í
tilkynningu frá félaginu að lántak-
an marki tímamót fyrir FL Group.
Þátttaka erlendu bankanna sé viðu
rkenning og sýni það traust sem
FL Group hefur áunnið sér í alþjóð-
legum fjármálaheimi.
Þá segir enn fremur að sveigj-
anleiki til fjárfestinga aukist til
muna við lántökuna og geri sala FL
Group á öllum hlut félagsins í Ice-
landair Group það að verkum að
félagið sé vel í stakk búið til að
takast á við þau verkefni sem til
skoðunar eru., en meðal þess eru
fyrirtæki í breskum afþreyingar-
iðnaði. - jab
GLITNIR FL Group hefur undirritað 21,5
milljarða króna lán til fjármögnunar á
hluta af 27,6 prósenta eignarhlut sínum
í Glitni.
Fjármagna kaup í Glitni
Njósnað úr háloftunum
Í Kaupmannahöfn hafa borgaryfirvöld tekið
tæknina í sína notkun og samkeyra um þessar
mundir loftmyndir af borginni og fasteignaskrá
með það fyrir augum að finna viðbyggingar sem
reistar hafa verið í óleyfi, eða án þess að tilkynnt
væri um það. Af slíkum byggingum sem hvergi
koma fram er nefnilega ekki greiddur eigna-
skattur. Spurning er hvort Fasteignamatið hér
heima fari svipaðar leiðir. Ekki vantar myndirnar
af eignunum, bæði er á vefnum borgarvefsja.
is að finna ítarlegar upplýsingar og svo
er náttúrulega líka að finna á netinu
gervihnattamyndir Google Earth
sem ná yfir allt land. Myndirnar sem
notast er við í Danmörku virðast
þó heldur nákvæmari en þær sem
allur almenningur hefur aðgang
að á netinu því þar mun víst hægt
að greina smáatriði allt niður í
niðurföll við gangstéttarbrúnir. Ætli þyrfti ekki
heimild persónuverndar til að skoða viðlíka
myndir hér?
Vogun vinnur
Vogun, félag sem þeir Árni Vilhjálmsson og
Kristján Loftsson fara fyrir, jók hlut
sinn í HB Granda í gær upp í tæp
35 prósent. Félagið er eftir sem
áður stærsti eigandinn í Granda.
Seljandi var Landsbankinn sem
geymdi bréfin fyrir viðskiptavin
sinn. Kaupþing er annar stærsti
eigandinn í Granda með fjórð-
ungshlut og hefur komið sér upp
óþægilegri stöðu fyrir ráðandi
hluthafa. Hins vegar hefur bank-
inn farið mjög leynt með áform
sín. Kaupin gætu því styrkt
stöðu Vogunar.
Peningaskápurinn ...
vaxtaauki!
10%
A
RG
U
S
/
06
-0
47
2
Kynntu þér málið á spron.is
MARKAÐSPUNKTAR
Nordea Bank, stærsti banki Norður-
landanna, skilaði jafnvirði 74,8 millj-
arða króna hagnaði á þriðja ársfjórð-
ungi. Greiningardeild Landsbankans
segir uppgjörið gott og enda reyndist
hagnaður fjórðungsins 55 prósentum
hærri en á sama tíma í fyrra.
Bandaríski bílaframleiðandinn Gen-
eral Motors skilaði 115 milljóna dala
taprekstri á þriðja fjórðungi ársins.
Þetta svarar til taps upp á 7,8 milljarða
íslenskra króna og talsvert meira en
búist var við.
Hollenska fyrirtækjasamtæðan Stork
NV skilaði uppgjöri sínu fyrir þriðja
ársfjórðung í gær. Þar kemur fram að
hagnaður af matvælavélahluta fyrir-
tækisins, sem Marel hefur augastað á,
minnkaði um 1,2 milljónir evra eða 103
milljónir króna á milli ára.
Straumur-Burðarás fjárfestingar-
banki, Bakkavör og Landsbankinn
skila í dag uppgjöri fyrir þriðja
ársfjórðung og eru það fyrstu
félögin í úrvalsvísitölunni til að
birta níu mánaða uppgjör.
Greiningardeildir bankanna spá
Bakkavör góðu gengi á fjórðungn-
um og gera ráð fyrir að tekjur
félagsins aukist nokkuð milli árs-
fjórðunga. Spá bankanna hljóðar
upp á hagnað á bilinu 1.464 milljón-
ir króna til 2.043 milljóna. Yrði það
nokkur aukning frá þriðja ársfjórð-
ungi í fyrra en þá skilaði félagið
1.166 milljóna króna hagnaði.
Greiningardeildirnar gera ráð
fyrir að hagnaður Straums-Burðar-
áss fjárfestingarbanka verði á bil-
inu 5 til 5,3 milljarðar á þriðja árs-
fjórðungi. Útlánasafn bankans
hefur vaxið mjög á árinu og er gert
ráð fyrir áframhaldandi vexti og
aukningu í hreinum vaxtatekjum.
Nokkuð ber í milli spáa Glitnis
og Kaupþings um hagnað Lands-
bankans á þriðja ársfjórðungi.
Gerir Glitnir ráð fyrir 6,17 millj-
arða króna hagnaði á meðan Kaup-
þing spáir 7,78 milljarða króna
hagnaði, sem myndi nema 55,8 pró-
senta aukningu hagnaðar milli
þriðju ársfjórðunga 2005 og 2006.
Á þriðja ársfjórðungi í fyrra nam
hagnaður bankans tæpum fimm
milljörðum króna. - hhs
Góðs uppgjörs vænst
3. ÁRSFJÓRÐUNGUR – SAMANBURÐUR Á SPÁM*
Glitnir Kaupþing Landsbankinn
Bakkavör 2043,6 1641 1464
Landsbankinn 6174 7780 X
Straumur-Burðarás 5347 5000 5073
* Í milljónum króna
Össur hf. er óslípaður demantur,
segir fjármálafyrirtækið ABG
Sundal Collier í nýrri greiningu á
fyrirtækinu sem út kom í gær. Fyr-
irtækið mælir með því að fjárfestar
haldi í bréf sín í Össuri og telur
markaðsvirði þeirra sjö prósentum
undir eigin verðmati.
Í greiningunni er Össuri spáð 10
prósenta vexti á ári fram til ársins
2010 og að EBITDA fyrirtækisins
(hagnaður fyrir afskriftir og skatta)
aukist úr 16 prósentum í að minnsta
kosti 23 prósent á sama tíma. Engu
að síður er haft orð á því að fjárfest-
ingu í félagi í jafnörum vexti og
Össur er fylgi ávallt nokkur áhætta,
en um leið bent á að fyrirtækinu
hafi hingað til gengið vel að laga
fyrirtækjakaup að rekstri sínum.
Greiningin er sú fyrsta erlenda
sem gefin hefur verið út um Össur,
en ABG Sundal Collier er með skrif-
stofur í Björgvin, Kaupmannahöfn,
London, Ósló, Stokkhólmi og New
York. - óká
Óslípaður demantur