Fréttablaðið - 26.10.2006, Side 35

Fréttablaðið - 26.10.2006, Side 35
FIMMTUDAGUR 26. október 2006 3 Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Lúxus á leið til betri vegar Eigulegar vörur í snyrtibudduna. Framleiðendurnir hjá Clarins-snyrti- vörum hafa sett nokkrar nýjar vörur á markaðinn undir nafninu Horizons. Litirnir eru hlýir og náttúrulegir og henta flestum konum, hvort sem þær eru ljósar eða dökkar á hörund. Fallegir litir frá Clarins Þrír náttúrulegir litir í einni öskju. Litina má nota bæði á augu og kinnar til að gefa ferskt og fallegt útlit og gæða húðina ljóma. Eitthvað sem þú munt eflaust kaupa aftur og aftur. Þrír fallegir varalitir frá Clarins númer 10, 11 og 12 sem heita Guava, Raisin og Latte. Liturinn er endingargóður og mjúkur með léttu ávaxtabragði og inniheldur að auki vítamín sem nærir varirnar. Um nokkurt skeið hefur umhverfisvernd verið að ryðja sér til rúms í tískunni, til dæmis með notkun á lífrænt ræktuðum efnum án eiturefna. Einnig með nýjungum sem valda minni umhverfisskaða eins og þráðum úr bambus í stað bómullar, en við ræktun bómullar þarf mikið vatn og mengandi efni. Nú eru maís, soja og meira að segja köngulóarvefir notaðir til að framleiða þræði sem eru notað- ir í efni í stað bómullar. Að auki hrinda þessi efni frá sér bakter- íum og sum þeirra vernda húð- ina gegn útfjólubláum geislum. Sífellt fleiri merki bjóða nú ein- hvern hluta af framleiðslu sinni gerðan úr umhverfisvænum efnum eða efnum sem ekki eru notuð hættuleg eiturefni við að framleiða. Sem dæmi má nefna H&M, Reebok og Marks & Spencer. Nýleg skoðanakönnun hér á landi sýnir að 60 prósent fólks á aldrinum 20-24 ára hefur áhuga á umhverfisvænni tísku. Þetta er ekki lítill markhópur og hjálpar svo sannarlega fata- framleiðendum við að breyta um stefnu. En það eru ekki aðeins ódýrari fataframleiðendur sem eru að vakna til meðvitundar um nauð- syn umhverfisverndar, hvort sem það er vegna þrýstings frá kaupendum eða umhverfissam- tökum því nú eru það stóru tískuhúsin og lúxusiðnaðurinn sem eru að taka við sér. Oscar de la Renta notar til dæmis maísefni í framleiðslu sína og það sama má segja um Versace sport og Bagoutta. Nýjasti fata- framleiðandinn er Levi‘s sem nú blandar sér í hóp hinna. Ein af ástæðum þess að stóru tískuhúsin taka nú við sér í umhverfismálum er sú að þau sem eru á hlutabréfamarkaði hafa frá 2002 verið skyldug til að gangast undir ákveðinn umhverfissáttmála sem ætlað er að beina stórfyrirtækjum í að að blómstra í sátt við jörðina. Nokkuð ný hugsun þegar verð- bréfagróði er annars vegar. Stærstu lúxussamsteypurnar Gucci-groupe (Gucci, YSL, Bal- enciaga) og LVMH (Dior, Louis Vuitton, Celine) setja sér nú vinnureglur og ráða sérfræð- inga í umhverfismálum. Mark- miðið er að í lúxusiðnaðnum, þar sem gæði og falleg hönnun ráða ríkjum sem og hátt verð, eigi umhverfisvernd að vera hluti af þessari hágæðavöru. Stóru tískuhúsin sjá í framtíð- inni fram á að fá nýja ástæðu til að fá fólk til að dreyma – selja umhverfisvæna lúxusvöru. Ekki má heldur gleyma því að stóru tískuhúsin leita til fjölda minni fyrirtækja með ýmiss konar handverk. Víða um land eru til dæmis konur sem prjóna eða sauma út hluta af klæðum sem eru svo sameinuð í hátísku- kjóla. Tískuhúsin setja undir- verktökum sínum starfsreglur, meðal annars um umhverfis- vernd ef því er að skipta. Enn er þó löng leið fram undan. bergthor.bjarnason@wanadoo.fr Glamúr og „grunge“ MARC JACOBS EKKI LENGUR SETTLEGUR OG PENN. Nýi „grunge“-tískustíllinn fær svo sannarlega innblástur frá glansdögum Nirvana en er mun stílhreinni að þessu sinni. Marc Jacobs hefur skellt sér í allt aðra átt en í fyrra þegar allt sem frá honum kom var pent og sett- legt. „Grunge“-ið hefur tekið allt aðra stefnu í höndum Jacobs og er nútímaleg útfærsla sem passar fullkomlega fyrir íslensk- an vetur. Flíkurnar eru stórar og liggja í lögum úr bómull og velúr, með pallíettuskreytingum með fallegum smáat- riðum. Kynslóðin sem klæddist flíkum í þess- um stíl (með Nirvana) er nú orðin fullorðin og kann án efa að meta glæsi- leikann í bland við fortíðarþrá unglingsáranna frá Marc Jacobs. Klassísk kín- versk fegurð LEIKRÆN TILÞRIF Á TÍSKUSÝNINGU Fimmta kínverska tískuvikan var haldin í Peking á dögunum. Í tilefni af því tóku nokkrir nem- endur og kennarar þjóðaraka- demíu í kínversku leikhúsi og listum þátt í að setja upp sýn- ingu. Voru fyrirsætur klæddar í búninga og málaðar í anda hins hefðbundna kínverska leikhúss og kom það ágætlega út. Fyrirsætur skörtuðu fallegum búningum sem vísa til kínversks leikhúss. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Mjúkur og góður augnblýantur sem blandast vel við augnskugga og auðvelt er að vinna með. Maternity Fyrir verðandi og nýbakaðar mæður. • Neðanþvottaklútar fyrir þrútin og viðkvæm svæði • Olíugel, eykur teygjanleika húðarinnar og er tilvalið til að nudda uppúr • Næringarkrem sem eykur teygjanleika húðarinnar •Fótakrem sem léttir á þrútnum fótum Fæst aðeins í verslunum Lyf og heilsu og Árbæjarapóteki 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Fjarðargötu 13-15 • Sími 555-4420 Tilboð á kuldaskóm aðeins Sendum í póstkröfu áður 6990 litir:svart og brúnt st. 36-41 áður 7990 litir: brúnt st. 36-41 áður 7990 litir: svart st. 36-41 5.990
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.