Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 44
 26. október 2006 FIMMTUDAGUR12 Í GARÐINUM HEIMA HAFSTEINN HAFLIÐASON SKRIFAR UM ALLAN GRÓÐUR HEIMILANNA Haustkaktusar Ekki er það nú beint útlitið sem fær okkur til að telja nóvemberkaktusinn og jólakaktusinn til kakt- usa. Hvorki hafa þeir þykkan bol né þyrna eins og þeir kaktusar sem oftast koma upp í hugann þegar á kaktusa er minnst. En engu að síður teljast þeir til hins stóra ættbálks kaktusanna sem svo sérkenn- andi eru fyrir ýmis gróðurlendi beggja hluta Amer- íku, alveg frá Klettafjöllunum norður í Kanada suður á syðstu skaga Chile. Þeirra lendur eru yfir- leitt kargar klettaskriður eða þurrar eyðimerkur. Tegundirnar skipta hundruðum, hver með sitt svip- mót, mótað af þeim aðstæðum sem þær mættu á þróunarbrautinni. Heilabrot við Indlandshaf En auk hinna þyrnum vörðu tegunda er til nokkuð stór hópur svokallaðra blaðkaktusa sem hafa þróast sem setar hátt uppi í krónum trjáa í fjallaregnskóg- um Suður-Ameríku. Af blaðkaktusum vex einnig ein tegund á Srí Lanka og önnur á eynni Sansibar aust- an Afríku. Þær eru einu kaktusategundirnar sem eru upprunalegar utan Ameríku. Þetta hefur valdið grasafræðingum heilabrotum, en nánustu ættingjar kaktusanna eru hádegisblómin í Afríku (og svala- kössunum okkar). Í íslensku flórunni telst haugarf- inn skyldastur þeim, en er allfjarskyldur þó. Blendingsbræður Uppruni nóvemberkaktus er í fjallahéruðunum ofan við Sao Paulo í Brasilíu. Sem pottaplanta er hann þó tilbúin tegund sem gerð var með því að æxla saman tveimur náskyldum tegundum af þess- um slóðum. Það gerði garðyrkjumaður nokkur að nafni William Buckley sem rak garðyrkjustöð utan við London um miðja nítjándu öld. Frá þessum blendingum hans hafa allir nóvember- og jólakakt- usar komið. Dálítill munur er þó á þessum tveimur, einkum hvað varðar blaðgerð og blómgunartíma. En þeir eiga sömu foreldra og sáu fyrst dagsins ljós í gróðurhúsum Buckleys. Jólakaktusinn hefur sljórri blöð en nóvemberkaktusinn og blómgast ögn síðar, en aftur á móti var hann mun algengari á heimilum áður fyrr og hér og þar eru til eintök af honum sem fylgt hafa sömu fjölskyldunum í marga ættliði. Jólakaktusinn á það líka til að blómgast aukalega á vorin, eftir vetrarhvíldina. Markaðsvaran Nóvemberkaktusinn hafði samt vinninginn sem verslunarvara vegna þess að hann er ekki eins hvumpinn og jólakaktusinn og þolir betur flutning og búðastúss eftir að hann er búinn að mynda blóm- hnappa. Öll slík meðferð er jólakaktusnum um megn, hann fellir blóm um leið og hann verður fyrir áreiti á þessum viðkvæma tíma. Nóvemberkaktus blómgast að öllu eðlilegu um mánaðamótin október/ nóvember en jólakaktusinn um mánuði síðar. Blómgunin stendur í tvær til þrjár vikur. Á síðustu árum hefur verið mikið unnið að því að fjölga val- kostum í blómalit og blómgunartíma nóvemberkakt- usins og nú eru til hátt í hundrað nafngreindar sort- ir af honum. Blómlitirnir ná yfir tugi blæbrigða í bleikum, rauðum, eirrauðum, hvítum og jafnvel gulum tónum. Harðgerðir – en þurfa skilning Enda þótt nóvemberkaktus, jólakaktus og flestir blaðkaktusar séu afar harðgerðar, langlífar og þoln- ar pottaplöntur, þurfa þeir samt nokkuð sérstakar aðstæður til að blómgast. Eftir blómgun á að vökva reglulega í svo sem mánuð. Svo er plantan látin hvíla sig á fremur svölum stað (15°C) og ekkert vökvuð fram í mars. Þá er aftur byrjað að vökva og gefa áburð út júlímánuð. Í lok júlí hefst annað dval- arskeið. Meðan á því stendur er lítið sem ekkert vökvað en plantan samt höfð við stofuhita. Um miðj- an september fara svo blómhnappar venjulega að sjást. Þá er vökvun aukin og gefinn daufur áburðar- skammtur tvisvar eða þrisvar uns plantan stendur í fullum blóma í endaðan október eða í byrjun nóv- ember. Í stuttu máli Ísl. nafn: Nóvemberkaktus Vísindaheiti: Schlumbergera x buckleyi hybr. Plöntuætt: Cactaceae – kaktusaætt. Notkun: Blómplanta – pottablóm. Birtuþörf: Mikil óbein birta. Kjörhiti: Heittemprað: 15–20°C. Vökvun: Mold ávallt rök meðan plönturnar eru í blóma. Þurr hvíldartímabil. Áburður: Daufir skammtar af og til. Umpottun: Eftir þörfum í stærri pott, notið kalk- lausa mold. Fjölgun: Afar auðveld með greinabútum á vorin. Hvítur nóvemberkaktus. ������������� ������������������������������ ������������������������������� ����������������������������� ��������������� *Tilboðsverð 2006 S e p t. 2 0 0 6 Nicorette Fruitmint Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Handhafimarkaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. www.nicorette.is Nýttbragð semkemurá óvart 25% afsláttur * �� ��� �� � �� ��
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.