Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 80
 26. október 2006 FIMMTUDAGUR40 menning@frettabladid.is ! Um helgina verður efnt til þings í Þjóðleikhúsinu um Jon Fosse, leikskáldið norska sem hefur á fáum árum vakið athygli víða um álfur fyrir verk sín. Jon mætir á þingið og gefst áhugamönnum um feril hans og verk að heyra hann sjálfan ræða um hvernig það er að vera eitt mest umtalaða leikskáld Norður- landa um þessar mundir. Auk Jons verður gestur á þinginu einn helsti leikgagnrýnandi Svía, Leif Zern, sem hefur skrifað bók um skáldið. Leif hefur starfað sem menningarritstjóri á dagblaðinu Expressen. Zern skrifaði áralangt um leiklist og leikhús í Dagens Nyh- eter. Þriðji gestur hátíðarinnar er Berit Gullberg, útgefandi frá Stokk- hólmi, en hún hefur átt veg og vanda af því að kynna verk Jons Fosse um allan heim. Á þessu ári sýndi Þjóðleikhúsið Sumardag eftir Jon Fosse á Smíða- verkstæðinu en það var í fyrsta sinn sem verk eftir þetta vinsæla leik- skáld er sýnt í íslensku atvinnuleik- húsi. Áður hafði Útvarpsleikhúsið kynnt verk hans íslenskum áheyr- endum. Jon Fosse er eitt vinsælasta leikskáld í Evrópu um þessar mund- ir og hann kemur hingað til lands beint frá München þar sem hann var viðstaddur frumsýningu á nýjasta leikriti sínu. Þjóðverjar hafa reynd- ar tekið honum flestum þjóðum betur, en þess sjást merki að Fosse nær víða hljómgrunni. Norræn leikskáld hafa lengi átt nokkuð erfitt uppdráttar á leiksvið- um Evrópu og Bandaríkjanna, eink- um eru ensku málsvæðin snúin. Hafa leikskáld á borð við Noren komist að, en tónninn er víða and- snúinn norrænum leikskáldskap. Með framgöngu Fosses sjá menn vinsældir í líkingu við hina sígildu höfunda, Strindberg og Ibsen. Dagskrá Fosse-hátíðarinnar er sett saman af leiklestrum á laugar- dag á smíðaverkstæðinu: kl. 15. er flutt verkið Nafnið og sonurinn. Þýð- andi er Hjalti Rögnvaldsson. Átta leikarar flytja verkið. Um kvöldið er síðasta sýning á Sumardegi eftir Jon Fosse að höfundi viðstöddum. Á sunnudag kl. 15. verður þingað um leiksskáldskap Fosse á Smíða- verkstæðinu. Aðalfyrirlesari er Leif Zern, en þátttakendur í pallborði verða Berit Gullberg útgefandi, Atli Ingólfsson tónskáld og Hallmar Sig- urðsson, leiklistarstjóri Ríkisút- varpsins. Að loknum pallborðsum- ræðum mun Hlín Agnarsdóttir, leikstjóri og leikskáld, ræða við Jon Fosse. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Í tengslum við Fosse-hátíð- ina sýnir leikhópurinn Jelena verkið Purpura í Loftkastalanum, unglinga- verk sem Jon Fosse skrifaði sérstak- lega fyrir fræðsludeild Breska þjóð- leikhússins. Verða sýningar í Verinu í Loftkastalanum dagana 26.-29. okt- óber kl. 21.00. Fimm ungir áhuga- menn leika í sýningunni undir stjórn Friðriks Friðrikssonar. - pbb Þingað um leikrit Fosse JON FOSSE LEIKSKÁLDIÐ NORKA Sækir Þjóðleikhúsið heim um helgina. HELGA JÓNSDÓTTIR Stýrir lestri á verki Fosse. HLÍN AGNARSDÓTTIR Leiðir samræður við skáldið. [TÓNLIST] UMFJÖLLUN Það lá fyrir strax og tilkynnt var um 50 ára afmælistónleika Bubba Mort- hens í Höllinni að það yrði einstakur viðburður. Að margra mati, þ.á m. mín, hefur Bubbi gert flest sín bestu verk þegar hann hefur verið meðlimur í hljóm- sveitum og að fá að sjá allar hljóm- sveitirnar hans á einum tónleikum var mikið tilhlökkunarefni. Tónleikarnir voru nýlega gefnir út bæði á tvöfaldri geislaplötu og mynddisk. Báðar útgáfurnar eru eins uppbyggðar. Þarna eru 24 lög með hljómsveitunum sex (GCD, Stríð og frið, Das Kapital, MX-21, Utangarðsmönnum og Egó í þeirri röð sem þær komu fram á tónleikun- um), fimm lög með Bubba einum og eitt lag, Stúlkan sem starir á hafið, í flutningi Heru Hjartardóttur. Lagalistinn er auðvitað glæsileg- ur. Þarna eru margir ef helstu smell- um Bubba í gegnum tíðina, en líka minna þekkt lög og ný. Flutningur- inn er svolítið misjafn, en gleði og góð stemning skín í gegn. Gott dæmi um það er þegar salurinn fer í miðju GCD-prógrammi að syngja afmælis- sönginn. Hápunktarnir voru lögin fjögur með MX-21 (Þorsteinn Magnússon gítarleikari í miklum ham), Utan- garðsmannalögin fimm (nostalgía!) og Blindsker af því að það hefur allt- af verið mitt uppáhalds Bubbalag og það var gaman að heyra það í flutn- ingi Das Kapital, með saxófón og öllu tilheyrandi. Að sjálfsögðu er miklu meiri fengur í DVD-útgáfunni. Tónleikarn- ir voru teknir upp á fjölmargar kvik- myndatökuvélar og þess vegna er úr miklu myndefni að moða. Allt er þetta mjög faglega unnið. Það eru flott skot bæði af sviðinu og einstöku hljóðfæraleikurum og af áhorfend- um í salnum. Og hljómurinn er ágæt- ur. Það eina sem fór í taugarnar á mér á tónleikunum sjálfum var að Simmi og Jói hefðu verið fengnir til að kynna þá. Mér til mikillar ánægju var búið að klippa þeirra hlut burt úr útgáfunni sem maður sér á mynd- disknum að undanskilinni örstuttri upphafskynningu. Auk tónleikanna sjálfra eru þrjár stuttar „fluga á vegg“ heimildar- myndir sem aukaefni á DVD-útgáf- unni. Þær sýna unirbúninginn, afmælisveislu sem haldin var í minni sal í Laugardalshöllinni rétt fyrir tónleikana að viðstöddum forsetan- um og Dorrit og stemninguna bak- sviðs rétt fyrir tónleika. Skemmtileg viðbót sem sýnir þennan viðburð í lífi Bubba og aðdáenda hans frá öðrum sjónarhornum. Á heildina litið er þetta fínn afmælispakki. Þeir sem á annað borð kunna að meta Bubba ættu að vera sáttir. Trausti Júlíusson Fínn afmælispakki BUBBI 06.06.06 Niðurstaða: 06.06.06 er fínn afmælispakki sem ætti að falla í kramið hjá Bubba- aðdáendum. DVD-útgáfan nær enn betur að fanga þá hátíðarstemningu sem ríkti á tónleikunum. Kl. 21 Nykurhópurinn er með ljóðalestur á Litla ljóta andarunganum í kvöld. Hefst gamanið kl. 21.00. Þar verða saman komin nokkur skáld úr hópn- um og lesa birt og óbirt ljóð. Þau eru Arngrímur Vídalín, Emil Hjörvar Pedersen, Jón Örn Loðmfjörð, Kári Páll Óskarsson, Bjarney Gísladóttir og Urður Snædal. Aðgangur er ókeypis og öllum heim- ill Rithöfundasambandið hefur sett saman dagskrár fyrir þrjú mismunandi aldursstig í skólum landsins og sendir nú félaga sína í heimsókn í skólana. Lögð er áhersla á notkun nýrra miðla. Fara höfundar tveir og tveir saman í heimsókn, lesa upp og eiga samtal við unga lesendur sína. I hópi þeirra sem fara í þessa för eru skáldin Sigurður Pálsson og Þórarinn Eldjárn, Kristín Helga Gunnarsdóttir og Aðalsteinn Ásberg, Einar Már og Einar Kárason, Áslaug Jónsdóttir og Kristín Steins- dóttir, Gerður Kristný og Sigrún Eldjárn, Ragnheiður Gestsdóttir og Þorgrímur Þráinsson. Hafa þegar á fjórða tug skóla tryggt sér heimsókn skáldanna og standa vonir til að svo vel takist um gest- komuna að áframhald verði á. Það eru borg og ríki sem styrkja verkefnið. Áður fyrr voru heimsóknir skálda í skóla tíðar, en þeir voru flestir fyrir eldri bekkinga. Með þessum mannvali er reynt að brúa bil með hressu prógrammi fyrir hvern aldurshóp. Skáld fara í skólana SIGURÐUR PÁLSSON LJÓÐSKÁLD SÆKIR UNGLINGA HEIM > Ekki missa af Hugleik sem er með allra síðustu sýningu á Systrum eftir Þórunni Guðmunds- dóttur. Það er aukasýning á föstudagskvöld kl. 20 og systratilboð í gangi. Leikið er í Möguleikhúsinu við Hlemm. Hausttónleikum Krabba- meinsfélagsins í Langholts- kirkju í kvöld. Þar koma fram meðal annarra KK, Ellen systir hans, Magnús Eiríksson, Reg- ína Ósk og fleiri listamenn. Tónleikarnir eru í minningu Jóhönnu Arndísar Stefánsdótt- ur og hefjast kl. 20.00. ÞAR SEM ÍSLENDINGUM FINNST SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA NÁNARI UPPLÝSINGAR RISADANSLEIKUR BAGGA- LÚTUR SKÍTA MÓRALL FLÍS & BOGOMIL STÓRTÓNLEIKAR HÚSIÐ OPNAR KL. 23.00 MIÐAVERÐ 1000 KR ALDURSTAKMARK 20 ÁRA HÚSIÐ OPNAR KL. 23.00 MIÐAVERÐ 1500 KR ALDURSTAKMARK 20 ÁRA FÖSTUD. 27. OKT. 2006 LAUGARD. 28. OKT. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.