Fréttablaðið - 26.10.2006, Síða 84

Fréttablaðið - 26.10.2006, Síða 84
 26. október 2006 FIMMTUDAGUR44 Um aldir hafa Íslendingar átt sam- skipti við Ítalíu. Héðan fór fiskur fyrr á öldum og beint til hafnar í Genúa. Við lutum um aldir kirkju- stjórn þar í landi og þangað sóttu menn vakningu í listum og menn- ingu. Vínin þeirra drekkum við og pastað er tíður kostur á öllum heimilum, en aldrei höfum við lagt okkur eftir að læra tungu þeirra og fylgjast með því sem efst er á baugi í menningunni þar suður frá. Þessa vikuna minna ítölsk stjórnvöld á tungu sína og menn- ingu um víða veröld. Átakið kalla þau „La settiman della lingua ital- iana nel mondo“ og er þetta í sjö- unda skipti sem til þess er gripið. Af því tilefni er hingað komin í boði stjórnvalda skáldkonan Dacia Maraini sem er einn af virtustu núlifandi rithöfundum heimalands síns. Dacia er Flórensbúi en hefur gert sögu lands síns og þjóðar að sínum heimabæ í verkum sínum Hún hefur sent frá sér skáldsögur, smásögur, ljóð, yfir 30 leikrit ásamt fjölmörgum ritgerðum um bók- menntir og leikhús. Dacia hefur leikstýrt átta kvik- myndum (þeirra á meðal stutt- myndium og heimildarmyndum fyrir sjónvarp) og tekið þátt í að skrifa kvikmyndahandrit ásamt höfundum eins og Pier Paolo Pasol- ini, Marco Ferreri og Margarethe Von Trotta. Mariani tók saman við Alberto Moravia rithöfund snemma á sjö- unda áratugnum. Þau ferðuðust saman víða um heiminn og dvöldu um tíma í Afríku. Ritratto di donne africane er ein af hennar þekkt- ustu heimildarmyndum frá þeim tíma, 1977. Verk hennar einkennast af per- sónulegum hugleiðingum um félagslegar umbreytingar sem og stöðnun og í þeim koma sterkt fram viðhorf hennar gagnvart ofbeldi á konum og börnum. Meðal hennar þekktustu verka eru í ensk- um þýðingum Woman at War (1975) sem fjallar um ítölsku femínista- hreyfinguna, Isolina (1985), sönn saga um ofbeldi gegn konum og The Silent Duchess (1990) sem fjallar um líf daufdumbrar aðalskonu á Sikiley á fyrri helm- ingi átjándu aldarinnar. Nýjasta skáldsaga Maraini ber titilinn Colomba og kom út árið 2004. Í tengslum við ítölsku menning- arvikuna er haldin ráðstefna þar sem Dacia kynnir verk sín og afstöðu. Það er Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur sem stendur fyrir ráð- stefnunni hér ásamt ítalska sendi- ráðinu og er hún í húsakynnum Norrænahússins í dag kl 17.30- 19.30. Aðgangur er öllum opinn og er gestum boðið upp á léttar veit- ingar. Þar verður rætt við skáld- konuna á ensku. - pbb HEIMSÞEKKT SKÁLDKONA, DACIA MARAINI, SÆKIR ÍSLAND HEIM: Skáld og baráttukona Dacia Maraini Er úr innsta kjarna valdamikilla listamanna á ítalíu og er víða um lönd viðurkennd sem mesta kvenskáld þeirra að frátalinni Elsu Morante. Tvær ævisögur poppara komu út fyrir skömmu í Bretlandi: Adam Ant hefur sett saman æviferil sinn, Stand and Deliver, og Cris Salewicz, áhangandi Clash, hefur tekið saman bók sem hann kallar Redemption Song um ævi Joes Strummer. Strummer var stofnandi og for- kólfur Clash, höfuðbandsins í breska pönkinu. Strummer var óvenjulegur maður sem lést af hjartaáfalli 2002. Í bókinni er honum raunar lýst sem tveimur mönnum. Hann var kominn af vel- stæðu fólki, faðir hans var í utan- ríkisþjónustunni, og ólst upp meðal forréttindafólks í efsta lagi Bret- lands. Í einkalífi sínu hélt hann sig á þeim slóðum, bjó í sveitum Somer- set á setri og unni gönguferðum með hunda sína. Ævisagnaritari gerir því skóna að hinn maðurinn sem Strummer geymdi hafi orðið til þegar bróðir hans féll fyrir eigin hendi. Þá hófst uppreisn Strum- mers. Hann droppaði úr skóla og tók upp nýtt nafn. Sem pönkstjarna var hann ófyrirleitinn og harð- vítugur viðskiptis, Clash var undir hans leiðsögn pólitískt og reitt band: London Calling, Sandinista og Combat Rock eru róttæk laga- söfn. Enda var þetta tími Thatcher. Adam Ant lýsir í sinni ævisögu líka tveimur mönnum: hann hefur um langt skeið þjáðst af geðhvarfa- sýki en er ekki síður markaður af frægðarferlinum. Hann var af lágum stigum, gekk í listaskóla en foreldrar hans voru í þjónustugeiranum. Hann vildi kom- ast áfram og lenti í höndum Mal- colms McLaren, sem þá var í sam- búð með Vivienne Westwood og umboðsmaður Sex Pistols. Þaðan lá leið hans í fræga underground- mynd Dereks Jarman, Jubilee. McLaren setti hljómsveitir á stofn eftir hentisemi. Þeim lenti saman og Adam var orðinn nægilega þekktur til að fá samning. Fyrstu vinsældalög hans spruttu fram 1982/1983. Myndböndin voru skrautleg. Hann skipti ört um búninga en frægðin var til einnar nætur. Þá fór hann til Ameríku og reyndi fyrir sér sem leikari. Frægð hans þar var mest af samböndum við konur: Jamie Lee Curtis og Heather Gra- ham. Og geðhvarfasýkin náði tökum á honum. Opinberar framkomur hans síð- ari ár hafa verið undanfari hand- töku fyrir óspektir á almannafæri. Hann var um tíma tíður gestur á geðdeildum. Nú á tímum á hann það eitt eftir að rekja raunasögu sína og skrifa tilbúið nafn sitt í bækur fyrir gamla aðdáendur. - pbb Prinsinn og betlarinn JOE STRUMMER LAGASMIÐUR OG TEXTA- SKÁLD CLASH Róttækur uppreisnarmað- ur af góðum ættum. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� ����������� �� �������������������� �� �� ����� �������������������������������� ������������������������������������������ ������� ������������������������� ������������ �������������� �� ����������� ��������������������� �������������������������� ����������������������������������������� ��������������� ���������� ���������������������� ���������� ������������� ���������������������������������������������������� ����������������������������������������������������������� ����� �������������������������
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.