Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 86
 26. október 2006 FIMMTUDAGUR46 Nýjasta mynd kínverska bardaga- listamannsins og leikarans Jets Li, Fearless, verður frumsýnd um helgina. Myndin er sérstakt gælu- verkefni leikarans en hún fjallar um Huo Yuanjia, frægasta bar- dagalistamann Kína fyrr og síðar. Huo fæddist árið 1869 og lést 1910 en nafn hans er enn í háveg- um haft í Asíu og myndin hefur notið gríðarlegra vinsælda í álf- unni þar sem hún hefur í aðsókn slegið út myndir á borð við Crouch- ing Tiger, Hidden Dragon, Hero og House of Flying Daggers. Persónulegir harmleikir dundu á Huo sem gafst þó aldrei upp og barðist til metorða en hann þykir hafa fest sannan anda asískra bar- dagalista í sessi sem leið til and- legrar fyllingar og friðar. Huo stofnaði JingWu-bardagaskólann en skólinn kemur við sögu í Bruce Lee myndinni Fist of Fury og í Fist of Legend með Li sjálfum. Leikstjóri myndarinnar, Ronn- ie Yu, hefur líkt og Jet Li haldið sig í Hollywood undanfarin ár og gerð þar myndir eins og The 51st State, Bride of Chucky og Freddy vs. Jason. Þeir félagar sneru aftur á heimaslóðir til þess að gera sögu Huos skil og höfðu sér til fullting- is Yuen Wo Ping sem sá um bar- dagaatriðin í The Matrix og Kill Bill. Hann þykir ná nýjum hæðum í útfærslu raunverulegra slags- mála í Fearless þar sem lítið er um tæknibrellur og kempurnar láta einfaldlega hnefana tala á tjald- inu. Jet Li lætur hnefana tala GOTT GLÁP Mýrin: Myndin sem allir eru að tala um og er sýnd fyrir fullum sölum. Baltasar Kormáki tekst hér að flytja glæpasögu Arnalds Indriða- sonar með miklum glæsibrag á hvíta tjaldið. Mynd sem ekki er hægt að leyfa sér að missa af. Infernal Affairs: The Departed eftir Martin Scorsese er byggð á þessari hressilegu Hong Kong-mynd og djöful- gangurinn er síst minni hjá löggum og bófum sem berast á banaspjótum í Hong Kong en Boston. Hörkumynd. Monster House: Fínn spennuhrollur fyrir kalda krakka sem kalla ekki allt ömmu sína og stærsti kosturinn við hana er sá að hárin rísa einnig á fullorðna fólkinu. JET LI Leikur átrúnaðargoð sitt, Huo Yuanjia, af lífi og sál í Fearless. Eftirlætis kvikmynd: Það fer alltaf eftir því í hvernig skapi ég er. Núna er það... Fried Green Tomatoes. Eftirminnilegasta atriðið: Það er örugglega þegar ég sá Hannibal Lecter í fyrsta sinn, það var ógeðslegt. Hann blikkaði ekki augunum, algjör viðbjóður. Uppáhaldsleikstjóri: Luc Besson. Mesta hetja hvíta tjaldsins: Það er Woody Allen. Hann er hvunndags- hetjan og bara snillingur. Mesti skúrkurinn: Flottasti skúrkurinn er Goldfinger úr James Bond-myndinni. Mér fannst hann mjög flottur. Hvaða persóna fer mest í taugarnar á þér? Allir „heimskir“ karakterar í íslenskum bíómyndum, eins og heimska fólkið úr Blossa. Þeir eru bara of mikið. Ef þú fengir að velja þér kvikmynd til að leika í, hvernig væri söguþráður- inn, hver væri leikstjóri og hver myndi leika á móti þér? Það væri íslensk hryllingsmynd sem gerist á sjó. Leikstjórinn væri Reynir Lyngdal og ég væri mjög til í að leika á móti Theódóri Júlíussyni. KVIKMYNDANJÖRÐURINN GUÐRÚN DANÍELSDÓTTIR, GARÚN, AÐSTOÐARLEIKSTJÓRI Woody Allen mesta hetjan Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, heldur fyr- irlestur á morgun sem nefn- ist Afbrotafræði íslenskra glæpasagna. Þar mun hann m.a. fjalla um Mýrina út frá afbrotafræðilegu sjónar- horni. Fyrirlestur Helga er hluti af sjö- undu félagsvísindaráðstefnu Háskólans sem verður haldin í Odda og Lögbergi frá klukkan 9 til 17. „Ég skoða týpurnar í bókum Arnaldar, til dæmis gerendur glæpa og hvernig lýsingin er á þeim,“ segir Helgi. „Ég skoða fíkniefnasalana, fórnarlömb eitur- lyfja og leynilögregluna sjálfa. Þarna eru ákveðnar staðalmyndir sem við sjáum í erlendum bókum. Arnaldur setur þetta í íslenskan búning.“ Með erfðasyndina í blóðinu Helgi segir að glæpamennirnir í bókum Arnaldar séu oftast nær málaðir mjög dökkum litum og eigi sér í raun engar málsbætur. „Holberg [í Mýrinni] er til dæmis algjör mannleysa og nauðgari. Hann er fyrirlitlegur karakter og maður er í raun og veru gáttaður á því hvernig hann getur gengið laus. Hann er hálfgert „monster“ sem er meira að segja með erfða- syndina í blóðinu þar sem dauðinn birtist,“ segir Helgi. „Vafalítið eru einhver dæmi um svona glæpa- menn en yfirleitt eru þeir marg- brotnari en þetta. Vissulega fremja þeir glæpi en þeir eru ekki illmenni út í gegn.“ Eva á sér ekki viðreisnar von Að sögn Helga lýsir Arnaldur heimi fíkniefnanna á einfald- ari hátt en hann er í raun og veru. „Eins og kemur skýrt fram í Dauða- rósum þá koma fíkniefnin að utan og fíkniefnasalinn á bak við allt saman slettir amerísku og er samvisku- laus dópsali. Þarna er staðalmynd á ferðinni því raunveruleikinn er miklu blandaðari. Það er til dæmis mjög þunn lína á milli dópsala og dópista,“ segir hann. „Fleiri staðalmyndir má nefna eins og Birtu í Dauðarósum og Evu Lind. Henni er lýst sem algjör- lega viljalausu verkfæri sem á sér enga viðreisnar von og er næstum því dæmd til að deyja. Eva Lind er í dauðadái alla bókina í Grafar- þögn. Það eru til neytendur af mörgu tagi og það er fíkniefna- neysla úti um allt í samfélaginu. Það eru samt fæstir sem eru eins og Eva Lind, sem er ekki með sjálfri sér.“ Ofsalega vel gerð mynd Helgi er búinn að sjá Mýrina á hvíta tjaldinu og finnst hún að mörgu leyti mjög góð. „Hann er flottur handverksmaður hann Baltasar. Í sambandi við framvinduna þá skautar hann svolítið hratt yfir og það eru oft óljósar tengingar. Mér fannst Elliði mjög góð týpa og þetta er ofsalega vel gerð mynd en það eru vankantar í henni,“ segir hann. Erlendur er ekki algjör gunga „Erlendur fellur inn í þessa týpu sem við þekkjum úr skandinavísk- um raunsæisbókmenntum og rannsóknarlöggum á borð við Morse. Hann gerir ekki allt með tilþrifum en það er stundum smá töggur í honum. Hann er ekki algjör gunga. Hann er Íslendingur sem heitir Erlendur og er að tak- ast á við hið nýja Ísland og verja það fyrir erlendu glæpunum,“ segir Helgi. „Síðan er þarna Sigurður Óli sem er menntaður frá Ameríku og tekur þessu með hneykslun en gengur samt í gegnum þetta, því svona er þetta bara. Hann er að sumu leyti skilgetið afkvæmi nútímasamfélagsins og hugsar til dæmis meira um sjálfa sig en aðra.“ Fyrirlestur Helga verður á milli kl. 15.00 og 17.00 á morgun í stofu 102 í Lögbergi og eru allir áhugamenn um bækur Arnaldar Indriðasonar og kvikmyndina Mýrina hvattir til að mæta. freyr@frettabladid.isv Erlendar staðalmyndir í íslenskum búningi HELGI GUNNLAUGSSON Helgi segir að veruleikinn sé ekki eins einfaldur og honum er lýst í bókum Arnaldar Indriðasonar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ERLENDUR Ingvar E. Sigurðsson fer með hlutverk Erlends í kvik- myndinni Mýrin. Þrátt fyrir að fátt bendi til annars en að enski leikarinn Daniel Craig muni koma sterkur inn sem nýr James Bond og skila hlutverki þess skotglaða kvennaljóma með miklum sóma heyrast enn efasemdaraddir frá heitttrúuðum aðdáendum þessa svalasta njósnara hennar hátignar. Ráðning Craigs í hlutverkið mætti strax mikilli andstöðu harðra Bond aðdáenda sem fundu honum allt til foráttu. Allt frá því að hann væri ljóshærður til þess að leikaranum sjálfum væri ekki vel við byssur. Aðfinnsluefnin voru flest léttvæg og andúðin illa ígrunduð og kjánaleg. Háralitur Bonds og í raun húðlitur skiptir ekki máli. Hann þarf bara að vera töff. Samuel L. Jackson gæti því alveg leikið hann rétt eins og Pierce Brosnan. Craig er töffari og nýtt sýnishorn úr Casino Royale hefði átt að þagga niður í grátkórnum. Hann er vissulega öðruvísi Bond en hann er eitursvalur og ef stiklan gefur rétta mynd af Casino Royale sem heild þá megum við eiga von á hörku Bond mynd. Heimurinn sem við lífum í breytist hratt og Bond verður að breytast með eigi hann að komast af. Ný kynslóð harðjaxla á borð við Jack Bauer og Jason Bourne kalla nú á aðra endurnýjun á Bond og aðdáendur hans mega eiga von á uppfærðum töffara sem stenst kröfur nýrrar aldar. Afdráttarlausri stefnubreytingu sem þessari er upplagt að fylgja úr hlaði með nýjum og ferskum manni sem á að vera eitthvað annað og meira en skugginn af Connery. Framleiðendur Bond myndanna reyndu á sínum tíma að taka U- beygju þegar Ástralinn lánlausi George Lazenby tók við af Connery í On Her Majesty‘s Secret Service. Þar var gert lúmskt póstmódernískt grín að fjarveru Connerys og þeirri óþægilegu stöðu sem arftakinn var í. Þetta skilaði sér í bráðsmellinni og stórlega vanmetinni Bond mynd sem leið fyrir það að aðdáendur njósnarans ætluðu sér aldrei að gefa Lazenby tækifæri. Það mátti líka svo sem finna ýmislegt að leikaranum en líkurnar á að sagan endurtaki sig í nóvember eru hverfandi. Craig er maður til þess að standa andstreymið af sér og úrtöluliðið mun, þegar upp verður staðið, þurfa að éta stóru orðin. Skotleyfi á Bond afturkallað AF HVÍTA TJALDINU Þórarinn Þórarinsson bio@frettabladid.is V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . FRÁ FRAMLEIÐENDUM CROUCHING TIGER, HIDDEN DRAGON FRUMSÝND 27. OKTÓBER SENDU SMS JA JLV Á 19 00 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ B ÍÓMIÐA! VINNINGAR ERU BÍÓMI ÐAR, DVD MYNDIR OG MARG T FLEIRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.