Fréttablaðið - 26.10.2006, Page 87
26. október 2006 FIMMTUDAGUR47
The Departed, nýjasta mynd leik-
stjórans Martins Scorsese, verður
frumsýnd á Íslandi á morgun.
Myndin hefur fengið góðar viðtök-
ur gagnrýnenda sem keppast við
að hlaða hana lofi og eina ferðina
enn er byrjað að spá leikstjóran-
um Óskarsverðlaununum en hann
missti síðast af þeim árið 2004
með The Aviator.
The Departed er þvottekta
glæpamynd sem er byggð á Hong
Kong-myndinni Infernal Affairs
og menn eru því mikið með byss-
urnar á lofti. Scorsese kann vel til
verka þegar glæpir, fúlmenni og
ofbeldisverk eru annars vegar og
nægir í því sambandi að nefna
Mean Streets, Taxi Driver, Good-
fellas og Casino.
Jack Nicholson fer mikinn í
myndinni sem glæpaforinginn
Frank Costello sem gerir lögregl-
unni í Boston lífið leitt. Ofurkapp
er lagt á að koma kauða bak við lás
og slá en hann er háll sem áll. Yfir-
völd bregða því á það ráð að koma
nýútskrifuðum lögreglumanni,
Billy Costigan, sem er tengdur
glæpaklíku Costellos fjölskyldu-
böndum, inn í innsta hring gengis-
ins.
Costello hefur svo aftur á móti
komið einum sinna manna, Colin
Sullivan, í raðir lögreglunnar
þannig að báðir hópar fylgjast
grannt hvor með öðrum. Leonardo
DiCaprio leikur Billy og Matt
Damon fer með hlutverk Colins en
þetta er í þriðja sinn sem DiCaprio
leikur undir stjórn Scorsese en
samstarf þeirra hófst með Gangs
of New York og hélt svo áfram
með The Aviator.
Báða aðila tekur fljótt að gruna
að þeir séu með svikara í sínum
röðum og uppljóstrararnir tveir
leggja því ofurkapp á að fletta
hvor ofan af öðrum þar sem það
segir sig sjálft að sá þeirra sem
fyrr verður dreginn fram í dags-
ljósið er dauðans matur. Refskák-
in sem þeir tefla blindandi verður
til þess að þeir flækjast enn frek-
ar í vef svika og lyga þannig að
blóðugt lokauppgjör er óumflýj-
anlegt.
Nicholson, DiCaprio og Damon
bera myndina uppi en eru dyggi-
lega studdir öflugum aukaleikur-
um á borð við Martin Sheen, Alec
Baldwin, Mark Wahlberg
og breska erkitöffaranum Ray
Winstone.
Löggu- og bófahasar hjá Scorsese
FANTABRÖGÐ Leonardo Di Caprio fær að kenna á tuddanum Ray Winstone í The
Departed en menn eru ekki teknir neinum vettlingatökum þegar þeir lenda upp á
kant við Jack Nicholson.
FRUMSÝNDAR UM HELGINA
DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM
The Departed
Internet Movie Database - 8.6/10
Rottentomatoes.com - 93% = Fersk
Metacritic.com - 85/100
Fearless
Internet Movie Data-
base - 7.7/10
Rottentomatoes.
com - 72% = Fersk
Metacritic.com
- 70/100
The Wendell Baker
Story
Internet Movie Database - 5.7/10
Rottentomatoes.com - Dómar ekki komnir
Metacritic.com - Dómar ekki komnir
Barnyard
Internet Movie Data-
base - 4.7/10
Rottentomatoes.com
- 25% = Rotin
Metacritic.com
- 42/100
Tölvuteiknimyndin Barnyard
segir frá líflegri tilveru dýra á
bóndabæ nokkrum. Gamli bónd-
inn telur sig ráða lögum og lofum
á bænum en þegar hann sér ekki
til reisir búfénaður hans og hús-
dýr sig á tvö fætur, horfir á sjón-
varp, sprellar og skemmtir sér.
Gamla nautið Ben hefur vit
fyrir hinum dýrunum og gætir
þess að bóndinn komist ekki að
þessu leyndarmáli þeirra og sér
einnig reglulega um að treysta
girðingar og varnir bæjarins svo
að sléttuúlfar haldi sig fjarri.
Otis er sonur Bens og er alger
andstæða föður síns. Hann er
sprelligosi mikill og hugsar um
það eitt að lifa og leika sér. Ábyrgð-
arleysi hans er pabba gamla þyrn-
ir í augum og þegar Ben missir
heilsuna fer allt úr böndunum þar
sem sonurinn hefur ekki dug í sér
til að fylla skarð föðurins.
Bónda fer að gruna að ekki sé
allt með felldu og leyndarmál dýr-
anna er í hættu auk þess sem
sléttuúlfarnir fikra sig nær og
vilja þurran blóði væta góm. Öll
spjót standa því á glaumgosanum
Otis sem þarf að fara að hugsa
sinn gang alvarlega.
Barnyard er frumsýnd með
íslensku og ensku tali á morgun.
Dýragrín
SVEITASÆLA Gamla nautið Ben reynir að
hafa vit fyrir Otis syni sínum.