Fréttablaðið - 26.10.2006, Page 90
26. október 2006 FIMMTUDAGUR50
„Við erum öll nýútskrifuð úr Lista-
háskólanum í vöruhönnun,“ segir
Snæbjörn Stefánsson, einn af sjö
hönnuðum sem eru þessa dagana í
óða önn að opna vinnustofu á Grett-
isgötu. Stofan ber nafnið Grettis-
borg og tekur hópurinn að sér
ýmiss konar hönnun. Vöruhönnun
er ungt fag en þetta er í fjórða
skiptið sem Listaháskólinn útskrif-
ar hóp úr þessu fagi.
„Vöruhönnun er mjög opið svið
innan hönnunar og getum við tekið
að okkur verkefni allt frá drykkj-
arílátum í að hanna útlit á tölvu,“
segir Snæbjörn og bætir því við að
styrkur félaganna á Grettisborg
felist í því hversu mörg þau eru
saman og geta því tekið að sér
stærri verkefni. „Við erum samt
öll að vinna sjálfstætt líka og tökum
að okkur einstaklingsverkefni.“
Snæbjörn hefur ekki áhyggjur
af því að róðurinn verður þungur
fyrir ungt hönnunarfyrirtæki fyrst
um sinn. „Við erum öll vön því að
vera fátækir námsmenn þannig að
þó svo að þetta fari hægt af stað þá
erum við að fjárfesta í okkar eigin
framtíð. Það er samt ákveðin vakn-
ing í samfélaginu núna að hönnun
geti verið arðbær þannig að við
lifum í voninni,“ segir þessi ungi
hönnuður að lokum.
Grettisborg verður opnuð á
föstudaginn klukkan 17 með pompi
og prakt þar sem gestir og gang-
andi geta komið við á Grettisgötu
51a og séð vinnustofu og verk
hönnuðanna. Heimasíða hönnunar-
teymisins er www.grettisborg.
com. - áp
Ungir hönnuðir
opna Grettisborg
FRJÓIR HÖNNUÐIR Þau Árni, Magnea, Oddný, Róshildur, Snæbjörn, Stefán Pétur og
Sverrir úrskrifuðust öll saman úr Listaháskólanum og ákváðu að búa til vinnustofu
fyrir vöruhönnuði þar sem þau taka að sér verkefni úr öllum áttum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hvalveiðar Íslendinga virðast
ekki hafa mikil áhrif á Nylon-
flokkinn því honum hefur verið
úthlutað það erfiða verkefni að
koma með jólin til ensku borgar-
innar Coventry ef marka má
breska vefinn Iccoventry.icnet-
work.co.uk. Þar kemur fram að
stúlkurnar muni kveikja á jóla-
ljósum bæjarins þann 19. nóvem-
ber við hátíðlega athöfn á Milleni-
um Place.
Nylon gaf nýlega út tvöfalda A-
hliða smáskífu með lögunum Clos-
er og Sweet Dreams en síðar-
nefnda lagið gerði góða hluti á
breskum dansstöðum fyrir
nokkru. Stúlkurnar verða hins
vegar ekki einar um hituna í Cov-
entry því með þeim á sviði verður
fyrsti sigurvegari raunveruleika-
þáttaraðarinnar X-Factor, Steve
Brookstein, sem hlaut á sínum
tíma sex milljónir atkvæða í sjón-
varpsþáttunum.
Fram kemur á vefnum
að Nylon sé svar Íslend-
inga við Spice Girls og
er nafnið á sveitinni
sagt vera hálfundar-
legt. Þá er einnig sagt
frá því að hljómsveit-
in hafi haft betur í
plötuslagnum hér á Íslandi við
breska poppgoðið Robbie Willi-
ams í desember, eitthvað sem
kemur Bretanum spánskt fyrir
sjónir. - fgg
Nylon kemur með jólin til Coventry
NYLON Koma með
jólin til Coventry en
þær taka þátt í að
kveikja á jólaljósum
bæjarins.
STEVE BROOKSTEIN Sigraði í fyrstu X-
Factor keppninni á Bretlandi og verður
Nylon innan handar í Coventry.
Sápan í kringum skilnað Pauls
McCartney og Heather Mills held-
ur áfram en nú hefur ofur-
fyrirsætan Kate Moss,
sem er besta vinkona
Stellu McCartney, stigið
fram og sagt sitt álit á
Mills. „Ég hef hitt
Heather og hún er bölv-
aður lygari,“ á Moss
að hafa sagt við
vini sína sam-
kvæmt breska
blaðinu The Sun
og mun ofurfyr-
irsætan hafa
hringt í Stellu
til að veita henni
stuðning sinn.
The Sun er
sjálft komið í hring-
iðu skilnaðarins en
á þriðjudaginn til-
kynnti Heather að
hún hygðist fara í
mál við blaðið auk tveggja annarra
vegna fréttaflutnings þeirra af
þessu öllu. The Sun birti í gær sex
lygar fyrirsætunnar sem fjöl-
miðlar hafa afhjúpað að undan-
förnu. Þegar hefur verið greint
frá fortíð fyrirsætunnar sem
nektarfyrirsætu og vændiskonu
en The Sun segir jafnframt frá
því að fyrrverandi eigin-
maður hennar, Alfie
Karmal, hafi sagt hana
vera haldna lygaáráttu en
Mills fór frá honum fyrir
skíðakennarann Milos.
Æskuvinkona Mills, Mar-
gret Ambler, hótaði Mills
lögsókn vegna þeirrar
yfirlýsingar að þær hefðu báðar
verið misnotaðar kynferðislega.
Margret hélt því fram að þetta
hefði einungis átt við um sig. Mills
rændi nafni þekkts rannsóknar-
blaðamanns og þóttist vera hann í
viðtölum í von um að það myndi
hjálpa henni til að fá starf í sjón-
varpi og Mark Mills, faðir Heather,
hefur jafnframt lýst því yfir að
Heather hafi margoft logið kyn-
ferðislegri misnotkun upp á hann.
The Sun segir jafnframt frá því
að málskjölin viðkvæmu hafi verið
send með faxi til AP-fréttastofunn-
ar frá blaðamannabúð í London.
Átta síðurnar voru augljóslega
undirbúnar af lögfræðingi Heath-
er, Anthony Julius, að mati The Sun
en lögfræðistofa hans er í fimmtán
mínútna fjarlægð frá búðinni og
eigandi hennar segist muna eftir
skolhærðri konu á aldrinum 35 til
45 ára faxa einhver skjöl á þessum
tíma. freyrgigja@frettabladid.is
Moss segir Mills lygara
ERFIÐIR TÍMAR Heather Mills á undir
högg að sækja heima fyrir en fræga
fólkið í Bretlandi virðist standa þétt við
bakið á Paul McCartney.
STENDUR MEÐ MCCARTN-
EY Kate Moss telur Mills
vera bölvaðan lygara og
segist vera tilbúin að bera
vitni í skilnaðarmálinu.
Rokkarinn Courtney Love segist
hafa hjálpað söngvara Babyshamb-
les og unnusta ofur-
fyrirsætunnar Kate
Moss, Pete Doherty,
í meðferð. „Ég
hringdi í hann og
skipaði honum að
fara í meðferð og
leita sér hjálpar,“
segir Love í samtali
við breska blaðið
Daily Star. Einnig segir Love að
hún hafi talað við móður kappans
og Moss til að fá þær til að mæta
með Doherty á AA fundi. „Þetta
gerði ég til að halda Doherty og
Moss saman og mér sýnist að það
hafi gengið framar vonum.“
Love veit sínu viti um þessi mál
því hún hefur sjálf gengið í gegn-
um margar eiturlyfja- og áfengis-
meðferðir.
Rétti fram
hjálparhönd
COURTNEY
LOVE