Fréttablaðið - 26.10.2006, Side 93

Fréttablaðið - 26.10.2006, Side 93
[ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Í fyrstu botnaði ég ekkert í vinsæld- um The Killers. Það er ekkert við hljóm þeirra sem heillar mig og þetta eina lag sem þeir hafa átt vin- sælt hreyfði lítið sem ekkert við mér. Það er engu líkara en liðsmenn sveitarinnar hafi stolið gömlu hljómborði frá The Human League áður en var farið í að hljóðrita þessa plötu og fyrir vikið er hún útötuð í laglínum spiluðum með frekar hall- ærislegum hljóðgervli sem á að líkja eftir alvöru strengjum. Þetta gerir hljóminn svolítið barnalegan, og stundum pirrandi. Miðað við að hljómsveitin heitir því hættulega nafni The Killers, er undarlegt að þeir skuli vera með hljóm sem er eins bitlaus og hugsast getur. Það er þó einhver í þessari hljóm- sveit nægilega næmur til þess að detta inn á laglínur sem gleymast seint. Það sannast vel á hetjuslagar- anum When You Were Young. Lag sem minnir, ótrúlegt en satt, í senn á Editors og Meat Loaf. Ég hef ekki séð þessa sveit á tón- leikum, en ég get vel ímyndað mér að hún sé töluvert beittari þar, því ég fæ alltaf á tilfinninguna að sveit- inni sé haldið örlítið á bremsunni á þessari plötu. Kannski var hljómur þeirra settur í gegnum sandblásar- ann til þess að hægt væri að bera á borð eitthvað sem myndi vera ólík- legra til þess að gefa frá sér flísar? Hver veit? Að minnsta kosti trúi ég að það hefði verið hægt að láta þessa plötu hljóma mun meira spennandi. Gott dæmi er lagið For Reason´s Unknown. Frábært lag sem hefði auðveldlega verið hægt að láta springa út eins og atóm- sprengjutilraun í Norður-Kóreu. Í staðinn springur það eins og vatns- blaðra í andlitið á manni. Ég skil núna vel af hverju The Killers hafa náð svona miklum vin- sældum. Það er bara vegna þess að innanborðs eru ágætis lagahöfund- ar og inn á milli leynast lög sem auðvelt er að mata ofan í þá sem kvarta sjaldan og erfitt að setja út á fyrir þá sem reyna að finna eitthvað að öllu. Þetta er þannig afbragðs rokk- plata fyrir þá sem eru ekkert sér- staklega mikið fyrir rokk. Plata fyrir þá sem vilja í rauninni popp, en leyfa rafmagnsgítarnum að sann- færa sig um að þeir séu í rauninni harðir rokkarar. En popp er popp, og sem slík er þetta sæmilegasta plata en aldrei neitt meira en það. Birgir Örn Steinarsson Bitlausir morðingjar THE KILLERS: SAM´S TOWN Niðurstaða: Önnur plata The Killers er gerð með silkihönskum. Hljómur sem á ekki að geta gengið fram af neinum manni og nægi- lega grípandi á köflum til að hafa aðdáendur sátta. Goðsögnin Robert Plant, fyrrver- andi söngvari Led Zeppelin, gefur út í næstu viku DVD-mynddisk sem inniheldur tónleika í síðustu tónleikaferð hans. Ísland var einmitt einn við- komustaður ferðarinnar og heppn- uðust þeir tónleikar, sem voru haldnir í Laugardalshöll, afar vel. Á meðal laga á disknum eru Zeppelin-lögin No Quarter, Black Dog og Whole Lotta Love. Einnig er þar að finna útgáfu Plants af Hendrix-laginu Hey Joe. Plant á DVD ROBERT PLANT Nýr DVD-mynddiskur frá Robert Plant er að koma út. Rokkarinn Pete Doherty er ekki hættur að lenda í vandræðum þrátt fyrir að vera orðinn edrú og hættur neyslu allra eiturlyfja. Á tónleikum sveitar hans Baby- shambles í Róm á dögunum lenti Doherty saman við ljósmyndara með þeim afleiðingum að ljós- myndarinn fór alblóðugur upp á sjúkrahús. Doherty slapp þó betur eftir slaginn og fékk bara aðhlynn- ingu frá kvenkyns aðdáendum á svæðinu að sögn sjónarvotta. Það er spurning hvað unnustu hans Kate Moss finnist um þetta athæfi en hún ber, að sögn bresku slúður- pressunnar, barn þeirra undir belti. Þetta voru ekki einu vandræð- in á tónleikunum á Ítalíu en trommari Babyshambles fékk glerflösku í hausinn frá áhorf- anda og leystust tónleikarnir upp stuttu síðar. Blóðug slagsmál í Róm PETE DOHERTY Heldur áfram að lenda í vandræðum þrátt fyrir að vera búinn að fara í meðferð. Leikkonan fræga Angelina Jolie hefur ekki átt sjö dagana sæla á Indlandi þar sem hún er við upp- tökur á nýjustu mynd sinni, A Mighty Heart. Myndin fjallar um blaðamanninn David Pearls sem var myrtur í Pakistan. Jolie tekst á við hlutverk eiginkonu Pearls, Marianne. Á meðan á upptökum hefur staðið hefur liðið yfir Jolie þrisvar sinnum. Talsmaður leik- konunnar hefur greint frá því að myndin taki rosalega á Jolie and- lega vegna þess hversu sorgleg hún er. „Angelina var að taka upp mjög sorglegt atriði en það er þegar Marianne kemst að því að eiginmaður hennar var myrtur og leið bókstaflega yfir leikkonuna,“ segir sjónarvottur á tökustað en það var í þriðja sinn sem þetta kemur fyrir Jolie. Með Angelinu í Indlandi er Brad Pitt kærasti hennar, en hann er einnig framleiðandi myndar- innar, og þrjú börn þeirra. Féll í yfirlið á Indlandi ANGELINA JOLIE Er stödd á Indlandi þessa dagana að taka upp myndina A Mighty Heart en hún stendur eitthvað völtum fótum því liðið hefur yfir leikkonuna þrisvar sinnum meðan á upptökum hefur staðið. Truflaðasta grínmynd ársins er komin. Biluð skemmtun ! Jackass number two „Nýtt lágmark“ -WASHINGTON TIMES ��� - V.J.V - TOPP 5.IS ���� - H.Ó. - Mbl Stórmynd sem lætur engan ónsnortin. Oliver Stone BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON ÓBYGGÐIRNAR „THE WILD“ Sýnd með íslensku og ensku tali ! Systurnar Hilary Duff og Haylie Duff fara hér á kostum í frábærri rómantískri gamanmynd.Ekki missa af kraftmestu spennumynd ársins. Frá leikstjóra “The Fugitive” Þegar hættan steðjar að ... fórna þeir öllu / ÁLFABAKKA / AKUREYRI/ KEFLAVÍK STEP UP kl. 6 B.i. 7 THE THIEF LORD kl. 4 Leyfð ÓBYGGÐIRNAR M/- Ísl tal. kl. 3:40 Leyfð THE GUARDIAN kl. 5 - 8 - 10:10 B.i. 12 THE GUARDIAN VIP kl. 5 MATERIAL GIRLS kl. 3:40 - 5:50 - 8 Leyfð JACKASS NUMBER TWO kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 WORLD TRADE CENTER kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 THE GUARDIAN kl.5:30-8:30-10:10 B.i. 12 MATERIAL GIRLS kl. 6 - 8 Leyfð BEERFEST kl. 10:10 B.i. 12 BÖRN kl. 8 B.i.12 / KRINGLUNNI MÝRIN kl. 8 - 10 B.i. 12 JACKASS NUMBER TWO kl. 8 B.i. 12 WORLD TRADE CENTER kl. 10 B.i. 12 THE GUARDIAN kl. 8 - 10:30 B.i. 12 THE THIEF LORD kl. 6 Leyfð MATERIAL GIRLS kl. 6 - 8 Leyfð JACKASS NUMBER TWO kl. 10 B.i. 12 Stórmynd sem lætur engan ónsnortin. ���� S.V. MBL EINN ÓVÆNTASTI GLEÐIGJAFI ÁRSINS Þegar hættan steðjar að ... fórna þeir öllu Ekki missa af kraftmestu spennumynd ársins. Frá leikstjóra “The Fugitive” Varðveitt líf mitt fyrir ógnum óvinarins BYGGÐ Á METSÖLUBÓK ARNALDAR INDRIÐASONAR KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK THE QUEEN kl. 6 - 8 B.i. 12 AN INCONVENIENT TRUTH kl. 6 - 10:10 Leyfð BÖRN kl. 8 B.i. 12 20% AFSLÁTTUR FYFIR VIÐSKIPTAVINI Í GULLVILD OG PLATINÍUM GLITNIS MEÐ GREIÐSLUKORTI FRÁ GLITNI Munið afsláttinn HAGATORGI • S. 530 1919 www.haskolabio.is MÝRIN kl. 6 - 7 - 9 - 10:15 B.i. 12 THE GUARDIAN kl. 6 - 9 B.i. 12 WORLD TRADE CENTER kl. 8 -10:30 B.i. 12
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.