Fréttablaðið - 26.10.2006, Síða 96

Fréttablaðið - 26.10.2006, Síða 96
56 26. október 2006 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Undanfarnar vikur hefur sú gróusaga komist á kreik að Tryggvi Guðmundsson sé ósáttur hjá FH og vilji fara frá liðinu. Hann sé orðinn óánægður með það hlutverk sem hann gegnir innan liðsins og vilji losna af vinstri kantinum. Tryggvi segir sjálfur í samtali við Fréttablaðið að kominn sé tími til að kveða þessar sögur í kútinn. „Þetta er bara bull. Ég á eitt ár eftir af samningi mínum og fór ekki fram á að ég yrði seldur frá félaginu. Ég verð því áfram í FH,“ sagði Tryggvi afdráttarlaust. Hann segir þó að hann hafi fundað með Ólafi Jóhannessyni, þjálfara FH, þar sem hlutverk Tryggva innan liðsins var rætt. „Ég tel það mjög eðlilegt og fag- mannlegt að leikmenn og þjálfar- ar ræði um framtíð liðsins og það sem getur betur farið næsta ár. Ég er ekki ósáttur við þau svör sem ég fékk á fundinum.“ Tryggvi spilaði síðustu leiki FH í sumar sem framliggjandi miðjumaður. „Ég sagði einhvern tímann í léttum dúr að ég hefði öðlast nýtt líf í þessum leikjum. Þá var ég loksins með boltann og mér fannst gaman að spila. Eftir það fór ég að íhuga að losna af kantinum. Það er það eina sem ég sagði á þessum fundi. Óli stillir upp liðinu eins og hann telur það vera best enda er hann fær þjálf- ari. Og ég mun spila á kantinum verði ég settur þangað. Ég vil samt meina að ég sé betri fyrir framan markið. Ég verð bara að æfa vel í vetur þannig að ég geti gefið fyrir, hlaupið inn í teiginn og klárað sjálfur,“ sagði hann og hló. Hann segist ekki vita hvernig þessi saga komst á kreik. „Það er greinilega til fullt af fólki sem hefur lítið annað að gera en að bulla um svona hluti.“ eirikur.asgeirsson@frettabladid.is TRYGGVI GUÐMUNDSSON Segir ekkert hæft í þeim sögum að hann vilji losna frá FH. Hér fagnar hann Íslandsmeistaratitlinum með Ásgeiri Gunnari Ásgeirssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ Fór ekki fram á sölu og verður í FH Tryggvi Guðmundsson vill stöðva þær gróusögur sem hafa verið í gangi um meinta óánægju hans í FH. Hann segir ekkert hæft í þeim, hann sé samningsbundinn FH næsta árið og muni leika áfram með liðinu. FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur sektað enska og króatíska knattspyrnu- sambandið fyrir hegðun stuðn- ingsmanna þjóðanna eftir leik Króatíu og Englands. Málið verður tekið fyrir 9. nóvember og enska knattspyrnu- sambandið ætlar að rannsaka málið í þeirri von að sleppa við sektina. „Þetta kemur okkur mjög á óvart og okkur finnst sektin ekki vera réttlætanleg,“ sagði talsmaður enska knatt- spyrnusambandsins. Króatar gætu þurft að leika fyrir luktum dyrum ef þeir verða fundnir sekir í málinu. - dsd Enskir stuðningsmenn: Enn og aftur til vandræða BLÓÐHEITIR STUÐNINGSMENN Króatískir stuðningsmenn láta vel í sér heyra á leikjum.NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Undanfarna daga hefur sænski sóknarmaðurinn Henrik Larsson verið orðaður við Aston Villa. Martin O‘Neill, fram- kvæmdastjóri Aston Villa, var framkvæmdastjóri Celtic þegar Henrik Larsson lék þar. Þeir félagar, Larsson og O‘Neill, hafa báðir neitað þessum fréttum. „Martin O‘Neill er frábær framkvæmdastjóri og ég á ekkert nema góðar minningar um hann, en ég verð áfram hjá Helsingborg,“ sagði Larsson. - dsd Henrik Larsson: Er ekki á leið til Aston Villa ÁFRAM Í SVÍÞJÓÐ Larsson fagnar hér marki sínu gegn Englendingum á HM í sumar. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI David Weir, fyrirliði Everton, missti meðvitund í nokkrar mínútur þegar hann og Leon Barnett, leikmaður Luton, skullu saman í leik liðanna í ensku deildabikarkeppninni í fyrrakvöld. Hugað var að honum í fimm mínútur á vellinum áður en hann var borinn í búningsklefann þar sem hann náði meðvitund. Hann var síðan fluttur upp á sjúkrahús þar sem hann gisti um nóttina. Búist er við því að Weir verði frá næstu þrjár vikurnar. - esá David Weir: Rotaðist og fór á sjúkrahús DAVID WEIR Lá meðvitundarlaus í fimm mínútur á vellinum. NORDIC PHOTOS/GETTY
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.