Fréttablaðið - 26.10.2006, Side 102

Fréttablaðið - 26.10.2006, Side 102
 26. október 2006 FIMMTUDAGUR62 HRÓSIÐ … 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Halldór Ásgrímsson. 2 Nokkrar notalegar ábreiður. 3 Egill Ólafsson. LÁRÉTT 2 ofneysla 6 ónefndur 8 upphrópun 9 for 11 sem 12 óbundið, laust mál 14 labba 16 skóli 17 fiskur 18 tímabils 20 bor 21 leikni. LÓÐRÉTT 1 betl 3 hvað 4 ógæfu 5 fley 7 nirfill 10 sefa 13 rá 15 heila 16 tal 19 vörumerki. LAUSN LÁRÉTT: 2 óhóf, 6 nn, 8 aha, 9 aur, 11 er, 12 prósi, 14 lalla, 16 ma, 17 áll, 18 árs, 20 al, 21 list. LÓÐRÉTT: 1 snap, 3 ha, 4 óheilla, 5 far, 7 nurlari, 10 róa, 13 slá, 15 alla, 16 mál, 19 ss. „Þetta er hugsað sem jólagjöfin frá Nýhil í ár,“ segir Óttar Martin Norðfjörð, höfundur bókarinnar Hannes – Nóttin er blá, mamma. Um er að ræða fyrsta bindi af þremur um ævi Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði, og lýsir uppvexti hans og unglingsárum. „Hin ritin tvö koma til með að heita Hólmsteinn og Gissurar- son,“ segir Óttar. Bókin, sem telur reyndar ekki nema tvær blaðsíður, var ekki skrifuð í sam- ráði við titil- persónuna en hugmyndina fékk Óttar eftir að Hannes Hólmsteinn skrifaði ævisögu Halldórs Laxness í þremur bindum. „Þá kom greini- lega í ljós að í frjálsu þjóðfélagi er hægt að skrifa ævisögu um hvern sem er, jafn- vel í óþökk viðfangs- efnisins og nán- ustu aðstandenda þess, án þess að fá skammir fyrir. Mér fannst því gráupplagt að vera fyrstur allra til að skrifa ævisögu Hannesar.“ Forlagið Nýhil gefur ritið út og ætlar ekki að selja það heldur gefa. Áður hefur Óttar gefið út ljóða- bækur og skáldsöguna Barnagæl- ur, sem kom út í fyrra, auk þess sem hann stýrir menningarriti DV. Fyrir ævisögu Hannesar leit- aði hann fanga á leitarsíðunni Google og heimasíðu stjórnmála- fræðingsins, sem nú búið er að leggja niður. „Ég fékk hugmynd- ina að bókinni fyrir þremur árum og var þá svo kænn að prenta heimasíðuna hans út og styðst því við heimildir sem ekki eru lengur aðgengilegar,“ segir Óttar, sem býst við að Hólmsteinn og Gissurarson komi út jólin 2007 og 2008. - bs Skrifar ævisögu Hannesar Hólmsteins ÓTTAR MARTIN Fékk hugmyndina að ævisögu Hannesar fyrir þremur árum. „Hinn eini sanni Bo er náttúrlega sterkur titill,“ útskýrir Eyjólfur Kristjánsson sem samdi þakkaróð til stórsöngvarans Björgvins Hall- dórssonar fyrir nýju plötuna sína og Stefáns Hilmarssonar, Nokkrar notalegar ábreiður. Eyjólfur er mik- ill aðdáandi Björgvins, eins og gefur að skilja, og fannst því tilvalið að þakka honum fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar með viðeigandi hætti, með dægurlagi. „Björgvin á stóran þátt í því að ég ákvað að ger- ast tónlistarmaður,“ heldur Eyjólf- ur áfram en viðurkenndi að hann héldi að Björgvin vissi ekki einu sinni af þessari textasmíð. Söngvar- inn vildi hins vegar ekki meina að lagið væri tákn um að ferill Björg- vins væri kominn að ákveðinni endastöð. „Nei, Björgvin á nóg eftir, eins og kemur reyndar fram í text- anum,“ lýsir Eyjólfur yfir. Þegar Fréttablaðið náði tali af Björgvin var hann fastur inni í upp- tökuveri við að leggja lokahönd á mynddisk með tónleikum sínum í Laugardalshöll. Björgvin kom af fjöllum þegar Fréttablaðið bar lagið undir hann og sagðist ekki hafa haft hugmynd um lagið. „Þeir hafa verið þöglir sem gröfin en þetta er mjög sniðugt af þeim, ég er bara klökk- ur,“ sagði Björgvin þegar blaðamað- urinn hafði leyft honum að hlusta á bút úr laginu í gegnum síma. „Ég þekki reyndar lagið, þetta er eftir David Gates úr Bread, algjör klass- ík,“ bætir Björgvin við. Bæði Stefán Hilmarsson og Eyj- ólfur komu fram með Björgvin á tónleikunum í Laugardalshöll og kom það því stórsöngvaranum á óvart að hafa ekki heyrt um lagið fyrr. Björgvin útilokaði ekki að semja lag handa þeim Eyfa og Stef- áni og slíkt gæti jafnvel verið að finna á næstu plötu. Honum fannst þetta hins vegar ekki vera neinn kveðjusöngur fyrir sig og sinn feril. „Ég verð fastur inni í hljóðveri í allan vetur enda með þrjá diska í burðarliðnum. Ég er hvergi nærri hættur heldur loksins að byrja því núna finnst mér ég loksins kunna þetta.“ EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON: SAMDI ÞAKKARÓÐ TIL BÓ Á NÝRRI PLÖTU Stórsöngvarinn klökkur yfir framtakinu EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON Segir Björgvin eiga stóran þátt í því að hann ákvað að gerast tónlistarmaður. Lögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson fagnaði 35 ára afmæli sínu um síðustu helgi. Blásið var til veglegrar veislu á heimili unnustu Vilhjálms, Önnu Lilju Johansen, á Laufásvegi og ekkert var til sparað í veigum og veitingum fyrir gesti. Plötusnúðurinn Jóhann Bjarni Kolbeinsson af Café Ólíver hélt uppi stuðinu og meðal ræðumanna var stjörnulögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson, samstarfsmaður afmælisbarnsins. Karl Pétur Jónsson, fyrrum fulltrúi forstjóra 365, hefur í nógu að snúast þessa dagana. Auk þess að stunda MBA-nám við Háskólann í Reykjavík æfir Karl Pétur stíft fyrir New York-maraþonið sem hann ætlar að hlaupa í næsta mánuði. Þetta er í fyrsta skiptið sem Karl hleypur heilt maraþon en hann mun vera afar vel undirbúinn. Auk hefðbundinna æfinga tók hann líka vel á því í flutningum fyrir skemmstu en Karl og eiginkona hans, Guðrún Tinna Ólafsdóttir (Ragnars Grímssonar), eru flutt inn í æskuheimili hennar á Seltjarnarnesi. Íslenska útrásin tekur sífellt á sig undarlegri myndir. Glitnir hefur nú ákveðið að gerast aðalstyrktaraðili Kaupmannahafnarmara- þonsins sem haldið verður þar í borg í maí á næsta ári. Skýring þessa liggur í aukinni sókn bankans á danska markaðinn en ekki skemmir fyrir að Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, er mikill áhugamaður um maraþonhlaup og er sífellt að bæta sig sem hlaupari. Telja má öruggt að hann verði meðal fjölda íslenskra hlaupara í Köben á næsta ári. -hdm FRÉTTIR AF FÓLKI BJÖRGVIN HALLDÓRSSON Er hvergi af baki dottinn enda með þrjá diska í burð- arliðnum. ...fær Einar Kárason fyrir að leggja Árna Johnsen lið á næstu plötu. 1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 9 Samkvæmt skilti í glugga verslun- arinnar Rúm og sófi í Borgartúni stendur nú yfir útrýmingarsala þar á bæ. Svavar Guðmundsson, framkvæmdastjóri verslunarinn- ar, sagðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að útrýmingin færi öfug ofan í fólk. „Við erum bara að útrýma vörunum og höfum svoleiðis mokað þeim út þennan mánuð sem útrýmingarsalan hefur staðið yfir. Það er gaman að snúa þessu aðeins við,“ sagði hann. Svavar segir aðstandendur búðar- innar leggja metnað sinn í að gera öðruvísi auglýsingar. „Nú standa líka yfir hvalveiðidagar í búðinni og þeir munu halda áfram næstu vikurnar. Þá fá þau sjötíu prósent þjóðarinnar sem eru hlynnt hval- veiðum sjötíu prósenta afslátt á vörunum okkar. Hvalveiðaand- stæðingar eru hins vegar tíu pró- sent þjóðarinnar, og fá þess vegna tíu prósenta afslátt,“ útskýrði Svavar. Þó að fólk hafi brugðist mis- jafnlega við auglýsingunum seg- ist Svavar ennþá tilbúinn til að fara ótroðnar slóðir. „Fólk kemur hérna við og hringir í okkur af því að því finnst þetta skemmti- legt. Viðbrögðin hafa í raun verið langt umfram væntingar okkar. Svo stendur líka stórum stöfum utan á búðinni „we are crazy“,“ sagði Svavar, og ætti fólk því ekki að vera hissa á öðruvísi aug- lýsingaherferðum Rúm og sófa. -sun Útrýmingarsala og hvaladagar ÚTRÝMINGARSALA Á SÓFUM OG RÚMUM Verslunarstjóri segir árangur auglýsinga Rúm og sófa hafa verið framar vonum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.