Fréttablaðið - 11.11.2006, Page 4
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020.
NOTAÐIR BÍLAR
BÍLL DAGSINS
SUBARU LEGACY WAGON
Nýskr. 06.04 - Sjálfsskiptur - Ekinn 37 þús. km. - Allt að 100% lán.
Verð
2.030
.000.
-
Svör Marðar
Árnasonar
Svör þingmannsins Marðar
Árnasonar, sem býður sig fram í
4.-6. sæti í prófkjöri Samfylking-
arinar í Reykjavík, við tíu
spurningum sem lagðar voru
fyrir frambjóðendur í fjögur
efstu sætin á lista Samfylkingar-
innar í Reykjavík í Fréttablaðinu
í gær, birtust ekki vegna mistaka
við vinnslu. Svör Helga Hjörvar
þingmanns birtust í dálki sem
eignaður var Merði.
„
“
„
“
Innflytjendur á
Íslandi sem Fréttablaðið ræddi við
segjast flestir verða lítið varir við
fordóma en óttast þó að þeir muni
ágerast. Flestir viðmælenda vildu
ekki koma fram undir nafni eða
mynd. Í nýrri könnun Fréttablaðs-
ins kemur fram að um 70 prósent
Íslendinga vilja takmarkanir á
dvalarleyfum útlendinga og tæpur
þriðjungur telur fjölda útlendinga
á Íslandi vera mikið vandamál.
Murat Özkan er frá Tyrklandi
og hefur verið búsettur á Íslandi í
rúman áratug og rekur Kaffi Kúlt-
úra sem er í sama húsi og Alþjóða-
húsið. Murat segir fordóma á
Íslandi hafa aukist mikið síðustu ár
og hafi margir sem til hans koma
svipaða reynslu. „Ég skil þetta
sjónarmið um að vilja ekki atvinnu-
leysi Íslendinga en málið er að
útlendingarnir eru að fara í störf
sem Íslendingar vilja ekki vinna.“
Ethel er tæplega þrítug kona
frá Póllandi sem Fréttablaðið tók
tali og hefur verið búsett á Íslandi í
fimm og hálft ár. Ethel segist afar
hrædd um að fordómar gagnvart
innflytjendum muni aukast í kjöl-
far umræðunnar núna. „Við sem
erum ekki í láglaunastörfum
munum kannski fara að eiga erfið-
ara með að finna vinnu. Kannski
fara vinnuveitendur að hugsa sem
svo að betra sé að ráða Íslending
heldur en útlending út af umræð-
unni sem er að skapast núna bara
út af flokki sem segir að loka eigi
landinu. Ég tel að þetta muni bitna
á okkur.“
Ethel telur að verið sé að bregð-
ast of harkalega við aðstæðum á
vinnumarkaðnum í dag sem séu
tímabundnar. „Ef þú ert meðlimur
í EES og skrifar undir sáttmála um
að þú þurfir að opna vinnumarkað
fyrir erlendu vinnuafli þá er þetta
það sem gerist. Og þetta er það
sem á að gerast. Og það eru líka
Íslendingar sem fara til útlanda til
að vinna. Þetta á að fara í báðar
áttir. En af því að þetta er nýr
vinnumarkaður sem opnast í Evr-
ópu núna streymir fólk náttúrulega
frekar hingað en á aðra staði um
sinn.“
Ethel segir mikilvægast núna
að finna lausnir í stað umræðu um
hvort loka eigi landinu eða ekki.
„Það vantar lausnir fyrir þá inn-
flytjendur sem vilja setjast að á
Íslandi með fjölskyldu sína og eru
ekki hér bara til að vinna og senda
peninga heim.“
Útlendingar óttast fordóma
Innflytjendur sem Fréttablaðið ræddi við eru flestir sammála um að lítið sé um fordóma á Íslandi en telja
að þeir muni fara að aukast. Finna þurfi lausnir fyrir innflytjendur sem koma til Íslands.
Í nýjasta hefti tímarit-
isins Economist er greint frá
rannsóknum parsins Jóns
Steinssonar og Emi Nakamura,
doktorsnema við Princeton, á
verðbreytingum á smásöluverði.
Niðurstaða Jóns og Emi er að
útsölur og sérstök tilboð hafi æ
meira vægi í verðbreytingum.
Fjöldi og stærð útsala hafi aukist
í Bandaríkjunum. „Við erum að
reikna út hversu lengi verðið á
dæmigerðri smásöluvöru er
óbreytt,“ segir Jón.
Verðbreyting á fatnaði sé í 90
prósentum tilvika vegna útsala en
verðbreytingar á eldsneyti séu
aldrei vegna útsala.
Íslensk rannsókn
í Economist
Um þrjúhundruð sjö-
undu og áttundu bekkir á landinu
hafa skilað inn tilkynningu um að
bekkirnir séu reyklausir en það er
Lýðheilsustöð sem heldur utan um
verkefnið. Markmið keppninnar
er að hvetja nemendur til að byrja
ekki að fikta við reykingar og jafn-
framt að hvetja þá sem byrjaðir
eru til að hætta.
Viðar Jensson, verkefnisstjóri
tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð,
segir að þátttakan hafi haldist
nokkuð jöfn í 70 prósentum und-
anfarin ár og gerir ráð fyrir svip-
aðri þátttöku í ár. „Undanfarin ár
hafa á milli 300-400 bekkir tekið
þátt í verkefninu árlega og allir
bekkir sem skráðir eru til leiks fá
litla gjöf fyrir þátttökuna.
Þeir bekkir sem taka þátt í
verkefninu eiga einnig möguleika
á því að skila lokaverkefni en
þema þess á að tengjast tóbaks-
vörnum á einhvern hátt. Verkefn-
in verða til sýnis 31. maí næsta
vor í tengslum við dag án tóbaks
en skilafrestur verkefnanna renn-
ur út 3. maí 2007.“
Dómnefnd mun fara yfir verk-
efnin og veitt verða verðlaun fyrir
1.-3. sætið í keppninni en fyrstu
verðlaun eru utanlandsferð fyrir
allan bekkinn.
Viðar segir að reyklausir bekk-
ir geti enn skráð sig þó svo form-
legri skráningu hafi lokið 10. nóv-
ember.
70 prósent bekkja reyklausir