Fréttablaðið - 11.11.2006, Side 6
69,4 prósent telja
rétt af Íslendingum að hefja hval-
veiðar nú í atvinnuskyni, sam-
kvæmt nýrri skoðanakönnun
Fréttablaðsins. 30,6 prósent segja
hins vegar að það hafi ekki verið
rétt.
Enginn munur er á svörum eftir
kyni, en íbúar landsbyggðarinnar
eru því töluvert meira fylgjandi að
hefja hvalveiðar í atvinnuskyni en
íbúar höfuðborgarsvæðisins. 75,0
prósent svarenda á landsbyggð-
inni segja að það hafi verið rétt að
hefja nú veiðar í atvinnuskyni, en
65,6 prósent svarenda á höfuð-
borgarsvæðinu eru sama sinnis.
Svör hvers kjördæmis fyrir sig
eru of fá til að sjá marktækan mun.
Þó eru áberandi flestir svarendur
Norðvesturkjördæmis hvalveið-
unum fylgjandi; rúmt 81 prósent
þeirra sem afstöðu tóku. Til sam-
anburðar segja um 67 prósent
svarenda í Norðausturkjördæmi
að rétt hafi verið að hefja hval-
veiðar í atvinnuskyni og tæp 79
prósent svarenda í Suðurkjör-
dæmi.
Í september gerði Capacent
könnun fyrir Landssamband
íslenskra útvegsmanna, þar sem
spurt var: Ertu fylgjandi eða and-
víg(ur) því að Íslendingar stundi
hvalveiðar í atvinnuskyni? Þar
kom í ljós að 73,0 prósent svarenda
voru því fylgjandi eða mjög fylgj-
andi. 11,5 prósent voru því andvíg
eða mjög andvíg. 15,4 prósent voru
hvorki andvíg né fylgjandi. Ólíkt
könnun Fréttablaðsins, en taka
verður fram að spurningarnar eru
mismunandi og því ekki fyllilega
samanburðarhæfar, er mikill
munur á svörum eftir kyni í könn-
un Capacent, þar sem karlar voru
mun frekar fylgjandi hvalveiðum í
atvinnuskyni en konur. Í þeirri
könnun sögðust tæp 84 prósent
karla mjög eða frekar fylgjandi
hvalveiðum í atvinnuskyni, en 69
prósent kvenna. Í könnun Capac-
ent kemur einnig fram að stuðn-
ingur við hvalveiðar í atvinnu-
skyni er meiri í sveitarfélögum
utan höfuðborgarsvæðisins, líkt
og í könnun Fréttablaðsins.
Hringt var í 800 kjósendur
þriðjudaginn 7. nóvember og skipt-
ust svarendur jafnt eftir kyni og
hlutfallslega eftir kjördæmum.
Spurt var: Var rétt að hefja hval-
veiðar í atvinnuskyni? 88,8 prósent
svarenda tóku afstöðu til spurning-
arinnar.
Sjötíu prósent töldu rétt
að hefja hvalveiðar nú
Mikill meirihluti taldi rétt hjá Íslendingum að hefja hvalveiðar nú í atvinnu-
skyni. Enginn munur er á svörum eftir kyni, en fólk sem býr á landsbyggðinni
er mun hlynntara hvalveiðum en íbúar höfuðborgarsvæðisins.
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson, prófessor í stjórn-
málafræði, var í gær sýknaður af
öllum kröfum Auðar Laxness,
ekkju Halldórs Laxness, en hún
höfðaði mál á hendur Hannesi þar
sem hún taldi hann hafa brotið lög
um höfundarrétt. Í dómi héraðs-
dóms kemur fram að fallist sé á
að Hannes hafi brotið höfundar-
rétt með skrifum sínum um ævi
Halldórs og því hafi frágangur
hans verið ófullnægjandi.
Hannes er sýknaður á grund-
velli þess að stefnunni hafi verið
skilað inn of seint en samkvæmt
almennum hegningarlögum ber
að höfða mál innan sex mánaða
frá því að vitneskja fæst um brot-
ið. Sá frestur var liðinn og því gat
dómarinn ekki annað en sýknað
Hannes af öllum kröfum.
Halldór Þorgeirsson, eigin-
maður Guðnýjar Halldórsdóttur,
segir dóminn vonbrigði. „Þegar
þetta mál komst upp tók um hálft
ár að gera sér grein fyrir umfangi
málsins og þá var stefnt. Okkur
finnst algjörlega út í hött að ætl-
ast til þess að eftir að bók Hann-
esar um Halldór kom út sé búið
að kortleggja næstum 300 höf-
undarréttarbrot, með því að lesa
nákvæmlega verk Hannesar og
bera þau saman við næstum 50
bækur Halldórs. Þetta er gríðar-
leg vinna og það var ekki hægt að
stefna í málinu fyrr en niður-
staða rannsóknar á höfundar-
réttabrotum lá fyrir. Það gerði
sér enginn grein fyrir því fyrir-
fram að brotin væru svona
umfangsmikil.“
Að sögn Halldórs verður dómn-
um áfrýjað til Hæstaréttar.
Ekki náðist í Hannes Hólm-
stein Gissurarson í gær þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir.
Sakir Hannesar voru fyrndar
Unga konu til áhrifa
Bryndís Ísfold 6. sæti
kynntu þér ste fnumál in á www.br yndisis fold.com
www.torhildur.is
Náttúran er verðmæti
„Ég fagna þess-
ari niðurstöðu og er sammála
henni. Þetta fólk sem er að koma
hingað undanfarið er að gera það
til þess að taka þátt í atvinnulíf-
inu. Það hefur verið mikill skort-
ur á vinnuafli víða í atvinnulífinu
og margir fagnað því að fá þetta
vinnuafl til að manna störfin,
þannig að þetta er bara mjög
jákvætt,“ segir Magnús Stefáns-
son félagsmálaráðherra um
niðurstöður skoðanakönnunar
Fréttablaðsins þar sem kom fram
að tæplega 70 prósent þjóðarinn-
ar teldu útlendinga hérlendis
vera lítið eða ekkert vandamál.
Í sömu könnun kom einnig
fram að rúm-
lega 70 prósent
Íslendinga
vildu frekari
takmarkanir á
dvalarleyfum
til útlendinga.
Magnús segir
að skilja verði á
milli fólks frá
EES-ríkjunum
og þeirra sem
koma frá öðrum löndum í því
samhengi.
„Fólk sem kemur frá löndum
utan EES þarf að fá hér sérstakt
atvinnu- og dvalarleyfi og það
hefur verið þrengt og það eru
miklar takmarkanir í því. Hins
vegar erum við á Evrópska efna-
hagssvæðinu og þurfum að hlíta
þeim reglum sem við höfum
undirgengist í EES-samningnum.
Ein meginstoðin í honum er
frjálst flæði vinnuafls milli
ríkja.
Hins vegar getur fólk ekki
komið frá EES-ríkjum og verið
hér nema í ákveðinn tíma til að
leita sér að vinnu. Þegar það
hefur fengið starf fær það svo-
nefnt EES-dvalarleyfi og þar eru
ákveðin skilyrði sem hver og einn
þarf að uppfylla, þannig að það
eru ákveðnar takmarkanir í þessu
líka.“
Þurfum að hlíta reglum EES
Norðurlandabúar eiga að
tala sænsku hver við aðra. Þetta er
skoðun Jógvans vid Keldu, fulltrúa
Færeyja í Norðurlandaráði.
Fréttavefur Aftonbladet greindi
frá þessu í gær. „Flestir á Norður-
löndum tala sænsku og því er
eðlilegast að allir læri það
tungumál,“ segir hann.
Jógvan vid Keldu hefur ekki
fengið nein viðbrögð við yfirlýs-
ingu sinni. „Ég neyðist væntanlega
til að hafa samband við ríkisstjórn-
irnar til að fá svar,“ segir hann. „Ef
við eigum að standast áhrif
enskunnar verður þetta að gerast.
Annars munum við tala ensku eftir
tuttugu ár.“
Vill að allir læri
að tala sænsku
Á Ísland að slíta stjórnmála-
sambandi við Ísrael?
Notar þú mannbrodda í hálku?