Fréttablaðið - 11.11.2006, Page 12

Fréttablaðið - 11.11.2006, Page 12
Baugur Group, FL Group, Fons, Glitnir og Samskip hafa skrifað undir styrktarsamninga við Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna á Íslandi (UNICEF) og greiða um fjórar milljónir á ári hvert til næstu þriggja ára. Samningarnir hljóða upp á 60 milljónir króna og ná til næstu þriggja ára. Stefán Ingi Stefáns- son, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir að fyrirtækin fimm hafi áður styrkt UNICEF með ýmsum hætti og gerist nú bakhjarl- ar UNICEF af heilum hug. „Samn- ingarnir eru 60 milljóna króna virði og tryggja að við getum hald- ið áfram að styðja börn í sárri neyð.“ Stefán segir UNICEF á Íslandi takast á við mörg metnaðarfull og mikilvæg verkefni sem bjargi lífi barna. „Á næstunni verður 150 þúsund malaríunetum dreift til barna í Gíneu-Bissá fyrir tilstuðlan Baugs Group, FL Group og Fons, auk fleiri fyrirtækja á Íslandi. Netin geta dregið úr ungbarna- dauða um 10 prósent og bjargað lífi 2-3 barna á dag.“ Fyrsta verkefni UNICEF og nýrra bakhjarla verður að halda dag rauða nefsins 1. desember. Þann dag verður bein útsending á Stöð tvö í opinni dagskrá þar sem einvalalið skemmtikrafta og grín- ista mun leggja sitt af mörkum til að bæta líf bágstaddra barna. Styrkja börn í neyð Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar hafa lagt fram fyrirspurn til borgarstjóra vegna viljayfirlýsingar borgarinnar og hjúkrunarheimilisins Eirar um byggingu menningarmiðstöðvar í Spönginni í Grafarvogi. Samkvæmt viljayfirlýsingunni er Eir falið að byggja menningarmiðstöð sem engin samþykkt er fyrir frá borgar- ráði. Upphaflega átti aðeins að fela Eir uppbyggingu 1.100 fermetra þjónustumiðstöðvar og þjónustu- íbúða en menningarmiðstöðinni var bætt við í texta vegna mistaka, að sögn Björns Inga Hrafnssonar, for- manns borgarráðs. Menningarmið- stöðin er hugsuð sem fjögur þúsund fermetra bygging þar sem meðal annars lögreglan, bókasafn og kirkj- uútibú fá aðstöðu. Í fyrirspurn Samfylkingarinn- ar er borgarstjóri inntur eftir því hvernig staðið var að þeirri ákvörðun að semja beint við Eir og hverjir komu að þeirri ákvörð- un. Einnig hvernig ákvörðunin samræmist innkaupareglum borg- arinnar og lögum um opinber inn- kaup. Þá er spurt um hlutverk stjórnsýslu- og starfsmannasviðs sem fer með lögfræðilega ráðgjöf í innkaupa- og útboðsmálum. Hverjar samningsfjárhæðir vegna menningarmiðstövarinnar kunna að verða er einnig meðal spurn- inga til borgarstjóra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kostar 4.000 fermetra menningarmiðstöð um sjö til átta hundruð milljónir króna. Við það bætist ýmiss bún- aður, innréttingar og húsgögn sem kosta um 120 milljónir. Kostar 800 milljónir króna Ríkisstjórnin hefur samþykkt að skipuleggja og standa að sérstöku verkefni til að efla íslenskukennslu fyrir útlendinga og verður 100 millj- ónum króna varið í það á næsta ári. Námskeiðin verða ókeypis. Ríkið gerir ráð fyrir 200 tíma námskeiðum á mann og er það 25 prósenta aukning frá því sem nú er. Ríkið eyrnamerkir 172-305 milljónir í íslenskukennsluna 2008 og svo örlítið minna árið 2009, eða 162-297 milljónir króna. Talið er að kostnaðurinn við 200 stunda námskeið nemi hátt í 200 þúsund krónum á einstakling. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra seg- ist ekki geta sagt hvenær nýja fyrirkomulagið taki gildi en starfsmenn ráðuneytisins ein- hendi sér nú í það að semja náms- krár, tryggja framboð námsefn- is, kortleggja það hvaða kennarar geti sinnt þessu verkefni og athuga hvort þeir geti fengið við- eigandi þjálfun ef þörf krefur. „Þetta er stórt og mikið verk- efni en ég vona að við getum byrjað á næsta ári. Við reynum að hafa hraðar hendur og koma þessu á sem fyrst. Það er brýnt að íslenskukennslan verði tekin föstum tökum,“ segir Þorgerður Katrín. Stofnuð verður verkefnis- stjórn með fulltrúum mennta- málaráðherra og félagsmálaráð- herra. Næstu þrjú árin verður áhersla á 200 tíma nám sem mæti þörfum byrjenda í íslensku. Í framhaldinu verður svo stefnt að því að byggja ofan á þetta náms- framboð. Hulda Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Mímis símenntun- ar, fagnar tíðindunum. „Þetta eru ein mestu gleðitíðindi sem við höfum fengið um langt skeið. Það er erfitt að meta hvort þetta upp- fyllir þörfina en ókeypis 200 tíma nám í íslensku er mikilvægt skref til jöfnuðar í landinu,“seg- ir hún. „Þetta er breiður hópur sem hefur misjafnar aðstæður til að kosta eigið nám svo það ríkir gleði og ánægja með þetta hér.“ Til að fá búsetuleyfi eftir þriggja ára dvöl í landinu þurfa útlendingar að hafa lokið 150 tíma námi í íslensku. Talið er að minnst sjö þúsund útlendingar hafi komið til starfa á Íslandi það sem af er þessu ári. Ef þeir færu allir á eitt grunnnámskeið hjá Mími myndi það kosta 44 þúsund á mann eða um 308 milljónir í heildina. Ríkið býður ókeypis námskeið í íslensku Útlendingar eiga rétt á að fá ókeypis íslenskukennslu á næsta ári. Menntamála- ráðherra fær 100 milljónir í 200 tíma íslenskunámskeið fyrir útlendinga. „Ein mestu gleðitíðindi sem við höfum fengið,“ segir framkvæmdastjóri Mímis. Ríkisstjórn Íslands samþykkti í gærmorgun að leitað yrði tilboða í gegnumlýsingarbif- reið með það að markmiði að efla aðgerðir gegn fíkniefnasmygli og auka öryggi vöruflutninga. Farið verður fram á 120 milljóna króna fjárveitingu til þessara kaupa og mun embætti tollstjórans í Reykjavík hafa umsjón með verkefninu. Í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að breytt heimsmynd kalli á nýjar áherslur í tollgæslu þar sem nú sé kappkostað að efla eftirlit með þjóðaröryggi og innflutningi fíkniefna. Nýjar áherslur í breyttum heimi Kraftur og reynsla til forystu! Opnun kosningamiðstöðvar á Akureyri Arnbjörgu í 1. sætið www.arnbjorgsveins.is Verið velkomin í opnun kosningamiðstöðvar að Glerárgötu 20 (2. hæð fyrir ofan Greifann) í dag, laugardaginn 11. nóvember kl. 15 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 25. nóvember
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.