Fréttablaðið - 11.11.2006, Síða 20

Fréttablaðið - 11.11.2006, Síða 20
greinar@frettabladid.is Ég var að fletta í gömlum pappírum í kjallaranum hjá mér um daginn og þar úði og grúði af dóti sem ég var löngu búinn að gleyma. Skjöl og afrit, sendibréf og skýrslur og þessi líka ógrynni af ræðubútum sem ég hef flutt um dagana. Hér og þar og einkum úr pólitíkinni í fyrri tíð, þegar ég tilheyrði öðrum flokki og ekki veit ég hversvegna ég var að halda upp á þessar ræður. Flestar um frelsi einstaklingsins, einkaframtakið og sjálfsbjargarviðleitnina. Frelsi í verslun, fjármálum, atvinnulífi, frelsi markaðarins, frelsi þjóðar í köldu stríði. Skyldi nokkur maður eiga svona margar ræður um frelsið? hugsaði ég. Já, það er eins með mig og marga aðra, að það eru fluttar margar ræðurnar og fyrirlestr- arnir um málefni, sem eru okkur kær en allt eru þetta börn síns tíma, því viðfangsefnin breytast dag frá degi og það er eins með frelsið. Gömlu ræðurnar mínar voru og eru líka börn síns tíma. Nú efast enginn um að frjálsræð- ið hefur aukist í verslun og viðskiptum, í krafti alþjóðavæð- ingar og evrópskra staðla og breytinga hér heima. Það hefur fært okkur margt gott. En ekki allt. Ekki nærri allt og við eigum satt að segja ennþá langa vegferð fyrir höndum, að því leyti að efla frelsi í lífsgæðum, í mannlegum samskiptum, í frelsi hugans. Í því felst hlutverk stjórnmálanna á þessum síðustu og bestu tímum að færa þetta frelsi til almúgans, til hvers og eins. Og það gerum við með því að skapa leikreglur sem eru réttlátar, svigrúm til að láta sem flesta njóta frelsis. Ekki bara til að græða peninga, heldur til að njóta lífsins í margvísleg- um skilningi. Útrýma geðþótta- valdi, ótta gagnvart pólitísku gerræði, misskiptingu kynja, stétta og aldurshópa, eyða fátækt og ójöfnuði. Maður sem hefur rétt til hnífs og skeiðar í krafti lífeyris úr lífeyrissjóði sínum eða lágra launa eða mikilla skulda, gerir ekki meir en að skrimta. Hann nýtur engra lystisemda, hann hefur ekki efni á að veita sér neitt umfram nauðþurftir, hann er fjötraður í fátæktinni. Sá maður er ekki frjáls. Það er þetta fólk, þessi stóri hópur fólksins í kringum okkur, sem þarf á liðsstyrk að halda. Það er þetta fólk sem situr heima, þegar við hin flytjum ræðurnar um frelsið, þegar fræðimenn segja okkur tíðindi úr fjármála- heiminum, þegar haldnar eru kokkteilveislur til heiðurs útrásarmönnum og lukkunnar pamfílum. Þetta fólk er ekki með í umræðunni. Ég hlustaði um daginn á Stefán Ólafsson prófessor flytja fróðlegan fyrirlestur um það hvernig skattbyrðin hefur aukið ójöfnuðinn í landinu, hvernig kaupmátturinn hefur aukist jafnt og þétt hjá þeim efnamestu en ekki hjá þeim launalægstu. Við sáum þetta svart á hvítu, með línuritum og útreikningum Evrópusambandsins, OECD, Hagstofunnar og hans sjálfs. Og við sjáum þetta í kringum okkur. Fátækt dregur máttinn úr fólki, lokar það af í hjálparleysi og þunglyndi, það einangrast í sinni litlu hörðu veröld og verst er af öllu að ekki verður betur séð en þessi þróun, óréttlæti í skatt- byrði, skeytingarleysi um hag þeirra launalægstu, værukærð gagnvart einstæðum foreldrum, eldra fólki, menntunarsnauðum einstaklingum, þeim lítilmögnum sem minna mega sín, sé hrein og klár pólitík. Sjálfsagt óviljandi en meðvituð. Meðvituð vegna þess að við höfum verið svo upptekin af nýfengnu frelsi auðmagnsins, að annað hefur setið á hakanum. Gleymst í öllum ræðunum. Frelsi er dýrmætt orð. Og vandmeðfarið. Í því felst ekki aðeins sú hugsjón að verða ríkur af aurum, heldur hitt ekki síður, að njóta almennra lífsgæða, tómstunda, hugðarefna, menning- ar. Veita börnum gott uppeldi. Vera góður við sjálfan sig. Frelsi til að geta um frjálst höfuð strokið, þora og mega. Við eigum ekki að líða ójöfnuð. Né sætta okkur við hann. Né láta hann danka. Þess vegna þarf á nýjum frelsisræðum að halda. Öðruvísi ræðum. Lífið breytist. Við breytumst. Það er ekki lengur veröld sem var. Hvar sem við stöndum í flokki, hvar sem við erum í mannvirðingarstiganum, þá megum við ekki bregðast þeirri skyldu að hugsa upp á nýtt. Endursemja ræðurnar, svara kalla samtímans. Um það snýst frelsið, sem við köllum eftir. Um það snýst pólitík dagsins. Gömlu ræðurnar eru börn síns tíma. Ef við höldum að þær séu enn í fullu gildi, þá erum við eins og nátttröll, sem hafa dagað uppi í breyttum heimi. Í guðanna bænum, mín kæru gömlu náttröll. Vaknið, vaknið. Í guðanna bænum, vaknið Þær niðurstöður sem mesta athygli hafa vakið í nýrri könnun á launa- mun og launamyndun í landinu eru þær að kynbundinn launamunur hefur ekki breyst í 12 ár. Hann var 16 pró- sent 1994 og mælist nú 15,7 prósent. Könnunin er góð eins langt og hún nær. En við megum ekki gleyma því að munurinn er miklu meiri en 15,7 pró- sent! Sá launamunur er fundinn EFTIR að búið er að þurrka út eða „leiðrétta“ allar breytur sem einkenna þátttöku kvenna á vinnumarkaði. Þannig er t.d. ekki reiknað með því að konur hafa síður manna- forráð en karlar, þær veljast ekki til stjórnunar- starfa, vinna síður yfirvinnu, eru fremur í hluta- störfum, fá ekki bíla til afnota eða fartölvur í sama mæli og karlar. Þær víkja síðan út af vinnumark- aðinum um lengri og skemmri tíma vegna veikinda barna eða annarra í fjölskyldunni. Það hefur aftur áhrif á stöðu þeirra á vinnumarkaði, hamlar starfs- frama og launaþróun, hefur áhrif á lífeyrisréttinn, veikindaréttinn, bætur vegna slysa o.s.frv., o.s.frv. „Leiðréttur“ kynbundinn launamunur uppá 15,7 prósent varpar vissulega ljósi á það misrétti sem konur búa við, ekki aðeins á vinnumarkaði heldur í samfé- laginu öllu. En heildarmyndin sést ekki fyrr en heildartekjurnar eru skoðaðar: Þá kemur í ljós að konur hafa aðeins 66 prósent af launum karla! Launaleyndin sem viðgengst, ekki bara í einkageiranum heldur líka ríkis- kerfinu, viðheldur þessu misrétti og gegn henni þarf að ráðast. Stjórnarand- staðan hefur sameinað í eitt frumvarp margendurfluttar tillögur Vinstri grænna og Samfylkingar um að aflétta launaleyndinni þannig að konum og körlum sé heimilt að veita hverjum sem er upplýs- ingar um laun sín – og jafnframt að Jafnréttisstofa fái heimildir til að rannsaka launakjör í fyrirtækjum á sama hátt og skattaeftirlit og samkeppniseftirlit hafa þegar brot á þeim lögum eru rannsökuð. Þetta eru góðar tillögur sem munu bera árangur. Það þarf að svipta leyndarhulunni af launaseðlunum. Allt upp á borðið! Höfundur er líffræðingur og varaþingmaður Vinstri grænna. Miklu meira en 15,7%! Hvar sem við stöndum í flokki, hvar sem við erum í mannvirð- ingarstiganum, þá megum við ekki bregðast þeirri skyldu að hugsa upp á nýtt. M ikil eining virðist vera orðin meðal stjórnmálamanna, hvar í flokki sem þeir standa, um að gera þurfi átak í húsnæðis- og umönnunarmálum aldraðra. Þetta hefur ekki síst komið fram í tengslum við prófkjör flokkanna fyrir kosningarnar í vor. Á tímum prófkjara og í kosn- ingabaráttu eru allir sammála um góð málefni, en svo þegar kemur að efndum verður þyngra fyrir fæti. Það er því ærin ástæða fyrir hagsmunasamtök aldraðra að slaka hvergi á í baráttu sinni. Heilbrigðis- og tryggingaráðherra kynnti á dögunum áætl- un um fjölgun hjúkrunarrýma fyrir aldraðra og er það góðra gjalda vert. Það er hins vegar tvennt sem vekur sérstaka athygli við þau áform. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að af þeim 174 hjúkrunarrýmum sem ráðgert er að komið verði upp verði 114 í kjördæmi ráðherrans, Kraganum svonefnda − að vísu ekkert á Seltjarnarnesi − og aðeins þrjátíu utan suðvesturhornsins. Þá vekur athygli að ekki er gert ráð fyrir að þessi aukning hjúkr- unarrýma verði fyrr en á árunum 2008-2009, ef þá núverandi áætlanir standast. Þetta er auðvitað allt of seint, því þeir sem þurfa að komast á hjúkrunarheimili í dag verða kannski ekki allir ofar moldu eftir þrjú ár. Þess ber að geta í þessum efnum að nýlega var gengið frá samkomulagi ríkis, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarness um hjúkrunarheimili í Sogamýri og á Bráðræðis- holti. Þar er það sama uppi á teningnum, að þessi heimili eru allt of seint á ferðinni. Þegar reisa þarf verslunarhúsnæði og venju- legar íbúðablokkir rísa þau hús með ótrúlegum hraða, þannig að maður sér breytingar frá degi til dags og áður en við er litið er fólk flutt í íbúðirnar í blokkunum. Hvers vegna er ekki hægt að viðhafa sömu vinnubrögð við húsnæði fyrir aldraða? Ekki ætti að skorta fé til framkvæmdanna, þar sem ríkissjóður er bókstaf- lega bólginn af peningum, að ekki sé minnst á Símapeningana svokölluðu, sem ættu að geta brúað bilið þar til fjárveitingar af fjárlögum eru fyrir hendi. Yfirvöld ættu að bregða skjótt við og setja kraft í þessar annars ágætu fyrirætlanir um fjölgun hjúkr- unarrýma fyrir aldraðra. Svo virðist sem húsnæðismál aldraðra séu í mörgum tilfellum í betra ástandi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu og dæmi um það er nýbyggingin við Hlíð á Akureyri sem tekin var í notkun í vikunni. Í tengslum við breytingar á lífeyrisgreiðslum, sem heilbrigðis- og tryggingaráðherra kynnti á Alþingi fyrir helgi, var greint frá breyt- ingum varðandi framkvæmdasjóð aldraðra. Þetta er sjóður með sér- stakan tekjustofn, og var upphaflegt markmið hans að bæta húsnæð- iskost aldraðra. Reyndin hefur hins vegar orðið sú að verulegur hluti þess fjármagns sem í sjóðinn kemur hefur farið í rekstur og viðhald en ekki beint til nýbygginga eins og hugsunin var. Ráðherra hefur að vísu tilkynnt að á næstu árum verði felld á brott heimild til að að verja fé úr sjóðnum til reksturs og viðhalds stofnana aldraðra. Ráð- herra hefði átt að taka á sig rögg og láta þetta ákvæði taka að fullu gildi þegar á næsta ári, þannig að hægt væri að verja meiri fjármun- um til nýbygginga, en ekki að draga hluta þess fram á árið 2008. Mál þetta er nú til meðferðar á Alþingi, í tengslum við aðrar breytingar á lífeyrisbótum, sem allar horfa til bóta, enda unnar í samvinnu við samtök aldraðra. Það er því ekki útséð um að breytingar verði gerðar í þá átt að gera framkvæmdasjóðinn öflugri, og hann ætti þá þegar á næsta ári betur að geta sinnt hlutverki sínu. Fleiri heimili fyrr
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.