Fréttablaðið - 11.11.2006, Síða 24

Fréttablaðið - 11.11.2006, Síða 24
Frjálslyndi flokkurinn var mikið til umræðu í vikunni vegna yfir- lýsinga flokksmanna um útlend- inga á Íslandi. Af því tilefni er Guðjón Arnar Kristjánsson alþingismaður og formaður flokksins maður vikunnar. Guðjón Arnar er 62 ára. Hann fæddist 5. júlí 1944 á Ísafirði og sleit þar barnsskónum. Guðjón var góður og dugleg- ur drengur en stundum þurfti að tukta hann til eins og gjarnt er um tápmikla stráka. Hann hafði yndi af náttúrunni og dundaði sér vel og lengi við fugla sem foreldrar hans héldu við heimilið í brekk- unni ofan Ísa- fjarðarbæjar. Guðjón á níu systkini, eldri eru fimm systur. Hermt er að faðir hans hafi verið afar stolt- ur þegar loksins fæddist drengur í fjölskylduna og naut Guðjón sér- staks atlætis föður síns fyrstu árin. Foreldrar Guðjóns voru Kristján Sig- mundur Guð- jónsson smiður og Jóhanna Jak- obsdóttir hús- móðir. Kristján var kallaður Kitti Gau og Guðjón Arnar var kallaður Addi. Vestra, og síðar víðar, var hann því nefndur Addi Kitta Gau. Fjórtán ára hóf Guðjón sjó- sókn en fiskveiðar og síðar félags- mál sjómanna voru starfsvett- vangur hans þar til hann settist á þing 1999. Líkt og í landi fylgdist hann grannt með umhverfi sínu á sjónum og fékk snemma brenn- andi áhuga á lífríki hafsins, straumum og veðri. Á næstum fjörutíu ára ferli sinnti Guðjón öllum störfum sem falla til á sjó; hann var háseti, matsveinn, vélstjóri, stýrimaður og loks skipstjóri. Það orð fer af skipstjórum að þeir séu hörkutól sem hiki ekki við að öskra og æpa á undirmenn sína ef svo ber undir. Guðjón var þar engin undantekn- ing og máttu margir sjómennirn- ir þola óp hans og hróp. Hann var á hinn bóginn ósérhlífinn skip- stjóri og brá sér í aðgerð á dekk- inu þegar mikið lá við. 1975 varð Guðjón formaður Skipstjóra- og stýrimannafélags- ins Bylgjunnar og 1983 varð hann forseti Farmanna- og fiskimanna- sambands Íslands. Gegndi hann embætti þar til hann varð þing- maður. Þeim sem til þekkja kemur ekki á óvart að Guðjón hafi snúið sér að stjórnmálum en telja að áhugi hans á þeim sé afleiðing af störfum að félags- og hagsmuna- málum sjómanna. Guðjón var lengi í Sjálfstæðis- flokknum og var varaþingmaður hans kjörtímabilið 1991-1995. Hann tók svo þátt í stofnun Frjáls- lynda flokksins ásamt Sverri Her- mannssyni og fleirum í nóvember 1998 og hlaut kjör til Alþingis vorið eftir. Guðjón varð formaður flokksins 2003. Viðmælendum Fréttablaðsins ber saman um að vandfundinn sé hjartahlýrri maður en Guð- jón. Hann er ávallt boðinn og búinn að aðstoða fólk þegar eitt- hvað bjátar á og er afskaplega tryggur sínu fólki. Guðjón er húmoristi og þykir bráðs- kemmtilegur og auk þess að hafa gaman af söng er hann söngmaður góður. Þá er hann sagður einstak- lega barngóður en sjálfur á hann sjö börn. Guðjón er kvæntur Mar- íönnu Barböru Kristjánsson en þau kynntust þegar hann var undir lok níunda áratugsins með togarann Pál Pálsson í slipp í Póllandi. Guðjón mæð- ist í mörgu og er oftar en ekki á hraðferð. Hann er sagður hafa mildast með árunum og varð samstarfsmanni úr stjórnmálun- um að orði að hann mætti taka menn og málefni fastari tökum. Það beri þó ekki að skilja sem svo að hann sé orðinn skaplaus. Engum dylst að Guðjón er stór vöxtum og segir þyngdin til sín. Félagi bendir á að hann þurfi að huga betur að heilsu sinni. Flokksformaðurinn er enn ósérhlífinn og gengur í þau verk sem þarf að vinna. Einhverju sinni var hann staddur í húsnæði á Ísafirði sem nýta átti undir kosningaskrifstofu Frjálslynda flokksins. Þegar flokkssystkin hans komu að var Guðjón að búa húsnæðið undir að verða málað. Þótti ólíklegt að formenn annarra stjórnmálaflokka hefðu komið að kosningabaráttunni með slíkum hætti það árið. Hjartahlýr húmoristi Fyrir nokkrum dögum birtist lítil fréttaklausa í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Bankar mega fara úr landi“. Ýmsir hafa viljað túlka þessa frétt á þann veg að undirritaður sé sérstakur áhuga- maður um að losa þjóðina við íslenska banka út fyrir landstein- ana. Tilefni fréttarinnar var klausa á vefsíðu minni þar sem ég tók undir með lesanda heimasíðunnar, Ólínu að nafni, sem gerði að umtalsefni þá hrika- legu misskiptingu sem gegnsýrir orðið íslenskt þjóðfélag, ekki aðeins í formi lífskjara og lífs- stíls heldur einnig í yfir- ráðum yfir samfélaginu öllu, í listum og menn- ingu en í vaxandi mæli eru það peningar millj- arðamæringanna sem ráða þar för. Þessu var ég sammála og hafði á orði að mér þætti íslenska jafnað- arsamfélaginu ekki fórnandi fyrir þotulið sem vildi slíta sig út úr íslenskum veruleika og jafnvel stilla þjóðfélaginu öllu upp við vegg til að hafa sitt fram. Við skulum ekki gleyma að undirstaða vaxtar- ins í bankakerfinu er íslenska líf- eyrissjóðakerfið. Grundvöllur þess er markaður af lögum frá Alþingi. Lífeyrissjóðirnir eru byggðir upp af skyldusparnaði íslenskra launa- manna. Án þeirra væri ekkert „við- skiptaundur“ og engin útrás. Af nýlegri könnun sem birt var á vegum félagsmálaráðuneytisins má ráða að launamunur hafi vaxið verulega á undanförnum árum og sé nú fjórtánfaldur. Þetta eru þó smámunir á við hundraða milljarða bónusgreiðslur í bankastofnunum og fyrirtækjum innan fjármála- geirans. Þegar þessu hefur verið andmælt hefur viðkvæðið jafnan verið á þá lund að þetta endur- spegli velgengni viðkomandi fyrir- tækja sem auk þess standi skil á sköttum og skyldum. Einnig sé á það að líta, hvað bankana áhrærir, að drýgstur hluti tekna þeirra komi erlendis frá; útrásin færi þjóðinni þannig björg í bú. Þá eigi ekki að vanþakka alla þá styrki sem renni til menningarstarfsemi og líknar- mála frá efnafólki. Af rausn þess njóti sjúkrahúsin, menningarstofn- anirnar og jafnvel kirkjur og trúfé- lög góðs! Vissulega er nokkuð til í þessu. Fjármálastofnanir greiða vissu- lega sinn 18% fyrirtækjaskatt eins og lög gera ráð fyrir og af arði sínum greiða fjármálamennirnir sína tíund. Það er að vísu miklu lægra hlutfall en launamaðurinn greiðir og þegar haft er á orði að rétta þurfi þann halla af og sam- ræma skatta á launatekjur og fjár- magn bregðast handhafar fjár- magnsins ókvæða við og segjast einfaldlega fara úr landi ef við þeim verði hróflað. Sama gildir um allt tal um misskiptingu. Menn skuli ekki voga sér upp á dekk með gagnrýni auk þess sem allir hafi það betra þrátt fyrir aukna mis- skiptingu. En er það virkilega svo? Hafa allir það betra á Íslandi í dag en fyrir tíu árum? Er auðveldara að vera efnalítill og glíma við sjúk- dóm nú en þá? Eru lyfin ódýrari? Er læknis- kostnaður minni? Er auðveldara fyrir fátækt fólk að komast í húsnæði nú en það var fyrir tíu árum þegar félagslegt húsnæðiskerfi var enn við lýði? Ég held ekki. Og enn standa kröfur, ekki síst frá fulltrúum banka og fjármálastofn- ana á hendur stjórnvöld- um um að afnema þær leifar félagslegra þátta sem enn finnast í húsnæðiskerfinu. Allt á markað er hin óbilgjarna krafa. Alls staðar skulu markaðslögmálin ráða – og alltaf er viðkvæðið hið sama, „annars erum við farin með allt okkar af landi brott“! Það er vissulega rétt að það munar miklu um alla þá milljarða sem koma frá bankakerfinu í formi skatta og sú gagnrýni sem ég hef fengið fyrir að gera lítið úr þessum tekjum hins opinbera er réttmæt því um þessa peninga munar svo sannarlega í fjármögnun velferð- arsamfélagsins. Spurningin er hins vegar um hinn félagslega tilkostn- að, hina samfélagslegu fórn; hversu langt við viljum halda með samfé- lag okkar inn á markaðstorgið? Á Reagan-tímanum í Bandaríkjunum var talað um trickle-down econom- ics, brauðmolahagfræði. Hún byggði á því að létta álögum af efnafólki svo það gæti bakað sín stóru brauð, almenningur myndi fyrr eða síðar njóta góðs af í formi molanna sem hrytu af borðum auð- kýfinganna. Ekki varð sú raunin. Brauðmolastefnan jók misrétti í bandarísku þjóðfélagi til muna. Að lokum, nokkur orð um útrás- ina. Almennt gleðjumst við landarn- ir yfir árangri af fjárfestingum erlendis. Í sumum tilvikum hefur líka verið sýnd stórkostleg hug- kvæmni og framsýni og vil ég þar nefna árangur bræðranna sem kenna sig við Bakkavör. Bakkavar- arbræður hafa haslað sér völl í Bretlandi og víðar og margt af því sem ýmsir aðrir íslenskir aðilar eru að gera víðs vegar um heiminn er aðdáunarvert. En það er ekki allt kræsilegt sem íslensk fyrirtæki hafa tekið sér fyrir hendur, t.d. í austanverðri Evrópu þar sem Bankarnir rífi sig ekki frá samfélaginu Frumsýning helgina 11.-12. nóvember
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.