Fréttablaðið - 11.11.2006, Qupperneq 30
UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,,
Orð voru dýr
Þingsályktað út í loftið
Það er ekki oft sem ég
get stigið í pontu á eftir
hæstvirtum iðnaðarráð-
herra og sagt: Nú er ég
sammála hæstvirtum
ráðherra. En það er
ástæða til að gera það
nú.
Hér er spurt um hvort
eigi að senda út og segja
fréttir alla virka daga hjá
svæðisútvarpinu á
Austurlandi. Á Suður-
nesjum brennur aftur á
móti spurningin: Á ekki
að taka upp útsendingar
svæðisútvarps á Suður-
nesjum?
Heilbrigðisráðherra kynnti í vik-
unni áform um að stækka réttar-
geðdeildina á Sogni. Nú eru þar sjö
rými en iðulega hafa fleiri dvalist á
deildinni og þá hafst við í vistarver-
um sem ekki eru ætlaðar til dvalar.
Margrét Frímannsdóttir Sam-
fylkingunni spurði um framtíðar-
áform ráðherra um rekstur og upp-
byggingu starfsemi
réttargeðdeildarinnar að Sogni og
sagði stjórnvöld fram til þessa hafa
verið sinnulaus gagnvart deildinni.
Siv Friðleifsdóttir skýrði frá því
í svari sínu að starfshópur hefði,
eftir úttekt á húsakynnunum, lagt
til úrbætur og hefði hún ákveðið að
ráðast í þær. Verður rýmum því
fjölgað um þrettán og verða því tut-
tugu í framtíðinni. Kosta fram-
kvæmdirnar á milli sex og sjö
hundruð milljónir króna.
Í máli Sivjar kom fram að um
fjörutíu sjúklingar hafa verið lagð-
ir inn á réttargeðdeildina að Sogni
á þeim tæpu fimmtán árum sem
deildin hefur starfað.
Fjölgað um þrettán rými á
réttargeðdeildinni að Sogni
Björn Ingi Hrafnsson,
varaþingmaður Framsókn-
arflokksins, leggur til að
Mannanafnanefnd verði
lögð niður og að smekk-
ur foreldra fyrir nöfnum
barna sinna fái að ráða en
ekki smekkur opinberra
nefndarmanna.
„Ég tek undir þá gagnrýni sem
sett hefur verið fram á undanförn-
um árum á starfsemi Mannanafna-
nefndar,“ segir Björn Ingi sem
mælir fyrir frumvarpi um breyt-
ingar á mannanafnalögum í næstu
viku.
Hann tekur fram að gagnrýni
sín beinist ekki að því fólki sem
setið hefur í nefndinni, lögin hafi á
hinn bóginn verið of þröng og ekki
í samræmi við það nútímaviðhorf
að fólk eigi að ráða sínum málum
sjálft. „Ég tel að foreldrar hafi
almennt til að bera það mikla
væntumþykju til barna sinna að
þeir velji þeim ekki nöfn sem eru
þeim til ama eða koma þeim illa,“
segir Björn Ingi.
Eins og lögum er nú háttað
gefur Mannanafnanefnd út sam-
ræmt yfirlit yfir nöfn sem heimilt
er að nota og fundar reglulega um
umsóknir um undanþágur. Björn
Ingi telur þetta ekki hlutverk rík-
isvaldsins og segir að almenna
reglan eigi að vera sú að nöfn séu
leyfð og aðeins sé hægt að banna
þau í algjörum undantekningartil-
vikum - þegar um hreinar nafn-
leysur er að ræða. „Það hefur
lengi verið í lögunum að nafnberi
megi ekki hafa ama af nafni sínu
og það stendur óhaggað.“
Spurður um einstök dæmi þess
að lög um Mannanafnanefnd hafi
verið borgurum til trafala nefnir
Björn Ingi nafnið Sævarr með
tveimur errum. „Það var nýlega
samþykkt í nefndinni eftir margra
ára þrautagöngu og það eru fjöl-
mörg dæmi um nöfn sem hafa
lifað með kynslóðum án þess að
hljóta náð fyrir augum nefndar-
innar. Á sama tíma hefur sumum
fundist nöfn sleppa í gegn sem
hafa enga tengingu við íslenska
tungu.“ Björn Ingi segir að þegar
svo hátti til snúist mál um smekk.
„Og ég vil frekar að smekkur for-
eldranna og barnanna ráði heldur
en þess ágæta fólks sem hefur val-
ist til setu í Mannanafnanefnd á
hverjum tíma.“
Björn Ingi segir þetta mál eitt
þeirra sem þjóðin hafi hvað sterk-
astar skoðanir á og býst við snar-
pri og skemmtilegri umræðu í
þinginu í næstu viku.