Fréttablaðið - 11.11.2006, Side 59

Fréttablaðið - 11.11.2006, Side 59
 { heimilið } 10 Heimilishald nútímans er tækni- væddara en fyrsta tunglferjan. Tæknin sem til er nú í dag er svo ótrúleg að hún myndi sóma sér vel í hvaða framtíðarmynd sem er. Þú getur gengið að útidyrunum þar sem lithimnuskanni hleypir þér inn. Þú segir nafnið þitt í forstof- unni og ljósin kvikna eftir þínu höfði, sjónvarpið býður gott kvöld og kaffivélin fer í gang um leið og þú segir orðið latte. Ísskápur- inn, sem rétt áðan sendi þér SMS þar sem stóð að mjólkin væri búin, lætur þig vita hvar börnin þín eru með þeirra eigin rödd, og tónlistarmiðstöðin setur á rólega tónlist enda klukkan orðin margt. Þetta er allt hægt í dag en kostar því miður handlegg og fót auk yfir- vinnu næstu 30 árin. Sumt þarf að sérsmíða og annað sérpanta. Sumt af þessu fæst aftur á móti í næstu verslun. Securitas eða Öryggismiðstöðin geta séð um lyklalausa aðgengið án teljandi vandræða. Tónlistar- miðstöðin fæst hjá Heimilistækjum og hvað varðar sjónvarpið er hægt að fá risastóra HD flatskjái í flestum raftækjabúð- um. Sjónvarpið býður þér kannski ekki góðan dag en hver vill svo sem að það tali við mann. Látum heldur þá sem í sjónvarpinu eru um að tala. Ísskápar með snertiskjá þar sem hægt er að geyma uppskriftir, taka upp skilaboð og fá upplýsingar um næringarinnihald fæðutegunda eru til í næstu heimilistækjaverslun, t.d. í Rafha. Til að toppa þetta allt geturðu keypt spansuðuborð. Spansuðuborð er helluborð sem hitar potta og bara potta. Borðið lítur út eins og spegil- slétt plastplata þar sem búið er að merkja fyrir hellum. Borðið notast við segul- svið sem kemur hreyfingu á öreindir atóma og myndar þannig hita. Galdurinn er að borðið hitar bara seg- ulmálma og ekkert annað. Þú getur haft bullsjóðandi vatn í potti, tekið hann upp og skellt hendinni beint á borðið þar sem potturinn stóð án þess að brenna. Ylurinn er bara frekar þægilegur. Þessi tækni hefur verið til í 20 ár en aðeins á síðustu árum hefur hún orðið nógu ódýr til almenningsnota. Til að kóróna þetta allt er spans- uðuborð allt að helmingi fljótara að hita innihald potta en aðrar gerðir helluborða og tekur mun minni orku í það. tryggvi@frettabladid.is Hátæknivædd heimili Raddstýrð stjórntæki, lyklalaust aðgengi, talandi tölvur og kaldur hiti. Á Netinu er að finna skemmtilega vefverslun sem heitir www.wallt- er.com. Vefverslun þessi sérhæfir sig í margskonar veggskreyting- um en slíkar skreytingar geta ger- breytt útliti herbergis á örskömm- um tíma. Á vefsíðunni er hægt að kaupa allskonar skraut, m.a. hringi, dropa, ferhyrninga, sexhyrninga, stjörnur og fleira. Skreytingarnar koma grunnaðar til kaupandans, sem þarf þá ekki að gera annað en að mála þær í sama lit og fyrir er á herbergisveggnum, eða í öðrum lit vilji fólk fá öflugri áhrif fram. Svona skreytingar gætu verið sér- lega flottar fyrir ofan rúm til að koma í stað rúmgafls en einnig myndu þær sóma sér vel á stofu- vegg, gangi eða hreinlega hvar sem fólki finnst skreytingar þörf. Skreytingarnar eru sjálflímandi og festast vel á veggina, en athuga þarf þó að vanda vel til verksins og vera búin að ákveða hvernig mótin skulu raðast áður en ráðist er í upplímingarnar. mhg Öðruvísi veggir Upphleypt munstur gefa herberginu nýja vídd
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.