Fréttablaðið - 11.11.2006, Page 62
{ heimilið }
Á netinu
13
Veggfóður er snilldarfyrirbæri fyrir
lita- og munsturglaða sem annað-
hvort vilja lífga upp á einn vegg í
íbúðinni eða alla. Veggfóður er líka
hægt að setja inn í skápa, í hillur
eða á borð. Flestir veggfóðra þó
stofuna eða líma veggfóðrið upp
þar sem gestir ættu að geta séð það.
Fólk ætti þó alls ekki að hugsa ein-
göngu um hvernig íbúðin lítur út í
augum gestkomandi, heldur á hún
fyrst og fremst að gleðja þá sem þar
búa. Þannig getur veggfóður prýtt
veggi í svefnherbergi, þangað sem
engir eða fáir gestir koma. Við rák-
umst á þetta skemmtilega veggfóð-
ur á netinu, sem er einstaklega fal-
legt og við fyrstu sýn lítur út fyrir
að vera þakið blómum. Við nánari
athugun kemur þó í ljós að í blóm-
unum eru berar konur, ekki ólíkt
felumyndinni af Freud sem fannst á
mörgum heimilum hér áður fyrr. Á
annarri vefsíðu fundum við falleg-
an veggfóðursrenning, sem er mikið
listaverk, en lítil blóm eru skorin út
í veggfóðrið og teygja þau sig frá
veggnum.
Erótík og þrívídd
í veggfóðri
Skandinavísk
hönnun
Uppboðshúsið Laurizt er stað-
sett í Danmörku en er með
sýningasali í Svíþjóð, Noregi
og Þýskalandi. Hér er að finna
úrval af gripum eftir þekkta og
minna þekkta listamenn. Laur-
izt selur líka antíkmuni og not-
aða hluti af öllum gerðum og
stærðum. Ef þú ert á höttunum
eftir skandínavískri hönnun
ættirðu endilega að kíkja á
Lauritz. Munið að kanna regl-
urnar hjá tollinum. Netslóð
Laurizt er www.lauritz.com.