Fréttablaðið - 11.11.2006, Page 63
{ heimilið }
Hönnuðurinn Marcel Wanders fæddist í Boxtel í Hol-
landi. Hann útskrifaðist með láði frá listaháskól-
anum í Arnheim árið 1988. Wanders vakti fyrir
alvöru áhuga þegar hann kom fram með hönn-
un sína á hnútastólnum svokallaða árið 1996. Í
dag hannar hann fyrir mörg stór nöfn á borð við
B&B Italia, Bisazza, Poliform, Moroso, Flos, Boffi,
Cappellini, Droog Design og Moooi en hann er einn af
stofnendum þess og listrænn stjórnandi.
Þó nokkur verk Marcels Wanders hafa verið valin á
sýningar um allan heim, líkt og í Museum of Modern Art í
New York og San Francisco.
Hann er margverðlaunaður hönnuður og var nú síðast
útnefndur hönnuður ársins í Elle Decoration International Design
Awards
Fleiri upplýsingar er að finna á vefsíðunni www.marcelwand-
ers.com.
14
Meiriháttar Marcel
Flott hönnun Hollendingsins Marcels Wanders.
Lífleg
heimilisverk
Alltof mörgum
leiðist að vinna
heimilisverkin.
Þau eru hins
vegar nauðsyn-
leg og stuðla að
hreinu og fallegu
umhverfi sem
öllum líður vel
í. Ef þú ert ein/n
þeirra sem kvíðir
því að þurfa að
taka í sóp eða
vaska upp,
þá er tilval-
ið að nota lit-
rík og skemmti- l e g
verkfæri í verkið. Þessir litríku
og líflegu sópar fást í Hagkaup
og lífga heldur betur upp á
tilveruna. Maður grípur í sóp-
inn og áður en maður veit af,
sópar maður syngjandi glaður
mylsnu og kusk upp af gólfinu.
Hægt er að fá uppþvottahanska
og bursta í stíl við sópana.
kústar
Er verið að mála stofuna eða svefn-
herbergið? Prófaðu að mála heilan
vegg í öðrum lit en hina veggina
í herberginu. Þetta kemur einstak-
lega vel út ef hinn liturinn tónar vel
saman við hinn litinn í herberginu.
Galdurinn við þetta er að það gerir
dauflegri herbergi áhugaverðari og
líflegri og þar að auki undirstrikar
þetta arkitektúr herbergja sem eru
óvenjuleg í laginu.
Annað sniðugt ráð er að mála
ferhyrning í hæfilega afgerandi lit
í miðju herbergi. Skær litur í and-
stöðu við allt annað á svæðinu og
getur það skapað notalega sveiflu í
rýminu. Munið þetta næst þegar þið
takið upp málningarpensilinn.
Heilræði við
húsamálun