Fréttablaðið - 11.11.2006, Page 87

Fréttablaðið - 11.11.2006, Page 87
B erglind Jóna Þráins- dóttir er flugfreyja hjá Icelandair og við- urkennir að það þyki nokkuð sérstakt að hún sé á kafi í mótor- krossi. „Áhuginn var alltaf fyrir hendi, bæði hjá mér og manninum mínum. Síðan fórum við að spá meira í þetta og kynna okkur þenn- an heim á Netinu og víðar,“ segir Berglind en þau hjónin ákváðu með dags fyrirvara að skella sér á nám- skeið og taka mótorhjólapróf. „Í framhaldi af því keyptum við eitt hjól og byrjuðum aðeins. Fljótlega keyptum við síðan annað hjól sem ég og eldri dóttir mín, Halla Berg- lind, samnýtum í dag.“ Berglind stefnir hins vegar að því að kaupa sér nýtt hjól fyrir vorið og láta Höllu Berglindi eftir hitt hjólið. Berglind segir að þrátt fyrir að margir reki upp stór augu þegar þeir komist að því að flugfreyja sé í mótorkrossi þá séu margar stelp- ur komnar í þetta. „Þetta þykir mjög spes en það hafa allir skiln- ing á mér,“ segir Berglind og hlær. „Ég er búin að hjóla mjög mikið í sumar en við höfum mikið farið seinni part dags og verið fram á kvöld. Við hjónin höfum líka farið í nokkra hálendistúra og hjólum þá um landið með virðingu og lög- lega eins og örugglega 99 prósent af þeim sem stunda þetta gera.“ „Þetta er alveg frábært fjölskyldu- sport alveg eins og skíðaíþróttin, sem við stundum mjög mikið líka. Við skíðum á mismunandi hraða í brekkunum og hittumst svo bara í skálanum. Það er sama með mótor- krossið, við skiptum liði og förum öll á okkar hraða,“ segir Berglind og viðurkennir að af og til verði hún hrædd í brautinni þótt yfir- leitt reyni hún að hjóla eftir getu. „Það kemur ákveðin harka í mig þegar ég fer af stað og þá sleppi ég mér stundum og fer kannski aðeins umfram getu,“ bætir hún við og brosir. „Hlífðarbúnaðurinn er samt svo frábær að þótt ég hafi margoft dottið á hjólinu þá hef ég aldrei meitt mig. En auðvitað er samt alveg hægt að slasa sig.“ Berglind segist oft fara ein með hjólið sitt upp í Bolaöldu þegar hún á frí í fluginu. „Mér finnst rosalega gott að fara á morgnana meðan stelpurnar mínar eru í skól- anum því þá er ég komin heim upp úr hádegi og er þá heima þegar þær koma heim. Annars finnst mér að það þurfi að athuga með að leyfa börnum sem eru yngri en tólf ára að aka svona tæki. Það ætti að reyna að samræma þetta þeim reglugerðum sem eru í nágrannalöndunum,“ segir Berg- lind og bendir á að krakkarnir geti þetta alveg jafn vel og að vera á hestbaki eða á fullu á reiðhjóli. „Ég er viss um að margir hefðu gott af að fá útrás í þessu frekar en mörgu öðru.“ Erik Ásbjörn Carlsen er 71 árs gamall og keypti sér fyrsta mótor- kross hjólið sitt fyrir tæpum tveimur árum. Það liggur beint við að spyrja hann hvernig það sé að byrja í þessari íþrótt á hans aldri. „Það er bara alveg dásamlegt,“ segir Erik og brosir breitt. „Í gamla daga átti ég tvívegis Harley Davidson hjól, Hondu og fleiri hjól en síðan liðu 35 ár áður en ég byrj- aði á þessu.“ Erik keppti í rallíi og sandspyrnu fram til 1984 en hann hefur alla tíð verið mikið fyrir vélar. „Það var einn kunningi minn sem plataði mig út í þetta. Hann lánaði mér hjól og leyfði mér að prófa og þá varð ekki aftur snúið. Ég fæ rosalega mikið út úr þessu og þetta heldur mér í formi,“ segir Erik sem hefur hjólað heilmikið síðan. „Ég hjólaði í samtals fjóra klukkutíma síðustu tvo daga og léttist um tvö kíló, þannig að þetta er heilmikil líkamsrækt.“ Spurður hvað fólki hafi almennt fundist um að sjötugur maður keypti sér mótorkross hjól, segir Erik: „Margir í fjölskyldunni sögðu mér að ég væri bara eitthvað rugl- aður. Gamall karl að fara í þetta. Sumum finnst þetta bara besta mál,“ segir hann. „Ég hef voðalega gaman af því stundum þegar ég er að hjóla og lendi inni í hópi af einhverjum strákum. Síðan þegar ég tek af mér hjálminn og gleraugun þá reka þeir upp stór augu þegar þeir sjá að þarna er kominn gamall karl,“ segir Erik og skellir upp úr. „Flest- ir þeirra segja samt að svona ætli þeir að verða þegar þeir verði gamlir,“ bætir hann við. Erik segist ekki hafa lent í mjög slæmum byltum en stundum hafi hann marist illa við að detta. „Ég var alltaf að detta fyrst enda er þetta allt annað en að aka Harley Davidson. Síðan eldist þetta af manni og núna dett ég ekki mikið enda var ég orðinn mjög þreyttur á því,“ segir hann og hlær. „Ég vona að ég eigi nokkur ár eftir á hjólinu og miðað við hvað ég er í góðu formi í dag þá ætti það alveg að vera raunhæft enda er ég í rækt- inni líka, syndi og hleyp.“ Á síðasta ári keppti Erik í mótor- krossi á Landsmóti Snigla á Kirkju- Á Hellisheiðinni, móts við Litlu kaffistofuna, opnaði Vélhjólaíþrótta- klúbburinn stórt svæði fyrir mótorkrossíþróttina í Bolaöldu. Torfæruhjól- um hefur fjölgað mikið undanfarin ár og er mótorkross í mörgum tilfell- um fjölskylduíþrótt. Þar getur hver og einn valið sér braut og hraða við sitt hæfi. Sigríður Hjálmarsdóttir fór í Bolaöldu og hitti þar mótorkrossfólk á ýmsum aldri. Hið fullkomna fjölskyldusport
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.