Fréttablaðið - 11.11.2006, Page 89

Fréttablaðið - 11.11.2006, Page 89
H uginn segir ferðaáhugann hafa kviknað þegar hann fór í Interrail-ferða- lag ásamt félaga sínum um Austur-Evrópu. „Ferðin stóð í þrjá mánuði og reyndist miklu meira ævintýri en við höfð- um gert okkur í hugarlund,“ segir Huginn en þeir félagar lentu í ýmsum hrakningum á ferðalag- inu. „Við höfðum skammtað okkur ákveðna upphæð í ráðstöfunarfé og lifðum því mjög sparlega í ferð- inni. Gengum mikið og keyptum ódýran mat í matvöruverslunum en oft var eldunaraðstaða á gisti- heimilunum.“ Huginn segir ákveðna menningu fólgna í slíkum ferðum og ákveðið stolt í því að fara ekki fyrir peningaupphæðina sem maður skammtar sér fyrir fram og að lifa á sem minnstu. „Eitt af því fyrsta sem við lent- um í á ferðalaginu var þegar við vorum í lest á leið frá Tékklandi til Póllands. Vagninn sem við vorum í var allur gasaður með svefngasi og ræningjar tóku til við að tína verðmæti af fólkinu sem svaf út um allan vagninn. Þeir enduðu í klefanum okkar en Guðmundur Þór, félagi minn, vaknaði þegar þeir voru að skera í töskurnar okkar,“ segir Huginn en þeir félag- arnir sluppu við að vera rændir þar sem þeir vöknuðu í miðju rán- inu með sundurskornar töskur. „Á næstu brautarstöð stoppaði vagn- inn og lögreglan ætlaði að ná ræn- ingjunum en beið á vitlausum brautarpalli og allir þustu út úr vagninum þannig að ég held að ræningjarnir hafi nú ekki náðst,“ segir hann og rifjar upp hversu slappir og þungir í höfðinu þeir hafi verið eftir svefngasið. „Við vorum eiginlega bara hundveik- ir.“ „Við vorum allan tímann á ferða- lagi þessa þrjá mánuði sem við vorum úti. Við stoppuðum kannski í einn til tvo daga á hverjum stað og notuðum næturlestir mikið til að komast hratt á milli staða. Maður var á fullu allan daginn og svaf síðan á nóttunni í lestum eða rútum. Svona fórum við suður eftir allri Evrópu, til Grikklands, Ítalíu og fleiri landa,“ segir Hug- inn en hann fór tvisvar einn um Evrópu eftir þetta ferðalag og var í þrjá mánuði í senn. „Ég hitti alls konar fólk úr öllum heimshlutum á ferðalögunum enda er alveg ótrúlega stór straumur af fólki sem rennur á milli landa á þennan hátt og þetta er orðinn mjög stór túrismi.“ Á ferðalögum sínum hefur Huginn eins lítið meðferðis og hann getur og setur í litla skóla- tösku það allra helsta sem hann þarf á að halda. „Í töskunni er ég jafnan með undirföt, sjúkrakassa, nokkra boli og auka sokka. Síðan kaupir maður annað sem á þarf að halda eins ódýrt og maður getur og hendir svo bara gamla dótinu.“ Aðspurður hvernig hann fór að því að fjármagna öll ferðalögin segir Huginn: „Áður en ég fór að ferðast var ég verðbréfamiðlari og safnaði peningum en ég er við- skiptafræðingur. Fyrstu tvær ferðirnar voru farnar yfir sumar- tímann en síðan langaði mig til að taka lengri tíma í þetta þannig að ég hætti bara að vinna og fór að skoða heiminn.“ Huginn og Guðmundur Þór unnu saman á fjallahóteli í Sviss í einn mánuð en stungu síðan af þaðan og til Arabalandanna. „Okkur hafði alltaf langað til að fara þangað en við ferðuðumst um Egyptaland, Sýrland, Jórdaníu, Tyrkland og fleiri lönd. Það var alveg ofsalega mikil reynsla að ferðast þarna um en við fórum meðal annars fótgangandi yfir eyðimörkina,“ segir Huginn en þeir félagarnir höfðu yfirgefið skipulagða ferð á miðri leið yfir eyðimörkina þegar þeir áttuðu sig á því að þeir voru vatnslausir. „Guðmundur var með tvo lítra af Sprite með sér og ég fékk að súpa á því hjá honum á meðan það dugði. Við gengum í langan tíma Apasúpa í Amazon eftir vegslóða en þar var engin umferð fyrr en maður kom þar á stórum trukki og stoppaði fyrir okkur. Gestrisnin og almennileg- heitin meðal araba er alveg rosa- lega mikil, sérstaklega í Sýrlandi og Jórdaníu.“ Í einni borg í Egyptalandi tók lög- reglan á móti Hugin og Guðmundi og heimtaði að fylgja þeim rak- leitt að næstu rútu- eða lestarstöð. „Þarna mátti enginn túristi vera enda koma þaðan hryðjuverka- menn sem hafa meðal annars stað- ið fyrir hryðuverkaárás og fellt tugi manns við Dal konunganna. Við harðneituðum að fara af því að við vildum endilega fá að skoða borgina,“ segir Huginn og heldur áfram: „Við reyndum fyrst að stinga lögregluna af en það hafð- ist ekki. Við heimtuðum að fara á veitingahús að snæða og sátum þá einir inni á Kentucky Fried Chick- en með lögreglubíl og herbíl fyrir utan að vakta okkur. Eftir matinn sættust hermennirnir á að við fengjum að ganga um borgina, en þeir fylgdu okkur fast eftir á bíln- um.“ Huginn segir hermennina þó fljótlega hafa gefist upp á að fylgja þeim eftir og létu þá setjast hvorn í sinn bílinn. „Um tíma sá ég ekki lengur bílinn sem Guð- mundur félagi minn var í og stóð alls ekki á sama en hermennirnir keyrðu með okkur allan daginn. Við sátum við Níl og drukkum te með hermenn og uppsettar vakt- stöðvar beggja vegna gangstétt- arinnar. Gamall karl vildi ganga leiðar sinna, en var hrint af vegin- um og sagt að ganga ekki nálægt túristunum. Það fór svo á endan- um að við sættumst á að fara með næturlest suður í land.“ Huginn segist hafa gælt við að skrifa bók um ferðir sína en inn á milli ferðalaganna skrifaði hann skáldsögu sem er nánast tilbúin. „Mig langaði svo til að gera eitt- hvað skapandi og er kominn með drög að kómískri bók sem ég þarf að klára. Síðan fór ég til Suður- Ameríku og var þá búinn að skoða ýmsar íslenskar ferðabækur og sá að ævintýrin mín voru alls ekki minni en skrifað er um í ferðabók- unum og sá að ferðalögin mín væru alveg orðin efni í bók og þá var Suður-Ameríka alls ekki sísti staðurinn því hún er uppfull af fáránleika fyrir Íslendinga. Alla ferðina þar punktaði ég hjá mér það sem ég lenti í og þar eru sam- tölin orðrétt og eins og þau áttu sér stað.“ Á ferð sinni um Suður-Ameríku hitti Huginn Norðmann og Hol- lending og fóru þeir saman inn í Amazon-frumskóginn. „Þar er allt voðalega rólegt og yfirvegað enda sitja menn þarna bara dasaðir af hitanum.“ Huginn segist oft hafa borðað mjög furðulega fæðu í frumskóg- inum. „Einn daginn komu menn með apa inn í þorpið sem við héld- um til í. Það var höggvin af honum hendin og sett í súpu. Svo átum við súpuna með apafingrunum fljót- andi í. Þetta var nú ekki gott, rautt og viðbjóðslegt og maginn var orð- inn heldur slakur,“ segir Huginn sem fékk magakveisu undir morg- uninn og dreif sig á kamarinn. „Ég fór síðan til baka til að halda áfram að sofa en tók þá eftir því að menn voru farnir að slást við baneitrað- an snák inni á kamrinum. Menn- irnir höfðu betur og sögðu mér síðan að ég hefði verið alveg ótrú- lega heppinn að vera ekki bitinn. Ef það hefði gerst væri ég annað hvort dauður eða einum útlimnum fátækari.“ „Í Amazon fórum við í þjóðgarð og veiddum þar krókódíla, sem ég held að sé nú reyndar ekki leyfi- legt. Við byrjuðum á því að veiða einn sem var metri að lengd en hann slapp og þá sáum við einn þriggja til fjögurra metra langan,“ segir Huginn og tekur það fram að Þetta hafi verið í myrkri og það eina sem sást af krókódílunum hafi verið rauð augun. „Svo rekur mann bara um í litlum kanó og passar sig á því að vera með hendurnar innan- borðs. Þeir innfæddu eru hins vegar alveg sallarólegir yfir þessu. Fyrir þeim er alveg eðlilegt að það verði einhver afföll af fólki reglu- lega,“ bætir Huginn við. „Síðan veiddum við einn krókódíl. Hann var bara of stór fyrir spjótið sem við vorum með svo það brotnaði og krókódíllinn kom þá æðandi að mér þar sem ég sat fremstur. Norðmað- urinn, sem sat fyrir aftan mig, hoppaði hæð sína af hræðslu og annar heimamannanna líka en þeir voru tveir með okkur. Ósjálfrátt stökk ég fyrst ofan í bátinn sem veltist til hliðanna og þá var krók- ódíllinn kominn með ginið alveg Huginn Þór Grétarsson hefur eytt undanförnum þremur árum í ferðalög um heiminn. Hann hefur þvælst um mánuðum saman í einu á eigin vegum með takmarkað ráðstöfunarfé og eina skólatösku undir það helsta. Hann sagði Sigríði Hjálmarsdóttur frá helstu ævintýrum ferðanna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.