Fréttablaðið - 11.11.2006, Page 100
Nú er nýtt andlit komið upp á yfir-
borðið í tískuheiminum, í það
minnsta í Bretlandi. Þetta er hin
unga Camilla Al Fayed, dóttir
Mohammeds Al Fayed, sem er eig-
andi Harrods-tískuveldisins í
Bretlandi og viðskiptajöfur mikill.
Camilla á því auðvelt með að nálg-
ast það nýjasta í tískunni hverju
sinni og hefur vakið athygli fyrir
að klæðast ávallt fötum frá dýrum
hönnunarmerkjum.
Camilla hefur lengst af fallið
íískugga bróður síns, Dodis Al
Fayed, sem lést með Díönu prins-
essu í bílslysi eins og kunnugt er.
En nú er Camilla að fikra sig hægt
upp frægðarstigann og það er
varla haldið samkvæmi í Lund-
únaborg og víðar án þess að stúlk-
an sé mætt klædd samkvæmt nýj-
ustu tísku. Það kemur kannski
fáum á óvart að besta vinkona
Camillu er hin fræga Paris Hilton
en stöllurnar eiga það sameigin-
legt að vera frægar fyrir að vera
erfingjar auðæfa.
Stíll Camillu er mjög kvenleg-
ur og nýtur hún þess að sýna
kvenlegan vöxt sinn.
Samkvæmisljón og
erfingi tískukrúnunnar
Bandaríska leikkonan Demi
Moore er nýjasta andlit snyrti-
vörumerkisins Helenu Ruben-
stein. Hún mun sýna nýjustu línu
merkisins í húð- og förðunarlínu
ársins 2007. Samkvæmt tals-
mönnum Helenu Rubenstein
hentar Moore merkinu vel þar
sem hún er frjálsleg kona og
hegðun hennar endurspeglar
heimspeki Rubenstein sem er
„Lifðu glæsilega“. Helena Rubin-
stein vildi að frami
fyrirtækisins
myndi haldast í
300 ár en líf henn-
ar snerist um feg-
urð allt frá því hún
opnaði sína fyrstu
snyrtistofu á fyrri
hluta síðustu
aldar.
„Ég er mjög
ánægð með þennan einstaka heið-
ur og ætla mér að endurvekja
glæsileikann og fágunina sem
hefur fylgt þessu merki alla tíð.
Ég vil hjálpa til við að láta draum
Helenu Rubinstein verða að veru-
leika um að halda fyrirtækinu í
gangi næstu 300 árin. Þetta er
það sem ég legg af mörkum,“
segir Moore en hún er talin vera
ein af áhrifamestu konum í Holly-
wood og ber aldur sinn einstak-
lega vel, en leikkonan er 43 ára.
Helena Rubinstein, stofnandi
snyrtivörumerkisins, setti fyrir-
tækið á laggirnar árið 1902 og
þetta er því 104. árið sem það
framleiðir snyrtivörur. Hún var
ein af þeim fyrstu sem kynnti
konur fyrir lúxusnum sem fylgir
því að eiga alvöru snyrtivörur
sem fara vel með húðina.
Lifðu stór-
kostlega
Allt um allt
sem skiptir
máli í Reykjavík
NINE WEST