Fréttablaðið - 01.12.2006, Page 42

Fréttablaðið - 01.12.2006, Page 42
 1. desember 2006 FÖSTUDAGUR6 Bækurnar Hollt og ódýrt og Hollt og fljótlegt eftir Guðrúnu Jóhannsdóttur birta 50 upp- skriftir hvor af næringarríkum og girnilegum réttum. Hér er uppskrift að ítölskum tvíbök- um, Biscotti, tekin úr bókinni Hollt og ódýrt. Flestar þjóðir eiga sína tegund af tvíbökum. Ítalskt biscotti er fádæma gott meðlæti, bæði með ekta góðum kaffibolla og er ekki síðra með ilmandi gullnu glasi af víni frá Toscana. Á Ítalíu ku hvert hérað eiga sína gerð af biscotti. Upplagt er að hjúpa tvíbökurnar með súkkulaði eða bæta rifnum sítrónuberki í uppskriftina til til- breytingar. 3 1/2 dl sykur 5 dl hveiti 1/4 tsk. matarsódi 1/4 tsk. salt 150 g möndlur með hýði 4 stór egg 2 matsk. smjör 1 tsk. vanilludropar 1 tsk. möndludropar 1 dl hveiti til að hnoða með. 1. Ristið möndlurnar á heitri pönnu og setjið þær svo til hliðar til kælingar. 2. Blandið sykri, hveiti, matar- sóda og salti saman í skál. Bætið eggjum, smjöri, dropum og möndl- um út í og hrærið með sleif eða í hrærivél þar til degið loðir vel saman. Best að hræra eins lítið og hægt er. 3. Flytjið deigið á borð þakið hveiti og hnoðið 1 dl aukalega af hveiti saman við deigið ef þarf. Deigið á þó að vera pínulítið klístr- að. 4. Dustið hendurnar með hveiti og mótið 5-6 hleifa sem eru um 4x20 cm að stærð og raðið þeim á vel smurða bökunarplötu. Hafið a.m.k. 5 cm á milli hleifanna þar sem þeir renna út við bökun. Bakið í ofni við 200°C í um 20 mínútur eða þar til hleifarnir eru fallega gullnir, takið þá svo úr ofninum og látið kólna. 5. Skáskerið hvern hleif í um 1,5 cm þykkar kökur, raðið þeim á bökunarplötu og bakið aftur í um 10 mínútur. Gómsætt og hollt Biscotti bragðast afar vel að sögn ljósmyndarans Gunnars Andréssonar sem fékk að smakka á þeim nýbökuðum. mynd/GvA Fagmenn í fóðurleit Út að borða með LioneL Svarta kaffið LAuGAveGi 54 Á því herrans ári hundsins 4704 útskrifuðust Sigurður eggertsson og Þorbjörn Sigurbjörnsson úr Háskóla Íslands og hlutu réttindi til þess að bera titilinn fagmaður. Fag- mennirnir réðust strax í sitt fyrsta verkefni; að gera úttekt á fóðri því sem boðið er upp á í hádeginu á Laugaveginum. Allir staðir skulu metnir, allir réttir skulu etnir. við mætum á sérhvern stað með opinn huga, þandar nasir og smurt vélinda. við gætum þess að mæta ónærðir til leiks svo að ytri aðstæður mengi ekki dómgreind okkar. Kennaraeinkunn er gefin í fiskum og eins og gefur að skilja er mest hægt að fá 37 fiska. Borðað: Aðall: Lasagna að hætti Svarta kaffis. Aftan: Frönsk súkkulaðikaka og svart kaffi. Gæði fæðis: Aðall: Lasagnað var mjög bragðgott en nokkuð seigt. Fílíngurinn var eins og að japla á gömlu en þó bragðgóðu húbba búbba tyggjói. Lasagnað var af skornum skammti og reynt var að breiða yfir nískuna með salati. Troðfullur diskur af salati með smá lasagna- klípu vakti þá tilfinningu að við hefðum í raun pantað okkur salat. Það er rangt. við gerðum það ekki. Aftan: Sú franska var ljúffeng en að sama skapi „petite“. Svarta kaffið var virkilega gott. verð: 1800 karl fyrir lítinn aðal og lítinn aftan. verulega hátt verð fyrir verulega smávaxinn snæðing. Þjónusta: Fullkomin þjónusta. Liðug og löguleg þjónustumær uppfyllti allar okkar leyndustu óskir. Þjónust- an bjargaði staðnum frá niðurlægingu. Stemning: Tryllt heimsvaldastefnustemning. Lekker stað- ur (svo maður sletti nú aðeins á hollensku), innviði klætt viði með viðarmunum á veggjum djúpt úr svörtustu Afríku. dollan: einkennileg hönnun þar sem herbergið sjálft er rúmgott en dollan er staðsett úti í horni. Annað: Pirrandi að fara út af veitingastað svangur. Fagmenn þakka fóðrið. KennaraeinKunn: 18 FisKar aF 37. ÍSLENSKT HRÁEFNI ELDAÐ Á KÓRESKAN MÁTA Við á Galbi bjóðum upp á ferskt og vel valið hráefni sem þú grillar á ekta kóreskri grillpönnu, sér innflutt fyrir okkur. JÓLA TILBOÐ GALBI Gerið eitthvað skemmtilegt og öðruvísi um jólin! Þú velur á milli tveggja forrétta, sjávarréttasúpu eða jarðarberja- og valhnetusalats. Svo er val á milli tveggja aðalrétta, nautafille í engifer eða steinbíts í myntu. Við gerum hráefnið klárt og hjálpum ykkur af stað. Val á milli tveggja deserta, súkkulaði- og karamelluköku eða jarðarberjaostaköku Aðeins 4.200 kr. á mann*! *Ath. Tilboðið gildir frá 1. desember til 23. desember, gildir ekki með öðrum tilboðum. Galbi Restaurant and Bar • Barónsstígur 2-4 • 101 Reykjavík, Iceland Sími (+354) 544 4448 • Pöntunarsími (+354) 867 4448 • Tölvup. galbi@galbi.is Kryddin frá Pottagöldrum eru ómissandi í matreiðsluna I�mu� �� jó�um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.