Fréttablaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 2
 Aukin útbreiðsla bakteríunnar MÓSA hér á landi er farin að valda heilbrigðisyfirvöld- um áhyggjum, að því er Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- fræðideild Landspítala - háskóla- sjúkrahúss, segir. Bakterían hefur verið þekkt á sjúkrahúsum hér, en nú er hún farin að herja á fólk sem ekki er í tengslum við sjúkrahús og hefur færst í aukana á milli ára. „Þessi baktería er gjarnan fjöl- ónæm inni á sjúkrahúsum, en síður þegar hún kemur upp utan þeirra,“ segir Karl. „Utan þeirra er hún engu að síður ónæm fyrir öllum flokkum penisilínlyfja og skyldum lyfjum. Í fyrstu var MÓSA-bakter- ían nær eingöngu tengd sjúkra- húsum og einstaklingum sem höfðu verið þar inni. Síðan hefur nýgengi hennar aukist utan sjúkra- húsa, eftir því sem það jókst þar inni. Enn er hún einkum tengd ein- staklingum sem hafa verið að fara inn og út af sjúkrahúsum, til dæmis öldruðum. Öldrunarstofnanir geta fengið hana inn til sín sem þýðir að erfiðara getur reynst að stöðva útbreiðsluna enda mun erfiðara að beita ströngum sýkingavörnum á öldrunarheimilum heldur en á sjúkrahúsum.“ Karl segir enn fremur að fyrst hafi farið að bera á bakteríunni hjá fólki án tengsla við sjúkrahús á Íslandi á síðasta ári. Á þessu ári hafi tíðnin aukist á sama hátt og gerst hefur á hinum Norðurlönd- unum. Hún sé þó enn ekki orðin vandamál utan sjúkrahúsa á Norð- urlöndunum. Á mörgum stöðum í Bandaríkjunum, Norður-Ameríku og Kanada sé þessi baktería hins vegar orðin verulegt vandamál úti í þjóðfélaginu. „Við höfum áhyggjur af því að ónæmið hjá þessum bakteríum komi til með að þróast nokkuð hliðstætt utan spítala og innan. Á sumum stöðum í Bandaríkjunum er tíðni ónæmu stofnanna komin allt upp í 70 prósent og þá er þetta orðið vandamál hvað meðferð varðar. Menn svara þá ekki hefð- bundinni meðferð, en geta gengið með sýkinguna, sem fer ef til vill versnandi áður en að hægt er að greina hana réttilega og gefa rétta meðferð.“ Spurður hvernig þessar sýk- ingar lýsi sér segir Karl að þetta séu oftast húð- og sárasýkingar. Þær geti svo leitt til dýpri ígerða og alvarlegri sýkinga. Þótt lang- flestar sýkinganna séu tiltölulega meinlausar, þá er rétt að benda læknum á að vera á varðbergi gagnvart þessari þróun og senda sýni í ræktun við slæmar sýkingar og eins ef svörun við meðferð er lítil eða engin. Skæð baktería tekin að breiðast út hér Illræmda spítalabakterían MÓSA er nú tekin að breiðast út og herja á fólk utan sjúkrahúsa hér á landi. Hún hefur færst í aukana á milli ára. Þessi þróun veldur heilbrigðisyfirvöldum áhyggjum, að sögn Karls G. Kristinssonar yfirlæknis. 75.000 KR. GJAFABRÉF FRÁ SMÁRALIND FYLGIR NÚNA ÖLLUM NOTUÐUM BÍLUM FRÁ INGVARI HELGASYNI Ritstjóri og tveir blaðamenn danska blaðsins Berlingske Tidende voru í gær sýknaðir fyrir dómi í Kaupmanna- höfn af ákæru um að hafa mis- farið með trúnaðargögn ríkisins í greinaflokki um Íraksmálið sem birtur var í blaðinu á árinu 2004. Borgardómur Kaupmannahafn- ar komst að þeirri niðurstöðu að Niels Lunde ritstjóri og blaða- mennirnir Michael Bjerre og Jesper Larsen hefðu með skrifun- um höndlað í þágu almannahags- muna. Ákæran byggði á því að blaðamennirnir hefðu gerst brot- legir við lög um öryggi ríkisins með því að vitna í trúnaðarskýrsl- ur leyniþjónustu danska hersins. Í skýrslunum kom fram, að engar vísbendingar hefðu fundist um að Íraksstjórn Saddams Huss- ein réði yfir gereyðingarvopnum. Fyrrverandi leyniþjónustumaður, sem átti þátt í að semja umræddar skýrslur, hafði áður hlotið dóm fyrir að bregðast skyldum sínum með því að leka þessum trúnaðar- gögnum til fjölmiðla. Lunde sagði eftir að dómur féll í gær að með honum hefði unnist „mikill sigur fyrir hið opna samfélag“. Michael Jørgensen ríkissak- sóknari hafði ekki ákveðið hvort hann færi fram á áfrýjun. Brutu ekki gegn þjóðaröryggi John Bolton hættir innan fárra vikna sem sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum þar sem öldungadeild Bandaríkjaþings fæst ekki til þess að staðfesta tilnefningu hans í embættið. Bolton hefur gegnt embættinu til bráðabirgða í meira en ár samkvæmt tilnefningu frá George W. Bush Bandaríkjafor- seta. Hann sagðist í gær „afar vonsvikinn vegna þess að fáeinir bandarískir öldungadeildarþing- menn hafa komið í veg fyrir að Bolton sendiherra hafi þá kosningu sem hann átti skilið í öldungadeildinni“. Bush segist vera afar vonsvikinn Sjón, finnur þú til samkenndar með Kertasníki? Stefanía Katrín Karlsdóttir, sem lætur senn af störfum sem bæjarstjóri í Árborg, fær greidd laun í tólf mánuði frá því að hún lætur af störfum. Hún tók við sem bæjarstjóri fyrir um hálfu ári er Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynduðu meirihluta í sveitarfélaginu. Samkvæmt samningi sem hún gerði við sveitarfé- lagið eru mánaðarlaun hennar um 1.200 þúsund krónur á mánuði. Samtals munu bæjarstjóraskiptin því kosta rúmar fjórtán milljónir. Ragnheiður Hergeirsdóttir, oddviti Samfylking- arinnar, verður nýr bæjarstjóri í Árborg. Hún segir samhug ríkja hjá fulltrúum Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. „Mér líst vel á þetta samstarf og hef trú á því að við munum standa saman að því að efla sveitarfélagið enn frekar. Ég legg áherslu á að eiga gott samstarf við alla þá sem koma að málefnum sveitarfélagsins. Við munum beita okkur af hörku fyrir því að Suðurlandsvegur verði tvöfaldaður svo dæmi sé tekið.“ Þorvaldur Guðmundsson, oddviti Framsóknar- flokksins í sveitarstjórninni, verður forseti bæjar- stjórnar en formleg meirihlutaskipti verða á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn. Bilun varð í netkerfi Símans sem varð til þess að ekki var hægt að greiða með greiðslukortum í verslunum víðs vegar um Hafnar- fjörð á milli klukkan sjö og átta í gærkvöldi. Helga Kristjánsdóttir, vaktstjóri Krónunnar í Hafnarfirði, segir að nokkur óþægindi hafi skapast vegna þessa og að nokkrir við- skiptavinir hafi skilið kerrur sínar eftir í versluninni vegna bilunar- innar. „Flestir tóku þessu þó vel og við buðum viðskiptavinunum upp á konfekt vegna óþægindanna sem ástandið skapaði.“ Bilunin stóð yfir í tæpa klukku- stund. Kortafærslu- kerfið bilaði Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysi á Suðurlands- vegi síðastlið- inn laugardag hét Ásgeir Jón Einarsson, til heimilis að Fljótaseli 10 í Reykjavík. Ásgeir Jón var fæddur 1977. Hann var ókvæntur og barnlaus. Lést í umferð- arslysi Stúlkan sem lést í umferð- arslysi á Suðurlands- vegi á laugar- daginn hét Svandís Þula Ásgeirsdóttir, fædd 26. febrú- ar árið 2001. Svandís Þula var til heimilis að Sandavaði 1 í Reykjavík. Foreldrar hennar heita Hrefna Björk Sigurðardóttir og Ásgeir Ingvi Jónsson. Lést í umferð- arslysi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.