Fréttablaðið - 05.12.2006, Síða 6
Viðskiptavinir athugið!
Hef fest kaup á Hárgreiðslu-
stofunni Greiðunni að
Háaleitisbraut 58-60.
Hægt er að panta tíma hjá mér
í síma 581-3090.
Bestu kveðjur,
Hrafnhildur Arnardóttir
„Það er lykilatriði að
aðgreina akstursstefnur á
umferðaræðunum í grennd við
höfuðborgarsvæðið, hvort sem
það er með tvöföldun eða öðrum
lausnum,“ segir Ágúst Mogensen,
forstöðumaður Rannsóknar-
nefndar umferðarslysa. Eins og
greint var frá í Fréttablaðinu í
gær hafa 54 látið lífið í umferðar-
slysum á Suðurlandsvegi frá
árinu 1972.
Ung stúlka og tæplega þrítug-
ur maður létust í hörðum árekstri
tveggja bíla á Sandskeiði síðast-
liðinn laugardag en átta ára gam-
all drengur slasaðist alvarlega í
árekstrinum. Hann dvelur nú á
Barnaspítala Hringsins en líðan
hans er stöðug.
Ágúst segir nauðsynlegt að
vinna hratt og vel að aðgreiningu
akstursstefna á helstu umferða-
ræðum í grennd við höfuðborgar-
svæðið. „Það hefur verið sjónar-
mið nefndarinnar, allt frá því árið
2001, að það sé nauðsynlegt að
aðgreina akstursstefnur á Suður-
landsvegi, Vesturlandsvegi og
Reykjanesbraut. Það er lykilat-
riði að aðgreina akstursstefnur
hvort sem það verður gert með
tvöföldun eða öðrum lausnum.
Það þarf að flýta þessum fram-
kvæmdum eins og kostur er en að
lokum er þetta alltaf spurning um
pólitískan vilja ráðamanna og for-
gangsröðun þeirra.“
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjar-
stjóri í Hverwagerði, telur stjórn-
völd þurfa að bregðast tafarlaust
við tíðum umferðarslysum með
róttækum samgöngumúrbótum.
„Það er samstaða meðal Sunn-
lendinga um að það sé forgangs-
mál að tvöfalda Suðurlandsveg.
Ég furða mig á þeim ummælum
[Jóns Rögnvaldssonar] vegamála-
stjóra að óþarft sé að tvöfalda
Suðurlandsveg.
Allar upplýsingar benda til
þess að nauðsynlegt sé að tvö-
falda veginn. Þegar ákvörðun var
tekin um að tvöfalda Reykjanes-
braut var umferð þar minni en
hún mælist nú um Suðurlands-
veg. Á þeim forsendum finnst
mér sérkennilegt að halda því
fram að umferð á Suðurlandsvegi
sé ekki nægilega mikil svo að
réttlætanlegt sé að ráðast í tvö-
földun vegarins.“
Jón Rögnvaldsson segir stjórn-
málamenn ráða för en þeirra verk
sé vandmeðfarið. „Stjórnmála-
menn ráða för í þessu eins og
öðru þegar kemur að vegafram-
kvæmdum. Það er í þeirra hönd-
um að ákveða hvernig fé er varið
og í hvaða framkvæmdir á að ráð-
ast á hverjum tíma. Ég er auðvit-
að hlynntur því að auka öryggi á
vegum landsins sem allra mest.
En grundvallaspurningin er þessi:
hvenær er verið að auka umferð-
aröryggi og hvenær hættir maður
að fá eitthvað fyrir viðbótar-
kostnaðinn? Þetta er viðkvæmur
málaflokkur og það þurfa allir,
sem að honum koma, að vanda til
verka.“
Akstursstefnur verði
aðgreindar sem fyrst
Það á að vera forgangsmál að tvöfalda Suðurlandsveg, segir bæjarstjórinn í
Hveragerði. Nauðsynlegt að aðgreina akstursstefnur á vegunum í grennd við
höfuðborgarsvæðið. Spurning um forgangsröðun, segir vegamálstjóri.
Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra segir það stefnu
sína að tvöfalda Suðurlandsveg.
Jafnframt séu í undirbúningi
aðgerðir til að bæta umferðarör-
yggi á veginum, í samræmi við
samþykkt ríkisstjórnarinnar um
milljarðs króna framlag til umferð-
aröryggisframkvæmda á Suður-
landsvegi og Vesturlandsvegi.
„Stefnan er tvöföldun,“ segir
Sturla en bendir á að slík fram-
kvæmd taki um fjögur ár og kosti
5-7 milljarða króna. Það sé því á
endanum undir Alþingi komið
hvort peningar fáist til verksins.
„Ég tel óhjákvæmilegt að gera það
sem við getum til að aðskilja akst-
ursstefnur og breikka veginn þar
sem það er hægt á sama tíma og
við vinnum að því að tvöfalda allan
veginn.“
Til athugunar er hvort ráðast
ber í tvöföldun Suðurlandsvegar
undir formerkum einkafram-
kvæmdar eða með hefðbundnum
hætti. Einkaframkvæmd gæti
orðið til að hraða verkinu en hún
sé dýrari.
Sturla segir verkfræðiúttekt
Línuhönnunar sýna að afkastageta
og öryggi svonefnds 2+1 vegar sé
nægileg til næstu ára en krafa
margra, meðal annars sveitar-
stjórnarmanna, sé tvöföldun. Hann
sé sama sinnis.
Verstu kaflarnir lagaðir strax
Siv Friðleifsdóttir
heilbrigðisráðherra segir
mikilvægt að sjúklingar og aðrir
geti treyst því að ekki séu
hagsmunatengsl milli geðlækna
og lyfjafyrirtækja.
Hjálmar Árnason Framsóknar-
flokki gerði slík tengsl að
umræðuefni á Alþingi í gær
vegna frétta Morgunblaðsins af
aðkomu lyfjafyrirtækis að
jólafundi Geðlæknafélagsins.
Sagði hann mikilvægt að línur
væru hreinar þar sem miklir
hagsmunir væru í húfi.
Siv tók undir hvert orð og
sagði mikilvægt að skorið væri á
öll slík hagsmunatengsl.
Vill höfða til
siðferðis lækna
Á að tvöfalda Suðurlandsveg?
Bakar þú smákökur fyrir
jólin?
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI