Fréttablaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 12
Óttast er að ríflega eitt þúsund manns hafi farist þegar fellibylurinn Durian reið yfir Filippseyjar aðfaranótt föstudags. Sól- veig Þorvaldsdóttir verkfræðingur lagði af stað í gær á vegum Rauða krossins til að vinna að uppbyggingu á svæðinu. „Rauði krossinn er mjög stór og fjölbreytt samtök sem sinna margs kyns verkefnum, neyð- araðstoð þar á meðal. Þegar hamfarir verða, líkt og urðu á Filippseyjum, þá kemur alls konar fólk frá Rauða krossinum á svæðið og er mikil- vægt að samhæfa þetta nýja afl sem er að koma. Ég verð í teymi sem er sérstaklega sent til þess að samhæfa störf þessara aðila,“ sagði Sólveig, sem var á leiðinni út á Keflavíkurflugvöll meðan hún talaði við Fréttablaðið. Starfsfólk Rauða krossins hefur verið við störf á Filippseyjum síðan veðurofsinn gekk yfir miðbik eyjaklasans, en samt sem áður bíður Sólveigar og félaga hennar mikið starf. Fellibylnum fylgdu gríðarlegar aurskriður og grófust heil þorp á eyjunni Luzon undir eins og hálfs metra djúpri leðju þegar veðurofsinn gekk yfir miðbik eyjaklasans. Talið er að um 40.000 manns hafi misst heim- ili sín og í gær höfðu 450 fundist látnir, 507 voru slasaðir og 599 var enn saknað, samkvæmt opin- berum tölum. Yfirvöld gerðu ekki ráð fyrir að finna fleiri á lífi. „Á þessari stundu, ekki lengur. Því miður,“ sagði Juan Garcia, borgarstjóri borgarinnar Guinobatan sem er í rústum eftir ofviðrið. Gloria Macapagal Arroyo forseti lýsti yfir neyðarástandi á sunnudag, svo að auðveldara væri fyrir ríkisstjórnina að deila út fé sem ætlað er til neyðarhjálpar. „Sólveig mun stjórna dreifingu hjálpargagna og verður að störfum með neyðarteymi Rauða krossins í um það bil einn mánuð,“ segir í til- kynningu frá Rauða krossinum um för hennar. Filippseyski Rauði krossinn hefur sagt að nauð- synlegt sé að koma hreinu drykkjarvatni, mat, teppum og segldúkum sem allra fyrst til þeirra sem lifðu óveðrið af. Durian, sem er fjórði felli- bylurinn sem skellur á Filippseyjum síðan í lok september, færði sig til Víetnams í gærkvöldi, þar sem tugþúsundir yfirgáfu heimili sín og flúðu í neyðarskýli. Íslendingar aðstoða á Filippseyjum Töluvert minni snjór virðist vera á skíðasvæðum í Evrópu en var í fyrra og sum svæðin verða lokuð skíðamönnum lengur en til stóð. Tindar fjallanna eru flestir hvítir, en hlíðarnar grænar. Hlákan nær upp í 2.000 metra. Trausti Jónsson hjá Veðurstofu Íslands staðfesti þetta í gær, en spáði þó snjókomu með helginni. Trausti benti enn fremur á að spáð væri frosti í Sviss eftir helgina. Samt sem áður mætti búast við áframhaldandi hlýindum í Evrópu, almennt séð. Trausti telur ekki ástæðu fyrir jólaferðalanga til að hafa sérstakar áhyggjur af snjóleysinu, því allt geti þetta breyst á einum degi. Lilja Jónsdóttir hjá Úrvali-Útsýn tekur í sama streng og bendir á að skíðasvæðin séu í 1.200 metra hæð. Hún láti ekki snjóleysi raska ró sinni fyrr en nær dragi jólum, til að mynda um miðjan mánuðinn. „Þetta verður vonandi allt í lagi,“ sagði hún í gær. Samkvæmt gervihnattamyndum frá Veðurstofunni er einnig minni snjór víðast hvar í Bandaríkjunum en var í fyrra, en þó er þar meiri snjór en í Evrópu. Fólksbíll og vörubíll lentu í árekstri á Vesturlandsvegi, til móts við bifreiðaskoðunina Frumherja, um áttaleytið á mánudagsmorgun. Ökumaður vörubílsins ætlaði að taka fram fram úr fólksbílnum en keyrði utan í hliðina á honum. Fólksbíll- inn lenti utan vegar. Ökumaður fólksbílsins slasaðist í árekstrin- um og var fluttur á slysadeild. Hann er ekki mikið slasaður. Fólksbíllinn var fjarlægður af slysstað með krana og er hann mikið skemmdur. Ökumann vörubílsins sakaði ekki í árekstr- inum. Árekstur á Vesturlandsvegi Áhrif lækkunar virðisaukaskatts á áfengi og hækkun áfengisgjalds á móti verða rædd sérstaklega á vettvangi fjár- málaráðuneytis- ins. Árni M. Mathie- sen fjármálaráð- herra sagði við umræður á Alþingi í gær um lækkun virðis- aukaskatts á matvælum að breytingarnar hefðu valdið talsverðri ólgu og rétt væri að fara nánar yfir málið. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis mun því ekki taka tillit til þess hluta frumvarpsins í meðförum sínum. Áfengisgjaldið verði rætt sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.