Fréttablaðið - 05.12.2006, Síða 12
Óttast er að ríflega eitt þúsund
manns hafi farist þegar fellibylurinn Durian
reið yfir Filippseyjar aðfaranótt föstudags. Sól-
veig Þorvaldsdóttir verkfræðingur lagði af stað
í gær á vegum Rauða krossins til að vinna að
uppbyggingu á svæðinu.
„Rauði krossinn er mjög stór og fjölbreytt
samtök sem sinna margs kyns verkefnum, neyð-
araðstoð þar á meðal. Þegar hamfarir verða, líkt
og urðu á Filippseyjum, þá kemur alls konar
fólk frá Rauða krossinum á svæðið og er mikil-
vægt að samhæfa þetta nýja afl sem er að koma.
Ég verð í teymi sem er sérstaklega sent til þess
að samhæfa störf þessara aðila,“ sagði Sólveig,
sem var á leiðinni út á Keflavíkurflugvöll meðan
hún talaði við Fréttablaðið.
Starfsfólk Rauða krossins hefur verið við
störf á Filippseyjum síðan veðurofsinn gekk
yfir miðbik eyjaklasans, en samt sem áður bíður
Sólveigar og félaga hennar mikið starf.
Fellibylnum fylgdu gríðarlegar aurskriður
og grófust heil þorp á eyjunni Luzon undir eins
og hálfs metra djúpri leðju þegar veðurofsinn
gekk yfir miðbik eyjaklasans.
Talið er að um 40.000 manns hafi misst heim-
ili sín og í gær höfðu 450 fundist látnir, 507 voru
slasaðir og 599 var enn saknað, samkvæmt opin-
berum tölum. Yfirvöld gerðu ekki ráð fyrir að
finna fleiri á lífi.
„Á þessari stundu, ekki lengur. Því miður,“
sagði Juan Garcia, borgarstjóri borgarinnar
Guinobatan sem er í rústum eftir ofviðrið.
Gloria Macapagal Arroyo forseti lýsti yfir
neyðarástandi á sunnudag, svo að auðveldara
væri fyrir ríkisstjórnina að deila út fé sem
ætlað er til neyðarhjálpar.
„Sólveig mun stjórna dreifingu hjálpargagna
og verður að störfum með neyðarteymi Rauða
krossins í um það bil einn mánuð,“ segir í til-
kynningu frá Rauða krossinum um för hennar.
Filippseyski Rauði krossinn hefur sagt að nauð-
synlegt sé að koma hreinu drykkjarvatni, mat,
teppum og segldúkum sem allra fyrst til þeirra
sem lifðu óveðrið af. Durian, sem er fjórði felli-
bylurinn sem skellur á Filippseyjum síðan í lok
september, færði sig til Víetnams í gærkvöldi,
þar sem tugþúsundir yfirgáfu heimili sín og
flúðu í neyðarskýli.
Íslendingar aðstoða á Filippseyjum
Töluvert minni snjór virðist
vera á skíðasvæðum í Evrópu en var í
fyrra og sum svæðin verða lokuð
skíðamönnum lengur en til stóð.
Tindar fjallanna eru flestir hvítir, en
hlíðarnar grænar. Hlákan nær upp í
2.000 metra.
Trausti Jónsson hjá Veðurstofu
Íslands staðfesti þetta í gær, en spáði
þó snjókomu með helginni. Trausti
benti enn fremur á að spáð væri frosti
í Sviss eftir helgina. Samt sem áður
mætti búast við áframhaldandi
hlýindum í Evrópu, almennt séð.
Trausti telur ekki ástæðu fyrir
jólaferðalanga til að hafa sérstakar
áhyggjur af snjóleysinu, því allt geti
þetta breyst á einum degi.
Lilja Jónsdóttir hjá Úrvali-Útsýn
tekur í sama streng og bendir á að
skíðasvæðin séu í 1.200 metra hæð.
Hún láti ekki snjóleysi raska ró sinni
fyrr en nær dragi jólum, til að mynda
um miðjan mánuðinn. „Þetta verður
vonandi allt í lagi,“ sagði hún í gær.
Samkvæmt gervihnattamyndum frá
Veðurstofunni er einnig minni snjór
víðast hvar í Bandaríkjunum en var í
fyrra, en þó er þar meiri snjór en í
Evrópu.
Fólksbíll og vörubíll
lentu í árekstri á Vesturlandsvegi,
til móts við bifreiðaskoðunina
Frumherja, um áttaleytið á
mánudagsmorgun. Ökumaður
vörubílsins ætlaði að taka fram
fram úr fólksbílnum en keyrði
utan í hliðina á honum. Fólksbíll-
inn lenti utan vegar. Ökumaður
fólksbílsins slasaðist í árekstrin-
um og var fluttur á slysadeild.
Hann er ekki mikið slasaður.
Fólksbíllinn var fjarlægður af
slysstað með krana og er hann
mikið skemmdur. Ökumann
vörubílsins sakaði ekki í árekstr-
inum.
Árekstur á
Vesturlandsvegi
Áhrif lækkunar
virðisaukaskatts á áfengi og
hækkun áfengisgjalds á móti
verða rædd
sérstaklega á
vettvangi fjár-
málaráðuneytis-
ins.
Árni M. Mathie-
sen fjármálaráð-
herra sagði við
umræður á
Alþingi í gær um
lækkun virðis-
aukaskatts á
matvælum að breytingarnar hefðu
valdið talsverðri ólgu og rétt væri
að fara nánar yfir málið.
Efnahags- og viðskiptanefnd
Alþingis mun því ekki taka tillit til
þess hluta frumvarpsins í
meðförum sínum.
Áfengisgjaldið
verði rætt sér