Fréttablaðið - 05.12.2006, Side 20

Fréttablaðið - 05.12.2006, Side 20
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Annasamur tími hjá prestum Pálmar Vígmundsson safnaði 1.000 krónum á tombólu fyrir nokkru til styrktar Rauða kross- inum. Pálmar, sem er 10 ára gam- all, vonar að peningurinn komi fátækum börnum í útlöndum til góða. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Pálmar heldur tombólu en í fyrsta skipti sem Rauði krossinn nýtur ágóðans. Hann útilokar ekki frekara tombóluhald í fram- tíðinni til styrktar góðum mál- efnum. Árni loks fundinn saklaus Er ekki meira minna? 195,- 2 rúnstykki, 1 egg, skinka, ostur, smjör, sulta og heitur drykkur Þú átt allt gott skilið! MORGUNMATUR mánudaga - laugardaga Veitingastaður IKEA opnar kl. 9:00 verslun opnar kl. 10:00 Fólk er fólk Í handbók hins hugmynda- snauða pistlahöfundar, Freakonomics, segir frá könnun sem var gerð á stefnumótasíðum í Banda- ríkjunum. Þar kemur í ljós að efnahagur karla skipt- ir hvað mestu máli fyrir konur en fyrir karla skiptir útlit mestu máli. En á það sama við á Íslandi? Á einkamal.is, stærsta íslenska stefnumótavefnum, er notendum skipt niður eftir aldri, kyni, hæð og þyngd, en fólk er ekki beðið um að tilgreina starf sérstaklega. Af 200 nýjustu auglýsingum eru þess þó mörg dæmi að konur forvitnist um fjárhag: „Er að leita af góðum manni í almennilegri stöðu“ (kvk. 31 árs), „Er að leita að myndarleg- um, einhleypum, vel stæðum eldri manni“ (kvk. 22 ára). „Ég er hugguleg og sæt, fjárhagslega sjálfstæð, heiðarleg og skemmti- leg. Leita eftir því sama“ (kvk. 50 ára). Konur minnast einnig oft á eigið starf: „Ég er hress og lífs- glöð kona í góðu starfi“ (kvk. 45 ára), „Ég hef óskaplega gaman af vinnunni minni“ (kvk. 28 ára), í góðri vinnu og stend á eigin fótum (kvk. 29 ára), Er í góðu og skemmti- legu starfi sem bókari hjá skatt- stjóra. Hann rúlar.“ (kvk. 31 árs). Í einu tilfelli er sagt að fjárhagur væntanlegs maka skipti ekki máli: „Er vel menntuð í ágætu starfi, ekki að leita að fyrirvinnu“ (kvk. 43 ára). Þó að karlmenn miði frekar við aldur en fyrri eða núverandi störf kvenna eru þeir duglegir að til- greina eigin vinnusemi eða fjár- hag: „skemmtilegur, hress og vinn dálítið mikið“ (kk. 20 ára), „ein- hleypur og barnlaus og ekki í neinu rugli af neinu tagi (nema þá kannski að ég vinn of mikið)“ (kk. 52 ára). „Áhugamál eru margvísleg, er fjárhagslega sjálfstæður“ (kk. 33 ára,“ „Er með góða menntun/vinnu, ákveðinn“ (kk. 31 árs,) „Flottur á flottum launum að leita að flottri píu til að eyða laununum sínum í“ (kk. 45 ára), „Ég er metnaðarfullur í góðri vinnu“ (kk. 28 ára) „nokkuð myndarlegur, stunda íþróttir, er vel stæður með sjálfstæðan rekst- ur“ (kk. 56 ára). Aðeins eitt dæmi er um að maður tilkynni sérstaklega að hann hafi áhuga á fjárhag konunnar: „Óska eftir að kynnast ríkri konu með hjartagalla“ (kk. 30 ára). Hér er þó mögulega um einhvers konar grín að ræða. Aðeins eru tvö dæmi þess að leitað sé eftir ákveðnum starfs- greinum: „óska eftir barmgóðum löggildum dómtúlki og skjalaþýð- anda með skyndikynni í huga“ (karl 28 ára), „væri alveg til í að losna frá mínum ríka og yfirlætisfulla eiginmanni, hef áhuga á bókum og sérstaklega elska ég bókasafns- verði á aldrinum 50-70“ (kvk 23 ára). Þó má velta því fyrir sér hvort hér sé aftur einhver gamansemi á ferð. Eitt dæmi er um að maður aug- lýsi starfstitil sinn beint: „halló ég er 52 ára karlmaður og er að leita eftir skyndikynnum við konur á öllum aldri... ég vinn sem bóka- safnsvörður og finnst það mjög skemmtilegt“ (kk. 52 ára). Og ætti hann líklega að hafa samband við þá hér að ofan. Af tvö hundruð nýlegustu aug- lýsingunum eru störf þó sjaldan tilgreind, en oftar eftir því sem fólk eldist. Oftar er minnst á menntun. Leitarorðið menntun skilar 169 körlum en 125 konum, og er hún þá annaðhvort í boði eða sóst eftir aðila sem býr yfir henni. Á hinn bóginn vilja allir þeir 200 karlar sem koma upp fallegar konur, og það sama gildir um konur og fallega menn. Virðist það því eiga við enn sem komið er að stétta- skipting sé minni hérlendis en á einkamálavefjum í Bandaríkjun- um, nema þá stéttaskipting fegurð- arinnar, og leggst hún jafnt á bæði kyn. Sumar eru þó andlega sinnaðri. Til dæmis vill 36 ára kona kynnast „sætum og myndarlegum frelsuð- um karlmanni á aldrinum 34-40 ára sem á leiðsögn heilags anda í lífi sínu og elskar að vera í áætlun og vilja Guðs.“ Óskar eftir að kynnast ríkri konu með hjartagalla

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.