Fréttablaðið - 05.12.2006, Síða 24
greinar@frettabladid.is
Rúmlega fimmtug kona þurfti að hætta störfum sökum
veikinda fyrir fjórum árum. Hún
er öryrki. Hún lifir því af trygg-
ingum sem koma annars vegar frá
almannatryggingum og hins vegar
úr lífeyrissjóðnum sem tíu prósent
af launum hennar runnu til á
meðan hún gat stundað vinnu,
líklega í tuttugu til þrjátíu ár
Almannatryggingar eru hluti
velferðarkerfisins sem skattpen-
ingarnir okkar standa undir.
Almennt samkomulag hefur verið
hér á landi um að við viljum búa í
velferðarþjóðfélagi.
Ég hef heyrt það sagt að
lífeyrissjóðirnir séu galdurinn á
bak við útrásina og hina miklu
fjármálastarfsemi sem er hér á
landi. Lífeyrissjóðirnir okkar
munu jafnvel stærri en olíusjóður-
inn Norðmanna og er hann allstór.
Konan fékk bréf frá lífeyris-
sjóðnum sínum fyrr á árinu. Bréfið
færði henni skemmtilegar fréttir
og var í leiðinni svolítið montbréf
sem stofnunum þykir gjarnan
gaman að senda út eða birta. Af
því að stjórn sjóðsins hafði staðið
sig svo vel í störfum sínum var
ávöxtun lífeyrissjóðsins svo góð að
greiðslur til konunnar úr sjóðnum
mundu hækka um 7 prósent, sagði
í bréfinu. Ánægjulegar fréttir –
ekki satt?
Vissulega var þetta ánægjulegt
fyrir konuna, en svo kom að
framkvæmdinni. Þegar almanna-
tryggingarnar okkar komust að því
að greiðslur til konunnar höfðu
hækkað þá lækkuðu greiðslurnar
til hennar úr þeim sjóðum sem
hækkuninni nam, konan skildi
þetta ekki og ég skil þetta ekki.
Það virðist búið að ákveða það að
þeir sem búa við skerta starfsgetu
hafi enga möguleika til hækka í
tekjum, því það virðist búið að
sameina almannatryggingakerfið
og lífeyriskerfið í eitt.
Svo er sagan af hjónunum sem
ætluðu að láta laga hjá sér þakið.
Frúin átti 400.000 kr. í séreignalíf-
eyrissjóði og ætluðu þau hjónin að
nota þessa peninga til þakviðgerða
í stað þess að taka lán á þeim
vondu vaxtakjörum sem bjóðast
hér á landi. Þegar búið var að taka
af skatta og lækka greiðslur til
hennar og eiginmannsins úr
almannatryggingum þá áttu þau
eftir 9.000 kr – ég endurtek níu
þúsund krónur. Aftur virðist sem
lífeyrissjóðir og jafnvel þeir sem
kallaðir eru séreignasjóðir og
almannatryggingar séu orðin eitt
og hið sama. Ég þykist hafa fylgst
frekar vel með á vettvangi
þjóðmálanna, ekki hafði ég samt
gert mér grein fyrir þessu.
Viðbrögð stjórnmálamanna við
þessari lífreynslu fólksins voru
líka svolítið skrýtin fannst mér.
Þeir komu allir af fjöllum, enginn
þeirra virðist frekar en við hin
hafa áttað sig á hvernig þetta
virkar, enda þurfa þeir ekki að
leggja í neina séreignasjóði, þakka
skyldu þeir sjálfum sér. Lífeyrir
þeirra er gulltryggður, engin
óvissa á þeim bæ.
Loks er það sagan af bæjar-
stjóranum sem ákvað að fara á
þing. Það verður sko ekkert skert
af greiðslum sem hann fær úr
opinberum sjóðum. Enda maðurinn
hvorki gamall né býr hann við
skerta starfsorku. Hann fór í
prófkjör og eftir því sem ég kemst
næst gat hann sinnt því ati í
vinnunni, eins og reyndar allir
stjórnmálamenn. Honum gekk vel
í prófkjörinu og allar líkur eru á
því að hann fari á þing eftir
kosningarnar til Alþingis í vor.
Hann ætlar að segja upp
vinnunni sinni, í staðinn ætlar
hann að verða formaður bæjar-
stjórnarinnar held ég, og hann
ætlar í kosningabaráttu. Af
fréttum að skilja ætlar hann
meðan á þessu stendur að þiggja
rúma milljón á mánuði úr opinber-
um sjóðum Akureyringa. Honum
finnst það sjálfsagðasti hlutur í
heimi af því samningarnir hans
eru þannig.
Biðlaun eru réttindi fólks ef það
missir skyndilega vinnuna. Þegar
fólk missir skyndilega pólitískan
stuðning og um leið vinnuna má
vel vera sjálfsagt og eðlilegt að
það fái biðlaun. Þegar fólk á hinn
bóginn segir upp vinnunni sinni af
því að það ætlar að fara að gera
eitthvað annað á það ekki rétt á
biðlaunum í mínum huga. Svo ég
tali nú ekki um ef það ætlar að
vera í annarri vinnu á meðan.
Siðferði þeirra sem gegna
opinberum störfum er hins vegar
orðið þannig að þegar gerðar eru
athugasemdir af því tagi sem ég
hef gert hér, þá segja opinberu
starfsmennirnir með þjósti að það
sé alltaf til fólk sem vill upphefja
sjálft sig með rausi af þessu tagi.
Ég mun halda áfram að rausa, ég
lofa því.
Auk þess legg ég til að eftir-
launaósóminn verði afnuminn með
lögum.
Misjöfn kjör
meðal þjóðarinnar
BRESTIR Í BROOKLYN
PAUL AUSTER
„Stútfull af skemmtilegum sögum …“
Blaðið
„Ef þú vilt láta þér líða verulega vel
skaltu lesa Bresti í Brooklyn“
Silja Aðalsteinsdóttir, TMM
„grípandi og skemmtileg mannlífs-
könnun sem ferðast upp og niður allan
tilfinningaskalann...“ Morgunblaðið
„Ég var að leita að rólegum stað til að deyja á.
Einhver mælti með Brooklyn ...
„ÁHRIFARÍK OG HEILLANDI
SKÁLDSAGA EFTIR EINN VIRTASTA
OG VINSÆLASTA HÖFUND
BANDARÍKJANNA“
Þýðandi: Jón Karl Helgason
Þ
að er ekki sjálfgefið að kjósendur styðji sama stjórn-
málaflokkinn aftur og aftur. Hins vegar hafa þeir sem
vilja sjá frelsi einstaklingsins sem mest og lágmarka
ríkisafskipti ekki haft um annan stjórnmálaflokk að
velja í kosningum en Sjálfstæðisflokkinn. Forystumenn
flokksins hafa líka unnið í takt við þá hugmyndafræði frá árinu
1991.
En hvaða mynd blasir nú við þeim kjósendum sem vilja sjá
fram haldið á sömu braut? Að hvaða málum hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn staðið undanfarna mánuði í meirihlutasamstarfi við
Framsóknarflokkinn?
Fyrst ber að nefna tilhneigingu til að ríkisvæða stjórnmálin.
Hækka á ríkisstyrki til stjórnmálaflokka um leið og einstakling-
um eru sett takmörk um styrki til þeirra. Er réttlátt að einstakl-
ingar greiði fyrir starfsemi stjórnmálaflokka sem halda frammi
skoðunum sem eru jafnvel andstæðar þeirra eigin lífsskoðun? Er
sanngjarnt að ný pólitísk öfl þurfi að berjast í kosningum við rík-
isstyrkta stjórnmálaflokka?
Á Alþingi er til meðferðar frumvarp um RÚV sem miðar að
því að stórefla ríkisrekinn fjölmiðil í samkeppni við einkarekna
fjölmiðla. Áður voru gerðar tilraunir til að setja takmarkandi
lagareglur um eignarhald á frjálsum fjölmiðlum sem myndi hafa
íþyngjandi áhrif á rekstur þeirra. Er það hluti af hugsjónum sjálf-
stæðismanna um frjálsa fjölmiðla, að stórefla ríkisfjölmiðil og
veikja þá einkareknu?
Þá hefur verið ákveðið að sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli
taki yfir ákveðinn hluta af öryggiseftirliti, sem áður var í höndum
Securitas og Öryggismiðstöðvar Íslands. Engar skýringar hafa
verið gefnar aðrar en að opinberir löggæslumenn séu betur til
starfans fallnir.
Með þegjandi samþykki ríkisstjórnarinnar keypti ríkisfyrir-
tækið Íslandspóstur prentsmiðjuna Samskipti. Óþarfi er að benda
á að fjölmörg einkafyrirtæki hafa sinnt prentþjónustu á Íslandi í
áratugi. Stutt er síðan Íslandspóstur keypti hlut í hugbúnaðarfyr-
irtækinu Modernus.
Eru þessi dæmi einkennandi fyrir stjórnmálamenn sem vilja
draga úr opinberum umsvifum í atvinnulífinu?
Ríkisstjórnin hefur einnig gengið harkalega fram gagnvart
landeigendum víða um land í þjóðlendumálinu svokallaða. Mark-
miðið er að eyða óvissu um mörk eignarlanda. En væri ekki heppi-
legra að fara fram af meiri hógværð þegar um jafnviðkvæmt
deilumál og eignarréttindi er að ræða? Ríkisvæðingin má ekki
ganga of langt.
Rétt er að minna á að lækkun skatta og sala ríkisfyrirtækja
hafa haft verulega þýðingu fyrir þróun lífskjara í landinu. Það
er líka sjálfsagt mál að lækka skatta þegar tekjur ríkissjóðs hafa
vaxið jafnmikið og raun ber vitni á undanförnum árum. Aðhald
í útgjöldum hins opinbera hefur hins vegar verið ábótavant. Sú
gagnrýni er ekki eingöngu sett fram á efnahagslegum forsendum.
Og nú er gerð tillaga um að auka útgjöld um fjórtán milljarða frá
því sem ákveðið var í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa í mörgum kosningum náð
að toga kjósendur á miðjunni til fylgis við sig. Breytist það er
hætta á að hluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins skili auðu í næstu
alþingiskosningum. Það er ekki sjálfgefið að kjósendur styðji
sama stjórnmálaflokkinn aftur og aftur.
Að skila auðu
Mikill hiti hefur verið í umræðum um vernd og nýtingu auðlinda í íslenskri
náttúru. Oftast snýst hún um endanlega nið-
urstöðu í einstökum deilumálum. Það hvort
virkja eigi jökulá, sökkva gróðri í dal, reisa
mannvirki við náttúruperlu, veiða villt dýr
eða láta allt saman vera. Minni áhugi hefur
verið á skipulaginu. Hvort það sé til þess fall-
ið að ná markmiðinu um sátt og jafnvægi í
vernd og nýtingu náttúrunnar.
Tilraunir til sáttar hafa flestar falið í sér hugmynd-
ir um miðstýringu. Að tiltekinn hópur sérfræðinga,
hagsmunaaðila, stjórnmála- og áhugamanna setjist
hringinn í kringum borð og tali saman þar til niður-
staða fáist um ramma sem sjónarmið allra rúmist
innan, sem er tæplega raunhæft í miðstýrðu kerfi.
Í náttúrunni felast stórkostleg tækifæri fyrir
Íslendinga. Við lifum á tímum þar sem við sjálf og vel
efnum búnir heimshornaflakkarar sækjumst eftir að
njóta náttúrufegurðar og meðvitaðir neytendur um
allan heim gera auknar kröfur um hvað þeir láta ofan
í sig og hverjum þeir tengjast.
Spurningin er bara þessi: Verða þau tækifæri sem
blasa við okkur best nýtt ef hið opinbera er bæði upp-
hafið og endirinn, þar sem aðalatriðið er
hver hefur mest pólitísk ítök til að ná fram
þóknanlegri niðurstöðu? Skapar skipulag
eignarréttar og frjálsra viðskipta ef til
vill meira jafnvægi, skynsamlegri lausnir
og betri sátt?
Er ef til vill heppilegra stjórnin sé í
höndum eigenda, hvort sem þeir eru
bændur, fyrirtæki í öðrum rekstri, nátt-
úruverndarsamtök eða aðrir, sem semji
sín á milli í frjálsum samningum? Getur
verið að það auki líkur á málamiðlunum
og samvinnu, auki fjölbreytni og tilrauna-
starfsemi, ef skapaður er farvegur fyrir viðskipti í
stað pólitísks lobbíisma? Hér gætu legið gífurleg
tækifæri, ekki síst fyrir náttúruverndarsinna, sjálf-
sagt meiri en þeir gera sér grein fyrir.
Á morgun, miðvikudag, mun RSE spyrja þessara
spurninga á ráðstefnu um eignarrétt á náttúruauð-
lindum (sjá nánar www.rse.is): Hver á íslenska nátt-
úru? Hvort er heppilegri ríkiseign eða einkaeign?
Hvernig hefur einkaframtak nýst við náttúruvernd?
Ráðstefnan fer fram á Grand hóteli og hefst kl. 13.
Fólk er hvatt til að kynna sér þessar hugmyndir með
jákvæðum og opnum huga.
Höfundur er framkvæmdastjóri Rannsóknarmið-
stöðvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE)
Hver á íslenska náttúru?