Fréttablaðið - 05.12.2006, Page 74
Leikir kvöldsins:
Stund sannleikans er
runninn upp hjá Evrópumeistur-
um Barcelona. Takist þeim ekki að
leggja Werder Bremen í kvöld er
liðið úr leik í meistaradeildinni.
Málið er ekki flóknara en það. Það
yrði mikið áfall fyrir Barcelona að
falla úr keppni á þessu stigi og
ekki síst fjárhagslega enda verður
liðið af gríðarlegum tekjum takist
því ekki að komast í sextán liða
úrslit.
Margir vilja kenna erfiðu und-
irbúningstímabili um að gengi
Barca hafi ekki verið sem skyldi í
vetur. „Undirbúningstímabilið
hefði getað verið betra. Það var
mikið um flug, margir leikir og
hreinlega of fáir klukkutímar
fyrir marga leikmenn liðsins að
hvílast,“ sagði varnarmaðurinn
Rafael Marquez en Samuel Eto´o
hefur játað að hafa tekið inn svefn-
pillur svo hann næði að hvílast á
undirbúningstímabilinu. Ekki
verður hlustað á slíkar afsakanir í
kvöld. Brasilíumaðurinn Edmil-
son segir að um sé að ræða úrslita-
leik.
„Við höfum allt að vinna í þess-
um leik. Við eigum að vera nógu
góðir til að vinna og við verðum
líka að passa varnarleikinn því
það væri hrikalegt að hleypa
marki inn. Við lítum á þennan leik
sem úrslitaleik og við megum ekki
tapa. Það er ekki flóknara en það,“
sagði Edmilson en þess má geta að
Ronaldinho var hvíldur um helg-
ina svo hann yrði ferskur í kvöld.
Það mun mikið mæða á hinum
24 ára gamla markverði Bremen,
Tim Wiese, en hann gerði hrikaleg
mistök gegn Juventus á síðustu
leiktíð sem gerðu það að verkum
að Bremen féll úr leik. „Ég svaf
illa um nóttina en málið var grafið
og gleymt daginn eftir,“ sagði
Wiese. „Ég held við vinnum þenn-
an leik 1-0. Að sjálfsögðu spá fáir
okkur góðu gengi í þessum leik en
við teljum okkur vera jafngóða og
Barcelona. Við eigum möguleika.“
Evrópumeistararar Barcelona verða að vinna Werder Bremen á heimavelli í
kvöld ætli liðið sér í sextán liða úrslit meistaradeildarinnar. Ef Barcelona kemst
ekki áfram verður það í fyrsta sinn sem meistararnir komast ekki áfram.
Gareth Southgate, stjóri
Middlesbrough, var allt annað en
sáttur við Portúgalann Cristiano
Ronaldo eftir leik Boro og Man.
Utd um helgina. United fékk víti í
leiknum og sást greinilega á
myndabandsupptökum að ekki
var um neina snertingu að ræða.
Hið sama gerðist síðar í leiknum.
„Þetta er ekki í fyrsta skipti
sem Ronaldo leikur þennan leik.
Markvörðurinn okkar gerði allt
til að forðast snertingu en niður
fór drengurinn eina ferðina enn,“
sagði Southgate svekktur. „Hann
er svindlari og þetta var ekkert
víti.“
Sir Alex Ferguson, stjóri Man.
Utd, stendur með sínum manni og
segir að vítið hafi verið réttilega
dæmt. Ef markvörður Boro hefði
ekki verið fyrir hefði Ronaldo
skorað.
Ronaldo er
„raðdýfari“
David Beckham sagði við
spænska fjölmiðla í gær að hann
væri ekki á förum til Bandaríkj-
anna eins og sumir fjölmiðlar
hafa haldið fram síðustu vikur.
Samningur Beckhams við Real
Madrid rennur út næsta sumar og
hann virðist ekki vera nálægt því
að skrifa undir framlengingu á
honum. Í janúar verður honum
síðan frjálst að semja við önnur
félög.
„Heimspressan er alltaf að tala
um hitt og þetta. Staðreyndin er
sú að ég er ánægður hjá Madrid
og er ekki að hugsa um að fara til
Bandaríkjanna,“ sagði Beckham
sem lék seinni hálfleik með Real
á sunnudag gegn Bilbao. „Það var
gaman að spila á ný. Ekki var
verra að vinna og mér leið vel á
miðri miðjunni.“
Ekki á leið til
Bandaríkjanna
Fyrirliði Manchester
United, Gary Neville, hefur
gríðarlega trú á sínu liði í vetur
og telur það geta farið alla leið í
ensku úrvalsdeildinni.
„Ég hef þá tilfinningu að við
munum ekki misstíga okkur.
Leikmenn eru gríðarlega
einbeittir og ákveðnir,“ sagði
Neville en Chelsea hefur haft
yfirburði í ensku deildinni síðustu
tvö ár.
„Við erum ánægðir með
spilamennsku okkar. Okkur finnst
við hafa þróað okkar leik síðustu
ár og hefur gengið á ýmsu á þeim
tíma. Í fyrra náðum við ekki
góðum úrslitum í jöfnum leikjum
en það er ekki svo lengur.“
Munum ekki
misstíga okkur
Juventus komst um
helgina á topp Serie B þrátt fyrir
1-1 jafntefli gegn Genoa. Þetta er
stór áfangi hjá félaginu sem var
sent niður um deild með skömm
síðasta sumar. Titlar voru einnig
teknir af félaginu.
Juventus byrjaði Serie B með
17 stig í mínus en sú refsing var
minnkuð í 9 mínusstig eftir að
tímabilið hófst. Juventus hefur
ekki tapað leik í Serie B í vetur
enda liðið ógnarsterkt þar sem
fjöldi sterkra leikmanna hélt
tryggð við það og þar á meðal
leikmenn úr heimsmeistaraliði
Ítala síðan í sumar.
Á hraðri leið
upp í Serie A
Fátt virðist geta komið í
veg fyrir að enska úrvalsdeildar-
félagið Liverpool verði selt fjár-
festingafyrirtæki á vegum stjórn-
valda í Dubai, einu ríkjanna í
sameinuðu arabísku furstadæm-
unum. Fyrirtækið, Dubai Inter-
national Capital, staðfesti í gær að
það ætti í viðræðum við stærstu
eigendur Liverpool um kaup á á
meirihluta hlutabréfa í félaginu
upp á 60 milljarða króna eða 450
milljónir punda.
„Við vonumst til að ná sam-
komulagi sem gerir okkur kleift
að fjármagna þau verkefni sem
þarfir félagsins gera ráð fyrir,“
sagði Sameer al-Ansari, fram-
kvæmdastjóri DIC.
Í samningnum mun vera kveðið
á um að 200 milljónum punda verði
eytt til að byggja nýjan 60 þúsund
sæta leikvang auk þess sem skuld-
ir verða niðurgreiddar og sjóðir til
leikmannakaupa stækkaðir.
Hafa fulltrúar fyrirtækisins
verið að skoða bókhald félagsins.
Landshöfðingi Dubai,
Mohammad bin Rashid Al Makt-
oum, er talinn aðalmaðurinn á
bakvið tilboðið en hann er einnig
forsætisráðherra og varaforseti
Sameinuðu arabísku furstadæm-
anna. Hann er mikill veðhlaupaá-
hugamaður og á marga hesta og
hestabú.
Mohammad er 57 ára gamall, á
tvær eiginkonur og sextán börn;
sjö syni og níu dætur.
Yfirtaka yfirvofandi