Fréttablaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 81
Ein er sú stétt manna sem algjörlega hefur gleymst í umræðunni. Íslenskir njósnarar sem alla daga vörðu hagsmuni lands og þjóðar með því að liggja á símalínum vandræðafólks og þeirra sem yfirvöld töldu að gætu orðið til vandræða. hlerararnir sem aldrei gátu borið sig upp vegna starfsumhverfis síns eða kjara- mála yfirhöfuð. Vinnan algjört leyndó, tilvera þeirra kannski líka. Ég sé þá í anda mæta í vinn- una þögla og þjakaða, kinka kannski kolli til kollega á næsta bás í gluggalausri kompunni, van- ari að hlusta en tala. Setjast mædda við slitin segulbönd á aflóga skólaborðum og láta á sig heyrnartólin. Byrja að bíða. Og bíða. á neglurnar vaxa, glugga í blöðin. Grípa kannski í prjóna til að láta tímann líða hraðar. Nú erum við að tala um hlerara kalda stríðsins og þá var ekki búið að finna upp heimilistölvur og inter- net svo ekki gátu þeir dundað við blogg. Enda ekkert sem þeir máttu blogga um. Um hádegisbil hring- ir síminn loksins hjá skotmarkinu og fiðrildin flögra um í maga hlerarans þegar hann grípur penna og blokk og hlustar af öllum kröftum. En þá er það bara amma sem vildi heyra í barnabarninu um hvernig gekk í stærðfræði- prófinu. kaffileytið telur hlerarinn saman niðurstöður dagsins. Fyrir utan ömmuna sem hringdi aftur og nú til að láta vita að ættarmót- inu væri frestað um eina helgi, er afraksturinn rýr. Samtals fjögur símtöl út, fimm inn og þar af eitt skakkt númer. Læknirinn ætlar að símsenda augndropana í apó- tekið, Sigga frænka aftur dottin í það og hringir í alla til að röfla. Ekki múkk um skipulögð ólæti á almannafæri, engin launráð um mótmæli við sendiráð eða skemmdarverk á eignum ríkis- ins. Kannski yrði þetta skárra á morgun. til vill eru íslenskir hlerarar að mestu atvinnulausir núorðið, að minnsta kosti vilja ráðandi yfirvöld gera óskaplega lítið úr tilvist þeirra. Kannski eru þeir líka bara orðnir rafrænir, símtöl okkar allra skönnuð með tölvu- tækni og þau grunsamlegu sjálf- krafa rannsökuð nánar. Hinir einu sönnu íslensku hlerarar fallnir í gleymsku og dá og eng- inn vill gangast við þeim. Laun heimsins eru sannarlega van- þakklæti. Laun heimsins Lyfja Lágmúla Lyfja Smáratorgi Opið 8-24 alla daga - Lifið heil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.