Fréttablaðið - 30.12.2006, Síða 2

Fréttablaðið - 30.12.2006, Síða 2
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS NISSAN KING CAB Nýskr. 11.05 - Beinskiptur - Ekinn 12 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 1.950 .000. - Starfsmaður verslunar 11–11 í Garða- bæ sem var rænd að kvöldi miðvikudags var með í ráðum. Hann og ræninginn sviðsettu árás á þann fyrrnefnda þegar ræninginn réðst inn í verslunina vopnaður járnröri og hafði á brott með sér tugi þús- unda króna úr peningakassanum. Vitorðsmaður ræningjans hringdi sjálfur í lög- reglu og tilkynnti henni að maður íklæddur kulda- galla með lambhúshettu hefði komið hlaupandi að honum, slegið hann í andlitið og horfið út í myrkrið með kvöldsölu verslunarinnar. Lögreglan handtók fjóra tæplega tvítuga menn vegna málsins í fyrradag, ræningjann, vitorðsmann- inn í versluninni og tvo aðra sem talsvert minni hlut áttu að máli. Allir mennirnir hafa játað aðild að rán- inu og þeim hefur öllum verið sleppt. Þýfið er ófund- ið en málið telst nú upplýst. Sævar Einarsson, rekstrarstjóri 11–11, segist líta málið grafalvarlegum augum. „Það er verið að gera ráðstafanir hjá öryggisdeildinni innan fyrirtækisins vegna málsins. Við vissum að þetta var einstaklingur sem var í annarlegum málum og það vill jú bregða við að þeir reyni að næla sér í auðfengið fé.“ Lögð hefur verið fram kæra á hendur mönnunum auk þess sem krafa er gerð um endurgreiðslu þýfisins. Svipað atvik átti sér stað í mars 2004 þegar tveir menn réðust inn í Bónusverslun í Kópavogi með óhlaðnar haglabyssur og létu vitorðsmann sinn í versluninni opna peningaskáp. Þá fengu allir menn- irnir jafnþungan dóm. „Mér fannst þetta vera orðinn nógu langur tími,“ segir Sigurður Eyþórsson sem lætur af starfi fram- kvæmdastjóra Framsóknar- flokksins um áramót. Hann hefur unnið á skrifstofu flokksins í fjórtán ár en verið fram- kvæmdastjóri í tæp fjögur. Sigfús Ingi Sigfússon, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, tekur við af Sigurði. Sigurður segir óljóst hvað taki við hjá sér. „Ég verð allavega ekki seðlabankastjóri,“ segir Sigurður sposkur en kveðst verða nýjum framkvæmdastjóra innan handar fyrst um sinn. Sigurður hættir hjá Framsókn Guðjón, smelltirðu styttunni ekki bara í handfarangurinn? „Það stefnir í mjög gott veður á Suðausturlandi, Aust- fjörðum og Austurlandi,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur um áramótaveðrið. „Vindur verður í lágmarki en það verður einhver úrkoma á Vestfjörðum og Norðvesturlandi og einhver éljagangur á Suðvesturlandi.“ Hann segir hitastigið munu ráða því hversu vel viðrar fyrir flugelda, með heppni verði úrkoman í formi rigningar og skemmi ekki útsýnið. „Það er helst Vestfjarðakjálkinn sem lítur ekki mjög vel út.“ Lítur vel út víðast hvar Indverska lögreglan uppgötvaði í gær líkamsleifar nokkurra barna fyrir aftan hús skammt fyrir utan Nýju-Delí. Í kjölfarið voru tveir menn handteknir og játaði annar þeirra að hafa misnotað kynferðislega og myrt ekki færri en sjö börn. Þúsundir íbúa á svæðinu flykkt- ust að húsinu þegar lögregla hóf að grafa upp garð mannanna, þeirra á meðal foreldrar horfinna barna, en talið er að allt að 38 börn hafi horfið af þessu svæði á undanförnum árum. Kvörtuðu margir foreldrar yfir því að lögregla hefði lítið sem ekkert aðhafst í barnshvörfunum vegna fátæktar þeirra. Grunaðir um raðmorð á börnum Bandaríska herliðið í Írak býr sig undir óeirðir í kjöl- far aftöku Saddams Hussein fyrrverandi Íraksforseta. Sadd- am hefur verið fangi Bandaríkja- manna síðan hann var handtek- inn í desember 2004 en í gær var hann afhentur íröskum stjórn- völdum. Á þriðjudaginn staðfesti áfrýj- unardómstóll dauðadóminn yfir Saddam og í gær sögðu írösk stjórnvöld að engar tafir yrðu á fullnustu dómsins. Bandaríkja- menn reiknuðu með að hann yrði í síðasta lagi tekinn af lífi í dag. Svo virðist sem allt kapp sé lagt á að Saddam verði líflátinn áður en þriggja daga fórnarhátíð múslima hefst á morgun, en í vik- unni sendi Saddam frá sér bréf þar sem hann sagðist fúslega fórna sér fyrir Írak. Hálfbræður Saddams Hussein heimsóttu hann í fangelsið í gær og hann afhenti þeim erfðaskrá sína. Þá sögðust lögfræðingar Saddams hafa fengið beiðni frá Bandaríkjamönnum um að ná í persónulegar eigur hans í fang- elsið. Dauðadóminn hlaut Saddam vegna morða á 148 sjíum í borg- inni Dujail árið 1982. Auk Sadd- ams er búist við að hálfbróðir hans, Barzan Ibrahim, verði tek- inn af lífi, en hann var yfirmaður leyniþjónustunnar þegar fjölda- morðin voru framin. Búist við óeirðum eftir aftöku Viðbragðsáætlun Flugstoða ohf., sem gildi tekur við áramót, gæti kostað Icelandair um 450.000 krónur á dag, samkvæmt útreikningum Félags íslenskra flugumferðarstjóra, FÍF. Kostnað- araukningin væri því um fjórtán milljónir í janúarmánuði. Þetta stafar af hærri eldsneytiskostn- aði vegna óhagkvæmni í flugi til og frá landinu, segir FÍF. Við þess- ar tölur bætast um 23.000 krónur fyrir hverjar fimm mínútna tafir. Talsmenn Icelandair vilja ekki blanda sér í deilu flugumferð- arstjóra og Flugstoða og tjá sig því ekki um útreikninga FÍF, en Jón Karl Ólafsson, forstjóri Ice- landair, sagði í Fréttablaðinu í gær: „Við verðum að reikna með að þetta kosti einhverja peninga.“ Hann leggur áherslu á að gjald- skrá Icelandair sé óbreytt. Samgönguráðuneytið og Flug- stoðir ohf., hlutafélag í ríkiseign, skrifuðu í gær undir þjónustu- samning um rekstur flugvalla og flugleiðaþjónustu. Samningurinn gildir til tveggja ára og gerir ráð fyrir að Flugstoðir hafi um 230 starfsmenn, en ljóst er að nokk- uð skortir upp á, því um sextíu flugumferðarstjórar hafa enn ekki gengið til liðs við fyrirtæk- ið. Samningsupphæðin er um 1,7 milljarðar króna og segir sam- gönguráðuneytið samninginn vera þann umfangsmesta sem gerður hefur verið milli ríkis og hlutafé- lags, eftir að nýjar reglur um slíka samninga tóku gildi. Marinus C.F. Heijl, sem fer fyrir flugstjórnarskrifstofu Alþjóða- flugmálastofnunar, segir að stofn- unin treysti íslenskum yfirvöld- um til að viðbragðsáætlun haldi. Geri hún það ekki yrði samþykki stofnunarinnar fyrir henni fljót- lega endurskoðað. Heijl segir ekki óþekkt í heimi flugsins að flugum- ferðarstjórar vilji láta endurskoða samninga sína vegna breytinga á rekstrarformi atvinnurekenda. „Þetta gerist hægri, vinstri og í miðjunni,“ sagði hann í gær: „Eins og ég skil þetta, var breytingin gerð í samræmi við evrópsk lög og ég get því ekki álasað íslensk- um yfirvöldum fyrir stöðuna sem nú er uppi. Flugumferðarstjórar virðast hafa gripið tækifærið til kjarabóta.“ Gæti kostað um hálfa milljón á dag FÍF segir Icelandair verða fyrir miklum fjárhagslegum skaða af viðbragðsáætl- un Flugmálastjórnar. Samningur Flugstoða og samgönguráðuneytis var undir- ritaður í gær. Alþjóðaflugmálastjórn hefur ekki miklar áhyggjur. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, gaf á föstudag út reglugerðir sem kveða á um flutning verkefna úr dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í Reykjavík til sýslumannsembætt- anna. Til dæmis mun sýslumaðurinn í Stykkishólmi halda skrá um kaupmála fyrir landið og sýslu- maðurinn í Hafnarfirði mun annast löggildingu fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala. Með verkefnaflutningnum er stefnt að því að efla starfsemi umræddra sýslumannsembætta. Breytingarnar eru liður í nýju skipulagi lögreglunnar í landinu, sem tekur gildi um áramótin, þar sem umdæmi munu stækka og eflast en lögreglustjórum fækka. Fá verkefni ráðuneytisins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.