Fréttablaðið - 30.12.2006, Page 12

Fréttablaðið - 30.12.2006, Page 12
greinar@frettabladid.is Ekkert blað? 550 5600 Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja ef blaðið berst ekki. - mest lesið S íðustu daga hafa tíðindi af íslenskum safnamálum birst í Fréttablaðinu. Þar ber allt að sama brunni: íslensku stóru söfnin búa við ónógt húsnæði til sýninga og það sem verra er: geymsluhúsnæði þeirra er of lítið og víða bágborið miðað við öryggi og varðveislukröfur. Heimildir Fréttablaðsins eru af tvennum toga: forstöðumenn safna hafa lýst ástandinu frá sínum bæjardyrum, og skýrsla sem menntamálaráðherra lét vinna fyrr á þessu ári bregður ljósi á málið. Lofa verður það sem þarft er unnið: menntamálaráðherra á hrós skilið fyrir skýrsluna – og stinga henni ekki undir stól. Flokkur ráðherrans hefur farið með málefni safna í þrjú kjör- tímabil og ber því ábyrgð á ástandinu: skortir hátt í 17 þúsund fermetra af geymslurými svo viðunandi geti talist. Söfn eru grunneining menningar í hverju samfélagi sem gjarn- an er litið til þegar gesti ber að garði. Söfn hafa á síðustu áratug- um skilgreint sig á nýjan leik víða um lönd, skipulagt sýningar með nýjum leiðum í boðun og upplýsingu – og hreinni skemmt- un. það má sjá hér á landi í nýjum sýningum Þjóðminjasafns og sýningunni 871 í Aðalstræti er glæsilegt nýnæmi. Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur hafa sýnt hugdirfsku í saman- tekt innlendra sýninga og flutt hingað nýja og gamla myndlist sem hrærir gesti. En betur má ef duga skal: fram undan eru tröllaukin verkefni: loksins á að gera eitthvað í marglofuðum og sviknum endurbót- um á aðstöðu Náttúrugripasafnsins. Fagna ber frumkvæði borg- arstjórnar Reykjavíkur og líka áhuga Borgarbyggðar á safninu. Það er fagnaðarefni þegar sveitarstjórnir sýna áhuga söfnum: vel skipulögð og hugsuð söfn eru virkjanir andans, þar falla vötn sem skila orku. Ný söfn eru eitt, geymslurnar annað. Hvert safn þarf bak- land: sérhæft húsnæði, nútímaleg skráningarkerfi, vel menntað og virkt starfsfólk. Nú skortir Listasafn Íslands og Þjóðminja- safnið geymslur, aðstaða Þjóðskjalasafns er slæm, Árnastofnun bíður þess að byggt verði við Þjóðarbókhlöðu svo handritin búi við sæmandi húsakost – meira að segja Landsbókasafnið bráð- vantar geymslur. Í Kvikmyndasafninu er nóg pláss en þar er unnið við þarfa endurskráningu og lítið sinnt að koma safngrip- um á afrit. Og þannig má lengi halda áfram. Í skýrslu áðherrans er hugað að litlum hluta safna þjóðarinn- ar: Nýlistasafnið er með safnkost sinn í hörmulegum aðstæðum, öryggis- og geymsluaðstæður byggðasafna eru víða slæmar. Er ekki sé ástæða að nema staðar og hætta dreifingu safna um land- ið sem stjórnvöld hafa staðið fyrir til að þóknast byggðasjón- armiðum. Smáþjóð hefur ekki efni á að drita söfnum um allar koppagrundir. Til þess eru ráðherrar og ráðuneyti að hafa yfirsýn – ástand í safnamálum bendir til að hana hafi skort um árabil – jafnvel áratuga skeið. Það þarf pólitískt hugrekki til að viðurkenna það – og enn meira þor til að bæta úr ástandinu. Vilji menn hafa efni á að kallast menningarþjóð – í verki. Stór söfn og lítil þurfa geymslur Fórnarkostnaðurinn fyrir íslensk-an almenning við að halda úti gjaldmiðli í okkar fámenna landi er ansi hár. Ætli kostnaðurinn við pen- inga eigi ekki hvað stærstan þátt í því að lífkjör eru hér ekki almennt betri en raunin er. Sá kostnaður kemur fyrst og fremst niður á heimilunum í landinu. Á launþegunum sem ekki hafa aðgang að erlendu fjármagni. Það kost- ar að vera með krónu og það ansi mikið. Því hlýtur að vakna upp umræða um stöðu Íslands í Evrópu fyrir kosningarnar næsta vor. Annað væri óeðlilegt enda um að ræða eitt mesta hagsmunamál okkar allra. Fyrr á árinu birti ég grein sem byggði á dæmi sem Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, bjó til um mun á húsnæðisláni á evrukjörum og íslenskum. Niðurstaðan er afgerandi enda skeikar litlum 50 milljónum á því sem greitt er meira af íslenska láninu en láni í evrum. Gengisdýfur, hátt matvælaverð og vaxtaokur hafa vakið marga af værum blundi um stöðu mála og því er vert að taka ítarlegri umræðu um samskiptin við Evrópu á næstu misserum. Til að framkvæma samanburð á því hvernig er að vera á húsnæðislánamarkaði á Íslandi og á evrusvæð- inu þá er það hægt með einföldum hætti í reiknings- vél Frjálsa fjárfestingabankans, www.frjalsi.is. Sleg- ið er inn í reiknivélina lán sem eru á vöxtum og verðbólgu evrusvæðisins, merkt við jafnar afborgan- ir efst til vinstri, setjið t.d. 15 milljónir í næsta reit og því næst 3% vexti (hægt að fá lægri vexti), veljið óverðtryggt lán og 480 gjalddaga. Neðst kemur upphæð íslenska lánsins sjálfkrafa. Veljið t.d. 3,5% verðbólgu, gætið þess að velja 40 ár, ýtið á reikna og þá blasir munurinn við. Það munar semsagt 50 milljónum króna í kostn- aði fyrir húsnæðiskaupandann eftir því hvort keypt er húsnæði á Íslandi eða í Evrópu. Hálfum mánað- arlaunum í afborganirnar á mánuði að jafnaði yfir allan lánstímann. Í evruláninu hefst þá þegar niðurgreiðslan af höfuðstól og sé vegið saman við hækkun á tekjum síðar í lífinu þá er algengt að lánið fari frá því að vera um 20% af ráðstöfunartekjum niður í 8%. Samanborið við okkar verðtryggðu hávaxtalán í verðbólguskoppinu þá halda afborganir sér í sömu hæðum alla tíð. Auðvitað fylgja aðild ókostir og ekkert er einfalt í þessum málum. En munurinn er mikill hvað gjald- miðilsmálin viðkemur. Það er ótvírætt. Höfundur er alþingismaður Kostnaðurinn við krónuna Það er hefð fyrir því að líta á upphaf nýs árs sem sérstök tímamót, horfa yfir nýliðna fortíð og skilgreina árið sem gengið er. Áramót eru náttúrulegur atburður sem byggir á gangi jarðar um sólu en á hinn bóginn er ekkert náttúrulegt við það að þessi tímamót eigi sér stað á mótum desembers og janúars. Mánaðaheitin sem við notum bera merki þess að áramót Rómverja voru 1. mars. Hjá þeim var desember tíundi mánuðurinn, eins og nafn mánaðarins bendir til. Á miðöldum var árið hins vegar iðulega látið hefjast 1. september. Í sumum menningarsamfélög- um voru áramótin hreyfanleg. Hið forna kínverska ár hefst þannig einhvern tíma í janúar eða febrúar en mismunandi eftir árum. Það var vegna þess að Kínverjar miðuðu tímatal sitt við göngu tunglsins en bættu við mánuði á hlaupári í hvert sinn þegar þrettán ný tungl voru á milli vetrarsól- staða. Venjulegt ár hjá þeim var því 353-355 dagar, en hlaupár 383- 385 dagar. Í löndum islam er miðað við göngu tungls og mánuðir því hreyfanlegir miðað við sólarár. Þetta er ævagömul hefð því að fremstu stjörnufræðingar fornaldar, Babylóníumenn, miðuðu ártöl við göngu tungls fremur en sólar. Egyptar tóku hins vegar upp sólarár, vegna þess að það hentaði betur til að fylgjast með flóðum Nílar. Árið hjá Egyptum var 365 dagar, 12 mánuðir með 30 daga og fimm helgidagar „utan mánaða“. Sólarár Egypta hafði áhrif á tímatalsumbætur Rómverja þegar júlíanska tímatalið var tekið upp árið 46 f. Kr. Það breiddist svo út með vexti Rómarveldis og síðar vegna kristinna áhrifa. Íslendingar notuðu lengst af júlíanska tímatalið en þó ekki alla tíð. Elstu fáanlegum heimildum ber saman um að á fyrstu öldum Íslandsbyggðar hafi verið notað tímatal sem kennt var við Breiðfirðinginn Þorstein surt, sem uppi var á 10. öld. Tímatal hans, gamla mánaðatalið, gerði ráð fyrir 52 vikum í ári og einni til viðbótar sjöunda hvert sumar. Þannig var árið 364 dagar nema stundum var það 371 dagur. Þetta eru svipaðar reglur og koma fram í bréfi Hammúrabís konungs í Babylon þannig að Þorsteinn surtur hefur verið á svipuðum brautum í tímaákvörðunum og helstu stjörnufræðingar fornaldar. Tímatal Þorsteins surts hefur augljósa galla miðað við júlíanska tímatalið svo ekki sé minnst á arftaka þess, gregóríska tímatalið sem lögboðið var meðal kaþólskra þjóða 1582 en ekki fyrr en 1700 meðal mótmælendaþjóða. Samt sem áður er gregóríska tímatalið hvergi nærri nákvæm- asta tímatalið sem miðar við sólarár. Majarnir í Mið-Ameríku vissu t.d. af því að sólarárið væri of stutt og ályktuðu út frá langtímamælingum að sólarárið væri 365.242036 dagar sem er nákvæmara en gregóríska tímatalið. Persneska dagatalið var frá fornu fari miðað við sólarár, enda Persar miklir áhangendur elds og sólar. Á 11. öld ákvað soldáninn í Baghdad, Malik Shah, að sam- ræma þetta forna dagatal tímatali islam. Stærðfræðingurinn Umar al-Khajjam, sem er kunnur sem ljóðskáld á Vesturlöndum, lagaði persneska dagatalið og var leiðrétting hans lögtekin í ríki Seldsjúka. Þannig fékkst nákvæm- ari dagsetning en í gregoríska tímatalinu, því að persnesku stærðfræðingarnir náðu fimm fyrstu aukastöfunum rétt þannig að í persneska sólarárinu kemur villa á 3.370 ára fresti, miðað við 3.330 í gregoríska tímatalinu. Svo má auðvitað hugsa sér allt aðrar leiðir til að reikna út ár önnur en að miða við gang sólar eða tungls. Eftir frönsku bylting- una reyndu hinir nýju valdhafar að vinda ofan af kristnum áhrifum. Þeir voru mjög hrifnir af tugakerfinu og stærðfræðilegri nákvæmni þess og því innleiddu þeir tíu mánaða ár, tíu daga viku, tíu klukkustunda sólarhring, hundrað mínútna klukkustund o.s.frv. Samkvæmt tíu daga vikunni skyldi tíundi dagurinn helgaður hátíðarhöldum þar sem ýmsum vísindagreinum eða hugtökum skyldi fagnað. Metnaðarfyllsta tilraun til að endurskoða gregoríska tímatalið í seinni tíð var heimsalmanakið svo kallaða, sem Sameinuðu þjóðirnar sýndu mikinn áhuga á sjöunda ára- tugnum. Samkvæmt því voru allir mánuðir ársins 30 eða 31 dagur, en svokallaður „heimsdagur“ var daginn eftir 30. desember og eftir 30. júní á hlaupárum. Þeir dagar hefðu ekki talist vikudagar og því 1. janúar alltaf verið á sunnudegi. Ekki fá allar góðar fyrirætlanir brautargengi og árið 2007 mun því hefjast á mánudegi. Gleðilegt ár! Hvenær koma áramót?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.